Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 31

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 31
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 31 INNLENT RAUNHAGKERFI heimilum að ráðast í slíka fjárfestingu. Þá hafa einstaka lánastofnanir aukið aðgengi að lánsfé með hækkun veðhlutfalla og lækkun vaxta og lántökugjalda (sjá kafla III). Í ár er gert ráð fyrir 4,6% vexti einkaneyslu sem er heldur meira en spáð var í ágúst og endurspeglar að kaup- máttur launa hefur vaxið meira en ráð var fyrir gert, einkum vegna minni verðbólgu á tímabilinu. Á spátímanum er búist við því að einka- neysla verði ein meginstoð hagvaxtar, studd af kaupmáttaraukningu og frekari bata á eiginfjárstöðu heimila (mynd IV-7). Hlutfall atvinnuvegafjárfestingar af landsframleiðslu við sögulegt meðaltal Eftir mikinn samdrátt í kjölfar fjármálakreppunnar hefur fjárfesting farið vaxandi og á fyrri hluta ársins var atvinnuvegafjárfesting sá undirliður innlendrar eftirspurnar sem lagði mest til hagvaxtar tíma- bilsins. Á því tímabili jókst atvinnuvegafjárfesting um 38% frá fyrri hluta árs 2014. Mestu munaði um fjárfestingu í skipum og flugvélum en eins var umtalsverður vöxtur fjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla. Vægi atvinnuvegafjárfestingar í landsframleiðslu var við lang- tímameðaltal sitt á fyrri helmingi ársins sem er um 13%. Þrátt fyrir það var fjárfesting í heild nokkuð undir langtímameðaltali sínu sem rekja má til lítilla fjárfestingarumsvifa hins opinbera og í íbúðarhúsnæði. Bætir í vöxt fjárfestingar atvinnuveganna á þessu ári Vísbendingar fyrir fjárfestingu atvinnuveganna næstu misserin eru flestar á þá leið að hún haldi áfram að aukast (mynd IV-8). Í könnun sem Seðlabankinn gerði meðal hátt í 100 fyrirtækja kemur fram umtalsverð aukning í áætlaðri fjárfestingu á þessu ári miðað við í fyrra og eins bendir könnunin til nokkuð mikillar aukningar á næsta ári (sjá töflu IV-1). Samkvæmt niðurstöðunum ætla félög í sjávarútvegi að auka fjárfestingarumsvif sín mest í ár eða um næstum 50%. Einnig búast fyrirtæki í ferða- og flutningaþjónustu við þó nokkrum vexti en fyrirtæki í iðnaði reikna með um fimmtungssamdrætti fjárfestingar. Fyrirtæki í flutninga- og ferðaþjónustu og fjármála- og trygginga- starfsemi búast við mestri aukningu á næsta ári eða um og yfir þriðjungsaukningu og fyrirtæki í verslun gera einnig ráð fyrir umtals- verðri aukningu. Niðurstöður könnunar Gallups meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins benda einnig til þess að fjárfestingarvilji fyrirtækja sé að aukast þar sem vaxandi hluti fyrirtækja gerir ráð fyrir auknum fjárfestingarútgjöldum næstu misserin. Ofangreindar vísbendingar um fjárfestingarumsvif í ár eru í góðu samræmi við þróun innflutnings á fjárfestingarvörum. Fjárfestingarkönnun bankans bregður enn sem fyrr upp þeirri mynd að fjárfesting sé fjármögnuð að umtalsverðu leyti með sjóðsstreymi fyrirtækja en að hlutdeild lánsfjármögnunar fari þó vaxandi sem er í takt við vísbendingar um aukna lántöku fyrirtækja (sjá umfjöllun í kafla III). Í samanburði við ágústspá bankans er útlit fyrir heldur meiri vöxt fjárfestingar atvinnuvega utan stóriðju, skipa og flugvéla en líkt og í ágúst er gert ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting í heild vaxi um tæp- lega þriðjung í ár frá fyrra ári. Mynd IV-7 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20181 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Vísitala, 2005 = 100 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 80 85 90 95 100 105 110 115 Ráðstöfunartekjur (v. ás) Einkaneysla (v. ás) Hlutfall einkaneyslu og ráðstöfunartekna (h. ás) ‘00 ‘16 ‘18‘14‘12‘08‘02 ‘10‘06‘04 1. Vísbendingarnar eru innflutningur fjárfestingarvöru á föstu verði og svör við fjórum spurningum úr könnun Gallups meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þær spurningar snúa að mati stjórnenda á efnahagshorfum til sex mánaða, hvernig þeir telja innlenda eftirspurn eftir vörum eða þjónustu þeirra fyrirtækis muni þróast á næstu 6 mánuðum, hvort þeir telji fjárfestingu þeirra fyrirtækis muni aukast á líðandi ári samanborið við fyrra ár og hvort framlegð fyrirtækisins muni aukast milli ára. Við matið á bilinu eru allar stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og fjárfestingin. Myndin sýnir tveggja fjórðunga hreyfanlegt meðaltal. Vísbendingar fjárfestingar eru tafðar um tvo ársfjórðunga. Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-8 Vísbendingar um atvinnuvegafjárfestingu 1. ársfj. 2007 - 1. ársfj. 2016 Atvinnuvegafjárfesting Spá PM 2015/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um atvinnuvegafjárfestingu1 ‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07 0 5 10 15 20 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.