Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 23

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 23
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 23 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Markaðsaðilar vænta hærri nafnvaxta Seðlabankans Samkvæmt könnun á væntingum markaðsaðila sem framkvæmd var í lok október sl. búast þeir við að meginvextir bankans haldist óbreyttir í 5,5% til loka þessa árs sem eru 0,25 prósentum lægri vextir en í sambærilegri könnun í ágúst sl. (mynd III-4). Núverandi könnun gefur hins vegar til kynna að eins og í ágúst vænti þeir þess að vextirnir verði orðnir 6,25% um mitt næsta ár. Mat á framvirkum vöxtum gefur einn- ig til kynna að markaðsaðilar vænti þess að nafnvextir bankans verði hærri um mitt næsta ár. Ólíkt niðurstöðu könnunarinnar gefa fram- virkir vextir hins vegar til kynna að markaðsaðilar vænti þess að vextir bankans fari lækkandi á ný frá síðari hluta næsta árs og verði komnir niður í 5% í lok spátímans. Eins og rakið er hér á eftir er hins vegar líklegt að mikil lækkun óverðtryggðra langtímavaxta undanfarið sé að mestu vegna þátta sem tengjast ekki væntingum um framtíðarþróun skammtímavaxta.1 Markaðsvextir og áhættuálag Töluverð lækkun ávöxtunarkröfu óverðtryggðra ríkisbréfa Eftir að áætlun um losun hafta var kynnt í júníbyrjun hefur ávöxt- unarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkað um allt að 2,2 prósentur, lengstu bréfin mest. Þar af hefur hún lækkað um allt að 1,2 prósentur frá útgáfu Peningamála í ágúst (mynd III-5). Vaxtaferillinn er nú niður- hallandi sem við fyrstu sýn gæti bent til þess að markaðsaðilar vænti lækkunar skammtímavaxta á næstu misserum, t.d. vegna væntinga um veikari efnahagsumsvif og minnkandi verðbólgu. Minni ótti við aukna verðbólgu í kjölfar kjarasamninga kann að einhverju leyti að skýra þessa þróun (sjá umfjöllun í kafla V). Mikil lækkun lengri óverð- tryggðra skuldabréfavaxta gæti einnig að hluta stafað af aukinni bjartsýni um stöðu ríkissjóðs í kjölfar birtingar áætlunar um losun fjármagnshafta sem gert er ráð fyrir að hafi í för með sér lækkun skulda ríkissjóðs samhliða greiðslu stöðugleikaframlags og/eða -skatts slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Það, ásamt nýju fjárlagafrumvarpi, kann einnig að hafa ýtt undir væntingar um minna framboð ríkisbréfa. Væri þetta veigamikil skýring á lækkun óverðtryggðra skuldabréfa- vaxta ættu verðtryggðir skuldabréfavextir einnig að hafa lækkað með svipuðum hætti en þeir vextir hafa hins vegar lækkað mun minna. Að einhverju leyti skýrist það þó ef til vill af litlum seljanleika verðtryggðra skuldabréfa. Það kann einnig að skýra minni lækkun ávöxtunarkröfu á styttri ríkisbréfum þar sem þau eru að stærstum hluta í eigu erlendra aðila með eignir læstar inni af fjármagnshöftum. Líklegt er þó að meginástæða mikillar lækkunar óverðtryggðra langtímavaxta undanfarnar vikur sé aukin nýfjárfesting erlendra aðila í lengri óverðtryggðum ríkisbréfum sem hófst um miðjan júní sl. Nýfjárfesting þessara aðila hefur numið tæplega 49 ma.kr. frá maí- lokum sl. og hefur aukin ásókn þeirra þrýst niður líftímaálagi (e. term premium) lengri skuldabréfavaxta (mynd III-6). Þessa þróun má líklega að verulega leyti rekja til samspils aukins trausts erlendra aðila á Íslandi 1. Þessu til viðbótar eru vísbendingar um væntingar markaðsaðila út frá vaxtaferlinum óviss- ari en ella vegna vandamála við mælingu á stysta enda vaxtarófsins. Sjá nánari umfjöllun í rammagrein III-1 í Peningamálum 2013/4. Mynd III-4 Meginvextir Seðlabanka Íslands, framvirkir vextir og væntingar markaðsaðila um meginvexti Seðlabankans1 Daglegar tölur 21. maí 2014 - 31. desember 2018 % Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) PM 2015/2 (byrjun maí 2015) PM 2015/3 (miður ágúst 2015) PM 2015/4 (lok október 2015) Væntingar markaðsaðila (lok október 2015)² 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. 2. Áætlað út frá miðgildi svara í könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila til veðlánavaxta. Könnunin var framkvæmd dagana 29. október - 2. nóvember 2015. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2014 2015 2016 2017 2018 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 % Mynd III-5 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 30. október 2015 Heimild: Seðlabanki Íslands. 2016 2017 2019 2031 Óverðtryggð ríkisbréf á gjalddaga: 2021 2024 2044 Verðtryggð ríkis- eða íbúðabréf á gjalddaga: 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2012 2013 2014 20152011 Mynd III-6 Breyting á eignarhaldi ríkisverðbréfa 31. maí 2015 - 30. september 2015 Heimild: Seðlabanki Íslands. Erlendir aðilar Aðrir Lífeyrissjóðir Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir Bankar í slitameðferð Bankar og sparisjóðir Samtals Víxlar RIKS 21 RIKB 31 RIKB 25 RIKB 22 RIKB 20 RIKB 19 RIKB 17 RIKB 16 -10 -5 0 5 10 15 Nafnverð í ma.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.