Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 48

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 48
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 48 RAMMAGREINAR útflutningsverðlag eru hins vegar minni. Útflutningsverð í erlend- um gjaldmiðli hækkar um 0,13% (= dpxf⁄de = β) en í krónum talið lækkar það hins vegar um 0,87% (= dpx⁄de = β – 1). Útflytjendur ná því að velta hluta gengishækkunarinnar yfir á erlenda kaupendur en að mestu leyti þurfa þeir að taka á sig hækkunina í gegnum lakari afkomu. Gengisleki innlends útflutningsverðs er því nokkuð frá því að vera fullkominn. Verðákvörðun innflutningsverðs ber því merki þess sem kallað er framleiðendaverðlagning (e. producer currency pricing), þ.e. út- flytjendur til Íslands ákvarða verð afurða sinna til Íslands í eigin gjald- miðli og verð í krónum endurspeglar því að fullu gengisbreytingar krónunnar. Verðákvörðun útflutningsafurða Íslendinga má hins vegar frekar lýsa sem afurðamarkaðsverðlagningu (e. local currency pricing), þ.e. íslenskir framleiðendur verðleggja vörur sínar að mestu leyti í gjaldmiðli þess lands sem þeir eru að flytja til og taka á sig gengisbreytingar í gengi krónunnar í gegnum eigin afkomu. Stika- matið bendir þó til þess að verðákvörðun hluta útflutnings ákvarðist út frá framleiðendaverðlagningu. Þessar niðurstöður koma e.t.v. ekki á óvart í ljósi þess hve ís- lenskur þjóðarbúskapur er lítill: það getur verið hlutfallslega kostn- aðarsamt fyrir erlenda seljendur vöru til Íslands að kanna markaðs- aðstæður hér á landi og innfluttar vörur eru oft ekki í samkeppni við innlenda framleiðslu svipaðrar vöru heldur einungis við aðrar sambærilegar innfluttar vörur sem verða fyrir sams konar áhrifum af gengisbreytingum (sjá t.d. umfjöllun í kafla 3 í Seðlabanki Íslands, 2012). Smæð þjóðarbúskaparins gerir það einnig að verkum að ís- lenskir útflytjendur eru í meginatriðum verðtakar á erlendum mörk- uðum og hafa því lítið svigrúm til að breyta verði í erlendum gjald- miðli í kjölfar gengisbreytinga krónunnar. Stikamatið í töflu 1 sýnir að áhrif gengisbreytinga á inn- og útflutningsverð eru mismikil og því hefur gengishækkunin áhrif á viðskiptakjör, þ.e. hlutfallslegt verð út- og innflutnings. Samkvæmt stikamatinu veldur 1% varanleg gengishækkun því að viðskiptakjör þjóðarbúsins batna um 0,23% (= β – 1 – α). Á móti kemur hins vegar að gengishækkunin dregur úr útflutningi en gerir innflutning ódýrari. Matið í töflu 1 gefur til kynna að 1% varanleg gengis- hækkun valdi um 0,12% samdrætti í útflutningi (= dx⁄de = fβ) en að innflutningur aukist um 0,49% (= dm⁄de = αγ). Þessi áhrif eru í meginatriðum svipuð og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2015) fær í nýlegu mati á teygnistikum utanríkisviðskipta fyrir 60 lönd yfir tíma- bilið 1980-2014. Samkvæmt mati sjóðsins er verðteygni innflutnings áþekk því sem fæst fyrir Ísland (γ er -0,30 í stað -0,44) en verðteygni útflutnings er hins vegar nokkru minni (f er -0,32 í stað -0,93). Hins vegar fær sjóðurinn meiri gengisleka að jafnaði yfir í útflutningsverð (β er 0,55 í stað 0,13) en nokkru minni gengisleka í innflutnings- verð (α er -0,61 í stað -1,10). Áhrif gengishækkunar á viðskiptakjör verða því áþekk (0,16% í stað 0,23%). Matið er einnig áþekkt því sem fæst í þjóðhagslíkani Seðlabankans fyrir þann hluta utanríkisvið- skipta þar sem teygnistikar eru metnir en fyrir aðra hluta utanríkis- viðskipta eru spár bankans byggðar á upplýsingum utan líkansins, t.d. eru spár um útflutning sjávarafurða byggðar á upplýsingum um leyfilegt aflamark sem ákvarðast óháð efnahagslegum grunnþáttum annars útflutnings eins og lýst er í jöfnu (2). Áhrif 10% raungengishækkunar á utanríkisviðskipti Ofangreint mat er hægt að nota til að meta áhrif þeirrar 10% hækk- unar raungengis sem gæti orðið í ár á verð og magn út- og inn- flutnings og þar með á viðskiptakjör og viðskiptajöfnuð. Í dæminu er gert ráð fyrir að raungengishækkunin samanstandi af 2,5% hækkun nafngengis krónunnar og 7,5% hækkun innlends kostnaðar um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.