Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 15
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
15
Blikur eru á lofti í heimsbúskapnum. Hægt hefur á efnahagsbatanum
það sem af er ári, verulegs óróa gætti á fjármálamörkuðum síðsumars
og sviptingar hafa sett svip sinn á viðskiptakjör og gengi gjaldmiðla.
Horfur um hagvöxt og eftirspurn í helstu viðskiptalöndum Íslands
hafa versnað og óvissa aukist en undanfarin tvö ár og fram að miðju
þessu ári hafði þróttur efnahagsbata viðskiptalandanna smám saman
aukist. Alþjóðlegar verðbólguhorfur eru heilt á litið nær óbreyttar frá
ágústspá Peningamála. Horfur um viðskiptakjör Íslands eru heldur
lakari og tvísýnni en í ágúst. Raungengið hefur hækkað skarpt og útlit
fyrir að framhald verði þar á með tilheyrandi skerðingu á samkeppnis-
stöðu þjóðarbúsins.
Alþjóðleg efnahagsþróun
Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hefur smám saman aukist
undanfarin tvö ár …
Hagvöxtur í viðskiptalöndum Íslands var 1,9% á fyrri helmingi ársins
eða lítillega meiri en vænst var í ágústspá bankans. Hagvexti í við-
skiptalöndunum hefur smám saman vaxið ásmegin undanfarin tvö ár
í kjölfar þess að samdráttarskeiðinu á evrusvæðinu lauk. Stoðir efna-
hagsbatans hafa sem fyrr reynst styrkari í Bandaríkjunum og Bretlandi
samanborið við evrusvæðið sem þó hefur hægt og bítandi sótt í
sig veðrið (mynd II-1). Á Norðurlöndunum er efnahagsbatinn mis-
jafn: enn er beðið eftir að löngu samdráttarskeiði ljúki í Finnlandi og
horfur fara versnandi í Noregi í kjölfar mikillar lækkunar olíuverðs en í
Danmörku og Svíþjóð hefur hagvöxtur aukist smám saman.
… en hagvísar benda til þess að tekið sé að fjara undan
efnahagsbatanum
Hagvísar fyrir evrusvæðið hafa heilt á litið reynst betri en markaðs-
aðilar höfðu vænst (mynd II-2). Þeir bregða áfram upp mynd af því
að hægfara efnahagsbata vindi fram, m.a. fyrir tilstilli stuðningsað-
gerða Seðlabanka Evrópu (ECB), olíuverðslækkunar, gengislækkunar
evrunnar og aukins árangurs við að glíma við skuldavanda Grikklands.
Innlend eftirspurn á evrusvæðinu hefur tekið nokkuð við sér í takt
við aukinn kaupmátt og batnandi fjármálaleg skilyrði en útflutningur
hefur reynst nokkru minni en vænst var. Leiðandi vísbendingar benda
til áframhaldandi hagvaxtar á svæðinu en að nokkuð hafi hægt á
honum í takt við lakari efnahagshorfur í heimsbúskapnum (mynd II-3).
Hagvísar í Bandaríkjunum hafa almennt reynst verri en vænst var
frá útgáfu síðustu Peningamála. Í kjölfar þess að tímabundnir þættir
héldu aftur af batanum á fyrsta ársfjórðungi óx honum ásmegin á
öðrum fjórðungi þrátt fyrir að hækkun Bandaríkjadals kæmi niður á
framlagi utanríkisviðskipta. Að undanförnu hefur hins vegar hægt á
fjölgun starfa og minnkun atvinnuleysis, auk þess sem orkutengd fjár-
festing hefur dregist saman í kjölfar verulegrar lækkunar orkuverðs.
Engu að síður er áfram búist við áframhaldandi efnahagsbata umfram
það sem flest önnur helstu iðnríki geta vænst og hækkun vaxta
Seðlabanka Bandaríkjanna öðrum hvorum megin við næstu áramót.
II Alþjóðleg efnahagsmál og viðskiptakjör
1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð
fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert
hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu
jákvæðir eða neikvæðir.
Heimild: Macrobond.
Vísitala
Mynd II-2
Vísitala óvæntra hagvísa1
Daglegar tölur 4. janúar 2010 - 30. október 2015
Bandaríkin Evrusvæðið Nýmarkaðsríki
-120
-100
-80
-60
-40
-20
0
20
40
60
80
100
120
140
2014 ‘152013201220112010
1. Framleiðsluvísitala (Manufacturing Purchasing Managers' Index,
PMI) fyrir framleiðendur í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. Vísitalan
er birt mánaðarlega og er árstíðarleiðrétt. Þegar gildi vísitölunnar er yfir
50 táknar það vöxt milli mánaða en ef hún er undir 50 táknar það samdrátt.
Heimildir: Bloomberg, Macrobond.
Vísitala
Mynd II-3
Leiðandi vísbendingar um hagvöxt1
Janúar 2008 - september 2015
Bandaríkin Evrusvæðið
30
34
38
42
46
50
54
58
62
‘152014201320122011201020092008
Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd II-1
Alþjóðlegur hagvöxtur
1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 2015
Bandaríkin Evrusvæðið Bretland
Japan Viðskiptalönd Íslands
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03