Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 9

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 9
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 9 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR á skuldabréfamarkaði vegna innflæðis erlends fjármagns sem hefur þrýst niður lengri enda vaxtaferilsins (sjá kafla III og rammagrein 1). Verðbólga var að meðaltali 2% á þriðja ársfjórðungi sem er 0,4 prósentum minni verðbólga en spáð var í ágúst. Skýrist frávikið fyrst og fremst af hærra gengi krónunnar og meiri lækkun hrávöru- og olíu- verðs á heimsmarkaði en þar var spáð. Einnig virðast verðlagsáhrif af nýlegum kjarasamningum vera minni en þar var gert ráð fyrir, líklega að hluta til vegna gengishækkunar krónunnar og batnandi viðskipta- kjara undanfarna mánuði. Enn er þó of snemmt að kveða upp úr um áhrif mikilla launahækkana sem fólust í kjarasamningum og líklegt er að úrskurður gerðardóms í ágúst hafi í för með sér meiri launahækk- anir á spátímanum en gert var ráð fyrir í ágústspánni. Þótt á móti vegi heldur hraðari framleiðnivöxtur á seinni hluta spátímans er eftir sem áður gert ráð fyrir mjög mikilli hækkun launakostnaðar á framleidda einingu á spátímanum eða 9% í ár og 8% á næsta ári. Gangi spáin eftir verður meðalhækkun í ár og á næstu þremur árum því 6,7% á ári sem er langt umfram það sem getur samrýmst verðstöðugleika til lengri tíma litið (mynd I-10). Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa batnað nokkuð frá ágústspá bankans, þótt enn sé töluverður og vaxandi innlendur verð- bólguþrýstingur til staðar sem gæti brotist hratt út þegar áhrif hærra gengis og lægra innflutningsverðs taka að fjara út. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði 2,3% á síðasta fjórðungi ársins sem er 1½ prósentu minni verðbólga en spáð var í ágúst (sjá mynd I-11). Samkvæmt spánni heldur verðbólga áfram að þokast upp en þó nokkru hægar en spáð var í ágúst. Líkt og þá var spáð er talið að hún verði um og yfir 4% í lok næsta árs og fram á seinni hluta árs 2017 en taki síðan að þokast niður á ný. Í samanburði við ágústspána er verðbólga því um 1-1½ prósentu minni fram á seinni hluta næsta árs og skýrast hagstæðari horfur fyrst og fremst af betri upphafsstöðu, hærra gengi krónunnar og lægra hrávöru- og olíuverði. Á móti vega hins vegar horfur á meiri innlendum verðbólguþrýstingi eins og hann birtist í meiri framleiðsluspennu og meiri hækkunum launakostnaðar á fram- leidda einingu. Verðbólguhorfur eru hins vegar mjög óvissar um þessar mundir og er nánar fjallað um óvissuþætti verðbólguspárinnar hér á eftir og um alþjóðlega verðlagsþróun og þróun innlendrar verð- bólgu og verðbólguvæntinga í köflum II og V. Helstu óvissuþættir Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og mati á virkni einstakra markaða og því hvernig peningastefnan miðlast út í raunhagkerfið. Um alla þessa þætti ríkir óvissa. Hér á eftir eru taldir upp nokkrir mikilvægir óvissuþættir. Óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum eykst á ný Svo virðist sem óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum hafi aukist á ný, einkum efnahagshorfur í nýmarkaðsríkjum, þ.m.t. Kína og ríkjum í hópi olíu- og hrávöruútflytjenda (mynd I-12). Gengishækkun 1. Framleiðni mæld sem landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnu- stundum. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Launakostnaður á framleidda einingu og framleiðni 2008-20181 Breyting frá fyrra ári (%) Launakostnaður á framleidda einingu PM 2015/4 Framleiðni PM 2015/4 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2015 - 4. ársfj. 2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Verðbólga1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2018 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2015/4 PM 2015/3 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.