Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 30
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
30
INNLENT RAUNHAGKERFI
Samdrátturinn varð meiri hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar
en í helstu viðskiptalöndum og framan af í bataskeiðinu var vöxturinn
minni (mynd IV-3). Á síðustu misserum hefur hagvöxtur á Íslandi hins
vegar verið mun meiri en í viðskiptalöndunum (sjá kafla II).
Horfur á meiri hagvexti í ár en áður var talið
Hagfelldara framlag utanríkisviðskipta vegna meiri útfluttrar þjónustu
en búist var við er helsta skýring þess að hagvöxtur á fyrri hluta ársins
var umfram spána í ágúst. Áætlað er að vöxturinn á seinni hluta ársins
verði hægari enda endurspeglaði mikill vöxtur þjónustu að hluta til
einskiptistekjur tengdar einkaleyfum (sjá hér á eftir). Þó er gert ráð
fyrir að þróun innlendrar eftirspurnar verði í takt við það sem verið
hefur og að hagvöxtur á árinu verði 4,6%. Það er 0,4 prósentum
meiri vöxtur en bankinn spáði í ágúst og umtalsvert meiri hagvöxtur
en gert er ráð fyrir að verði að meðaltali í viðskiptalöndunum. Líkt og
í ágústspánni er gert ráð fyrir að það hægi á hagvexti á næstu árum
en að hann verði þó töluverður eða rétt undir 3% að meðaltali á ári.
Eins og í fyrri spám bankans er vöxturinn að bróðurparti borinn uppi af
kröftugum vexti innlendrar eftirspurnar einkaaðila (mynd IV-4).
Fjárhagsleg staða heimila fer áfram batnandi …
Samkvæmt tölum Hagstofunnar var umtalsverður vöxtur í kaupmætti
ráðstöfunartekna heimila á síðasta ári eða 4,7% (miðað við stað-
virðingu með verðvísitölu einkaneyslu). Þessi vöxtur endurspeglar
að mestu leyti hækkun launatekna en einnig voru jákvæð áhrif af
fjármagnstekjum (mynd IV-5). Þetta var þó heldur minni vöxtur kaup-
máttar en gert var ráð fyrir í ágúst sem skýrist af því að launatekjur
voru minni en spáð var og skattgreiðslur aðeins meiri. Eiginfjárstaða
heimila batnaði einnig umtalsvert á síðasta ári og var það bæði vegna
lækkunar skulda og hærra virðis eigna (sjá umfjöllun um fjármálaleg
skilyrði í kafla III). Í kjölfar fjármálakreppunnar sá verulega á bæði
tekjum og eiginfjárstöðu heimila en frá árinu 2010 og fram til síðasta
árs hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 10,9% og eiginfjár-
staða heimila batnað um 39,2% að raunvirði. Miðað við áframhald-
andi hækkun raunlauna og eignaverðs og aukna atvinnu það sem af
er þessu ári má ætla að þessir liðir styðji við eftirspurn heimila á árinu
og næstu misseri. Sú lækkun á tekjuskatti sem boðuð hefur verið mun
styðja enn frekar við kaupmátt og eftirspurn heimila.
… og styður við eftirspurn þeirra
Einkaneysla jókst um 4,4% á fyrri hluta ársins og virðist þróunin á
árinu vera í takt við spár Peningamála undanfarið en í þeim hefur
verið áætlað að áhrif skuldaaðgerða stjórnvalda kæmu hvað sterkast
fram í auknum vexti einkaneyslu á þessu ári. Vísbendingar um þróun
einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins eru nokkuð afdráttarlausar þess
efnis að framhald verði á þeirri framvindu sem var á fyrri hluta ársins
og ef eitthvað er að heldur bæti í vöxtinn (mynd IV-6). Ætla má að
áhrif skuldaaðgerðanna megi einnig merkja á fasteignamarkaði en
samkvæmt stórkaupavísitölu Gallups hefur hlutfall heimila sem sjá
fram á húsnæðiskaup á næstu tólf mánuðum ekki verið hærra frá því
síðla árs 2007. Hækkun fasteignaverðs og lækkun skulda auðvelda
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-4
Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20181
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Einkaneysla
Samneysla
Fjármunamyndun
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
Birgðabreytingar
Utanríkisviðskipti
Landsframleiðsla
‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10
Mynd IV-5
Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna og
framlag undirliða 2010-20151
1. Grunnspá Seðlabankans 2015. Framlag helstu undirliða til
ársbreytingar kaupmáttar ráðstöfunartekna er fengið með því að
vega saman vægi undirþátta í ráðstöfunartekjum. Samlagning framlags
undirliða sýnir því ekki nákvæmlega heildarbreytinguna vegna
afrúnunar og þar sem fullkomið tekjubókhald heimila liggur ekki
fyrir hjá Hagstofu Íslands.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Nafnlaun Verðlag Atvinna
Aðrar tekjur Skattar
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
-15
-10
-5
0
5
10
15
‘15‘14‘13‘12‘11‘10
Breyting frá fyrra ári (%)
1. Vísbendingarnar eru kortavelta, dagvöruvelta, hlutabréfaverð,
húsnæðisverð, innflutningur neysluvöru, nýskráningar bifreiða, laun og
atvinnuleysi. Vísbendingarnar eru endurskalaðar þannig að þær hafa
sama meðaltal og staðalfrávik og einkaneysla.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Seðlabanki
Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd IV-6
Vísbendingar um einkaneyslu
1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015
Einkaneysla
Spá PM 2015/4
Miðgildi vísbendinga
Efri og neðri mörk vísbendinga um einkaneyslu1
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15