Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 30

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 30
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 30 INNLENT RAUNHAGKERFI Samdrátturinn varð meiri hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar en í helstu viðskiptalöndum og framan af í bataskeiðinu var vöxturinn minni (mynd IV-3). Á síðustu misserum hefur hagvöxtur á Íslandi hins vegar verið mun meiri en í viðskiptalöndunum (sjá kafla II). Horfur á meiri hagvexti í ár en áður var talið Hagfelldara framlag utanríkisviðskipta vegna meiri útfluttrar þjónustu en búist var við er helsta skýring þess að hagvöxtur á fyrri hluta ársins var umfram spána í ágúst. Áætlað er að vöxturinn á seinni hluta ársins verði hægari enda endurspeglaði mikill vöxtur þjónustu að hluta til einskiptistekjur tengdar einkaleyfum (sjá hér á eftir). Þó er gert ráð fyrir að þróun innlendrar eftirspurnar verði í takt við það sem verið hefur og að hagvöxtur á árinu verði 4,6%. Það er 0,4 prósentum meiri vöxtur en bankinn spáði í ágúst og umtalsvert meiri hagvöxtur en gert er ráð fyrir að verði að meðaltali í viðskiptalöndunum. Líkt og í ágústspánni er gert ráð fyrir að það hægi á hagvexti á næstu árum en að hann verði þó töluverður eða rétt undir 3% að meðaltali á ári. Eins og í fyrri spám bankans er vöxturinn að bróðurparti borinn uppi af kröftugum vexti innlendrar eftirspurnar einkaaðila (mynd IV-4). Fjárhagsleg staða heimila fer áfram batnandi … Samkvæmt tölum Hagstofunnar var umtalsverður vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimila á síðasta ári eða 4,7% (miðað við stað- virðingu með verðvísitölu einkaneyslu). Þessi vöxtur endurspeglar að mestu leyti hækkun launatekna en einnig voru jákvæð áhrif af fjármagnstekjum (mynd IV-5). Þetta var þó heldur minni vöxtur kaup- máttar en gert var ráð fyrir í ágúst sem skýrist af því að launatekjur voru minni en spáð var og skattgreiðslur aðeins meiri. Eiginfjárstaða heimila batnaði einnig umtalsvert á síðasta ári og var það bæði vegna lækkunar skulda og hærra virðis eigna (sjá umfjöllun um fjármálaleg skilyrði í kafla III). Í kjölfar fjármálakreppunnar sá verulega á bæði tekjum og eiginfjárstöðu heimila en frá árinu 2010 og fram til síðasta árs hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 10,9% og eiginfjár- staða heimila batnað um 39,2% að raunvirði. Miðað við áframhald- andi hækkun raunlauna og eignaverðs og aukna atvinnu það sem af er þessu ári má ætla að þessir liðir styðji við eftirspurn heimila á árinu og næstu misseri. Sú lækkun á tekjuskatti sem boðuð hefur verið mun styðja enn frekar við kaupmátt og eftirspurn heimila. … og styður við eftirspurn þeirra Einkaneysla jókst um 4,4% á fyrri hluta ársins og virðist þróunin á árinu vera í takt við spár Peningamála undanfarið en í þeim hefur verið áætlað að áhrif skuldaaðgerða stjórnvalda kæmu hvað sterkast fram í auknum vexti einkaneyslu á þessu ári. Vísbendingar um þróun einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins eru nokkuð afdráttarlausar þess efnis að framhald verði á þeirri framvindu sem var á fyrri hluta ársins og ef eitthvað er að heldur bæti í vöxtinn (mynd IV-6). Ætla má að áhrif skuldaaðgerðanna megi einnig merkja á fasteignamarkaði en samkvæmt stórkaupavísitölu Gallups hefur hlutfall heimila sem sjá fram á húsnæðiskaup á næstu tólf mánuðum ekki verið hærra frá því síðla árs 2007. Hækkun fasteignaverðs og lækkun skulda auðvelda Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-4 Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20181 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -6 -4 -2 0 2 4 6 8 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Landsframleiðsla ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Mynd IV-5 Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna og framlag undirliða 2010-20151 1. Grunnspá Seðlabankans 2015. Framlag helstu undirliða til ársbreytingar kaupmáttar ráðstöfunartekna er fengið með því að vega saman vægi undirþátta í ráðstöfunartekjum. Samlagning framlags undirliða sýnir því ekki nákvæmlega heildarbreytinguna vegna afrúnunar og þar sem fullkomið tekjubókhald heimila liggur ekki fyrir hjá Hagstofu Íslands. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Nafnlaun Verðlag Atvinna Aðrar tekjur Skattar Kaupmáttur ráðstöfunartekna -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘15‘14‘13‘12‘11‘10 Breyting frá fyrra ári (%) 1. Vísbendingarnar eru kortavelta, dagvöruvelta, hlutabréfaverð, húsnæðisverð, innflutningur neysluvöru, nýskráningar bifreiða, laun og atvinnuleysi. Vísbendingarnar eru endurskalaðar þannig að þær hafa sama meðaltal og staðalfrávik og einkaneysla. Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-6 Vísbendingar um einkaneyslu 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015 Einkaneysla Spá PM 2015/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um einkaneyslu1 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.