Peningamál - 04.11.2015, Page 9

Peningamál - 04.11.2015, Page 9
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 9 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR á skuldabréfamarkaði vegna innflæðis erlends fjármagns sem hefur þrýst niður lengri enda vaxtaferilsins (sjá kafla III og rammagrein 1). Verðbólga var að meðaltali 2% á þriðja ársfjórðungi sem er 0,4 prósentum minni verðbólga en spáð var í ágúst. Skýrist frávikið fyrst og fremst af hærra gengi krónunnar og meiri lækkun hrávöru- og olíu- verðs á heimsmarkaði en þar var spáð. Einnig virðast verðlagsáhrif af nýlegum kjarasamningum vera minni en þar var gert ráð fyrir, líklega að hluta til vegna gengishækkunar krónunnar og batnandi viðskipta- kjara undanfarna mánuði. Enn er þó of snemmt að kveða upp úr um áhrif mikilla launahækkana sem fólust í kjarasamningum og líklegt er að úrskurður gerðardóms í ágúst hafi í för með sér meiri launahækk- anir á spátímanum en gert var ráð fyrir í ágústspánni. Þótt á móti vegi heldur hraðari framleiðnivöxtur á seinni hluta spátímans er eftir sem áður gert ráð fyrir mjög mikilli hækkun launakostnaðar á framleidda einingu á spátímanum eða 9% í ár og 8% á næsta ári. Gangi spáin eftir verður meðalhækkun í ár og á næstu þremur árum því 6,7% á ári sem er langt umfram það sem getur samrýmst verðstöðugleika til lengri tíma litið (mynd I-10). Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa batnað nokkuð frá ágústspá bankans, þótt enn sé töluverður og vaxandi innlendur verð- bólguþrýstingur til staðar sem gæti brotist hratt út þegar áhrif hærra gengis og lægra innflutningsverðs taka að fjara út. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði 2,3% á síðasta fjórðungi ársins sem er 1½ prósentu minni verðbólga en spáð var í ágúst (sjá mynd I-11). Samkvæmt spánni heldur verðbólga áfram að þokast upp en þó nokkru hægar en spáð var í ágúst. Líkt og þá var spáð er talið að hún verði um og yfir 4% í lok næsta árs og fram á seinni hluta árs 2017 en taki síðan að þokast niður á ný. Í samanburði við ágústspána er verðbólga því um 1-1½ prósentu minni fram á seinni hluta næsta árs og skýrast hagstæðari horfur fyrst og fremst af betri upphafsstöðu, hærra gengi krónunnar og lægra hrávöru- og olíuverði. Á móti vega hins vegar horfur á meiri innlendum verðbólguþrýstingi eins og hann birtist í meiri framleiðsluspennu og meiri hækkunum launakostnaðar á fram- leidda einingu. Verðbólguhorfur eru hins vegar mjög óvissar um þessar mundir og er nánar fjallað um óvissuþætti verðbólguspárinnar hér á eftir og um alþjóðlega verðlagsþróun og þróun innlendrar verð- bólgu og verðbólguvæntinga í köflum II og V. Helstu óvissuþættir Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum um þróun ytra umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og mati á virkni einstakra markaða og því hvernig peningastefnan miðlast út í raunhagkerfið. Um alla þessa þætti ríkir óvissa. Hér á eftir eru taldir upp nokkrir mikilvægir óvissuþættir. Óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum eykst á ný Svo virðist sem óvissa í alþjóðlegum efnahagsmálum hafi aukist á ný, einkum efnahagshorfur í nýmarkaðsríkjum, þ.m.t. Kína og ríkjum í hópi olíu- og hrávöruútflytjenda (mynd I-12). Gengishækkun 1. Framleiðni mæld sem landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnu- stundum. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Launakostnaður á framleidda einingu og framleiðni 2008-20181 Breyting frá fyrra ári (%) Launakostnaður á framleidda einingu PM 2015/4 Framleiðni PM 2015/4 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 4. ársfj. 2015 - 4. ársfj. 2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Verðbólga1 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2018 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2015/4 PM 2015/3 Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 ‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.