Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 32

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 32
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 32 INNLENT RAUNHAGKERFI Íbúðafjárfesting eykst minna á þessu ári en talið var í ágúst Á fyrri helmingi þessa árs dróst íbúðafjárfesting saman um rúm 13% milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar en gert hafði verið ráð fyrir um 5% aukningu í síðustu Peningamálum. Þessi þróun er því nokkuð á skjön við spár bankans og annarra spáaðila og einnig þær vísbendingar sem alla jafna er horft til við mat á fjárfestingarum- svifum á húsnæðismarkaði (mynd IV-9). Það sem af er ári hefur sem- entssala til mannvirkjagerðar að undanskilinni stóriðju og innflutningur á steypustyrktarjárni aukist nokkuð frá fyrra ári. Þessar vísbendingar haldast ágætlega í hendur við mat Samtaka iðnaðarins (SI) um að mikið hafi verið um byrjanir á íbúðarbyggingum á árinu. Eins hafa upplýsingar úr virðisaukaskattsskýrslum byggingaraðila og tölur um nýskráningar byggingarkrana sýnt talsverða aukningu frá sama tíma í fyrra og stutt enn frekar við mat SI. Þótt þessar tölur gefi ekki kost á að greina á milli þess sem tengist byggingu íbúðarhúsnæðis og þess sem tengist atvinnuhúsnæði, virðist líklegt að tölur Hagstofunnar um íbúðafjárfestingu verði hækkaðar við næstu endurskoðun. Í spánni er áætlað að íbúðafjárfesting aukist um tæplega 12% á þessu ári sem er þó 6 prósentum minni aukning en gert var ráð fyrir í ágúst. Einnig er áætlað að hækkun fasteignaverðs, sem hefur verið talsvert umfram hækkun byggingarkostnaðar undanfarið, og bætt staða heimila styðji við íbúðafjárfestingu á spátímanum. Mesti vöxtur fjárfestingar frá árinu 2006 Fjárfestingarþörf fyrirtækja til að mæta vaxandi eftirspurn heimila og mikilli aukningu útflutnings á síðustu misserum hefur farið vaxandi. Aukin atvinnuvegafjárfesting hefur að mestu leyti skýrt aukin fjárfest- ingarumsvif sem kemur ekki á óvart í ljósi þess að framleiðsluslakinn er talinn horfinn og spenna að myndast. Á þessu ári er áætlað að atvinnuvegafjárfesting standi fyrir langstærstum hluta vaxtar heildar- fjárfestingar sem spáð er að muni aukast um ríflega fimmtung (mynd IV-10). Gangi spáin eftir verður það mesti vöxtur á einu ári frá því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun stóðu sem hæst árið 2006. Nú er gert ráð fyrir heldur minni umsvifum í stóriðjutengdri fjárfestingu í ár en spáð var í ágúst en á móti er búist við meiri þunga á því næsta. Þegar horft er yfir spátímann í heild sinni eru horfur á aðeins meiri 1. Vísbendingarnar eru innflutningur steypustyrktarjárns, innflutningur annars byggingarefnis og sementssala án sölu til stóriðjufyrirtækja. Við matið á bilinu eru stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og mæld íbúðafjárfesting. Myndin sýnir hreyfanlegt meðaltal tveggja fjórðunga. Heimildir: Aalborg Portland Ísland, Hagstofa Íslands, Sementsverksmiðjan ehf., Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-9 Vísbendingar um íbúðafjárfestingu 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015 Íbúðafjárfesting Spá PM 2015/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um íbúðafjárfestingu1 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20181 Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja Skip og flugvélar -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Fjármunamyndun alls 201820152014201220112010 2016 20172013 Breyting milli Breyting 98 stærstu fyrirtækin 2014-2015 (%) milli 2015- Upphæðir í ma.kr. 2014 2015 2016 (síðasta könnun) 2016 (%) Sjávarútvegur (16) 5,9 8,9 9,0 49,3 (50,5) 1,7 Iðnaður (18) 4,8 3,8 3,8 -20,4 (-20,3) -0,8 Verslun (22) 5,1 6,3 7,3 24,1 (17,2) 16,7 Flutningar og ferðaþj. (7) 13,8 20,1 27,8 45,3 (78,1) 38,1 Fjármál/tryggingar (9) 5,1 4,7 6,2 -8,5 (8,7) 32,5 Fjölm. og upplýsingat. (7) 7,3 7,1 7,4 -2,9 (-4,5) 3,3 Þjónusta og annað (19) 14,6 15,1 14,4 3,5 (-15,5) -4,5 Alls (98) 56,6 65,9 75,8 16,4 (20,4) 15,0 1. Innan sviga er samanburður við síðustu könnun þegar spurt var um fjárfestingaráform 99 fyrirtækja fyrir árin 2014-2015 (Peningamál 2015/2). Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla IV-1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja (án skipa og flugvéla)1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.