Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 52

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 52
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 52 Rammagrein 3 Fjárlagafrumvarp ársins 2016 Í langtímaáætlun í ríkisfjármálum sem birt er í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir stöðugum afgangi á frumjöfnuði fram til ársins 2019. Gert er ráð fyrir lakari afkomu á frumjöfnuði en í frumvarpi síðasta árs. Á sama tíma er stefnt að minni halla á fjár- magnsjöfnuði sem skilar sér í betri heildarafkomu. Niðurstöðu lang- tímaáætlunar má sjá í töflu 1. Samkvæmt frumvarpinu er stefnt að afgangi á heildarjöfnuði árið 2016 sem nemur 0,7% af vergri lands- framleiðslu. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að afkoma ríkissjóðs í ár verði nokkru betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2015. Nú stefnir í að afgangur á heildarjöfnuði nemi 1% af landsframleiðslu í ár í stað 0,2% og að afgangur á frumjöfnuði verði 3,7% af landsframleiðslu í stað 3,1%. Jafnframt er áætlað að handbært fé frá rekstri, sem er mikilvægur mælikvarði á getu ríkissjóðs til að greiða niður skuldir, verði jákvætt um 14,6 ma.kr. í stað áætlunar fjárlaga um að það yrði neikvætt um 7,7 ma.kr. Efnahagsþróunin hefur að ýmsu leyti verið með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga ársins 2015. Innlend eftir- spurn og launabreytingar eru meiri en áætlað var. Það hefur haft jákvæð áhrif fyrir tekjuöflun ríkissjóðs en fyrstu átta mánuði ársins hafa t.d. skattar af tekjum og hagnaði vaxið á greiðslugrunni um 13% frá fyrra ári. Á rekstrargrunni er gert ráð fyrir að tekjur verði 4% yfir tekjuáætlun fjárlaga. Helstu efnahagsforsendur sem liggja til grundvallar nýju fjárlagafrumvarpi taka mið af þjóðhagsspá sem sýnir heldur minni hagvöxt en grunnspá Peningamála nú. Í áætluninni í frumvarpinu um skuldastöðu ríkissjóðs er gert ráð fyrir hagfelldari þróun en í fyrri áætlunum. Hlutfall heildarskulda ríkissjóðs af landsframleiðslu hefur lækkað hratt frá árinu 2011 þeg- Tafla 1 Áætluð afkoma ríkissjóðs til ársins 2019 Áætlun Ma.kr. 2016 2017 2018 2019 Heildartekjur 696,3 731,0 748,8 787,4 Þar af skatttekjur 646,5 681,9 696,4 735,1 Heildargjöld 681,0 689,2 714,7 739,6 Rekstrargjöld 284,9 299,9 313,0 329,7 Fjármagnskostnaður 74,4 68,4 68,7 62,9 Tilfærsluútgjöld 265,7 278,7 289,7 302,0 Viðhald 10,1 10,5 10,7 10,7 Fjárfesting 45,9 31,7 32,7 34,3 Heildarjöfnuður ríkissjóðs með flýtingu1 15,3 41,8 34,1 47,8 Sem hlutfall af VLF (%) 0,7 1,7 1,3 1,7 Bati frá fyrra ári -0,3 1,0 -0,4 0,4 Heildarjöfnuður ríkissjóðs án flýtingar1 15,3 21,7 34,1 47,8 Sem hlutfall af VLF (%) 0,7 0,9 1,3 1,7 Bati frá fyrra ári -0,3 0,2 0,4 0,4 Frumtekjur 679,7 694,2 730,5 770,0 Frumgjöld 606,6 620,8 646,1 676,7 Frumjöfnuður ríkissjóðs án flýtingar1 73,1 73,4 84,4 93,3 Sem hlutfall af VLF (%) 3,1 3,0 3,2 3,3 Bati frá fyrra ári -0,6 -0,1 0,2 0,2 Vaxtatekjur 16,6 16,6 18,2 17,4 Vaxtagjöld 74,4 68,4 68,7 62,9 Fjármagnsjöfnuður -57,8 -51,8 -50,4 -45,5 Sem hlutfall af VLF (%) -2,5 -2,1 -1,9 -1,6 1. Flýting niðurgreiðslu verðtryggðra húsnæðisskulda gerir það að verkum að gjöldin færðust fram til 2014 en tekjurnar eru áfram innheimtar árið 2017 sem orsakar misræmi milli tekna og gjalda. Frumjöfnuður er hér sýndur án áhrifa flýtingar. Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.