Peningamál - 04.11.2015, Side 32

Peningamál - 04.11.2015, Side 32
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 32 INNLENT RAUNHAGKERFI Íbúðafjárfesting eykst minna á þessu ári en talið var í ágúst Á fyrri helmingi þessa árs dróst íbúðafjárfesting saman um rúm 13% milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar en gert hafði verið ráð fyrir um 5% aukningu í síðustu Peningamálum. Þessi þróun er því nokkuð á skjön við spár bankans og annarra spáaðila og einnig þær vísbendingar sem alla jafna er horft til við mat á fjárfestingarum- svifum á húsnæðismarkaði (mynd IV-9). Það sem af er ári hefur sem- entssala til mannvirkjagerðar að undanskilinni stóriðju og innflutningur á steypustyrktarjárni aukist nokkuð frá fyrra ári. Þessar vísbendingar haldast ágætlega í hendur við mat Samtaka iðnaðarins (SI) um að mikið hafi verið um byrjanir á íbúðarbyggingum á árinu. Eins hafa upplýsingar úr virðisaukaskattsskýrslum byggingaraðila og tölur um nýskráningar byggingarkrana sýnt talsverða aukningu frá sama tíma í fyrra og stutt enn frekar við mat SI. Þótt þessar tölur gefi ekki kost á að greina á milli þess sem tengist byggingu íbúðarhúsnæðis og þess sem tengist atvinnuhúsnæði, virðist líklegt að tölur Hagstofunnar um íbúðafjárfestingu verði hækkaðar við næstu endurskoðun. Í spánni er áætlað að íbúðafjárfesting aukist um tæplega 12% á þessu ári sem er þó 6 prósentum minni aukning en gert var ráð fyrir í ágúst. Einnig er áætlað að hækkun fasteignaverðs, sem hefur verið talsvert umfram hækkun byggingarkostnaðar undanfarið, og bætt staða heimila styðji við íbúðafjárfestingu á spátímanum. Mesti vöxtur fjárfestingar frá árinu 2006 Fjárfestingarþörf fyrirtækja til að mæta vaxandi eftirspurn heimila og mikilli aukningu útflutnings á síðustu misserum hefur farið vaxandi. Aukin atvinnuvegafjárfesting hefur að mestu leyti skýrt aukin fjárfest- ingarumsvif sem kemur ekki á óvart í ljósi þess að framleiðsluslakinn er talinn horfinn og spenna að myndast. Á þessu ári er áætlað að atvinnuvegafjárfesting standi fyrir langstærstum hluta vaxtar heildar- fjárfestingar sem spáð er að muni aukast um ríflega fimmtung (mynd IV-10). Gangi spáin eftir verður það mesti vöxtur á einu ári frá því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun stóðu sem hæst árið 2006. Nú er gert ráð fyrir heldur minni umsvifum í stóriðjutengdri fjárfestingu í ár en spáð var í ágúst en á móti er búist við meiri þunga á því næsta. Þegar horft er yfir spátímann í heild sinni eru horfur á aðeins meiri 1. Vísbendingarnar eru innflutningur steypustyrktarjárns, innflutningur annars byggingarefnis og sementssala án sölu til stóriðjufyrirtækja. Við matið á bilinu eru stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og mæld íbúðafjárfesting. Myndin sýnir hreyfanlegt meðaltal tveggja fjórðunga. Heimildir: Aalborg Portland Ísland, Hagstofa Íslands, Sementsverksmiðjan ehf., Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-9 Vísbendingar um íbúðafjárfestingu 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015 Íbúðafjárfesting Spá PM 2015/4 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um íbúðafjárfestingu1 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20181 Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja Skip og flugvélar -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Fjármunamyndun alls 201820152014201220112010 2016 20172013 Breyting milli Breyting 98 stærstu fyrirtækin 2014-2015 (%) milli 2015- Upphæðir í ma.kr. 2014 2015 2016 (síðasta könnun) 2016 (%) Sjávarútvegur (16) 5,9 8,9 9,0 49,3 (50,5) 1,7 Iðnaður (18) 4,8 3,8 3,8 -20,4 (-20,3) -0,8 Verslun (22) 5,1 6,3 7,3 24,1 (17,2) 16,7 Flutningar og ferðaþj. (7) 13,8 20,1 27,8 45,3 (78,1) 38,1 Fjármál/tryggingar (9) 5,1 4,7 6,2 -8,5 (8,7) 32,5 Fjölm. og upplýsingat. (7) 7,3 7,1 7,4 -2,9 (-4,5) 3,3 Þjónusta og annað (19) 14,6 15,1 14,4 3,5 (-15,5) -4,5 Alls (98) 56,6 65,9 75,8 16,4 (20,4) 15,0 1. Innan sviga er samanburður við síðustu könnun þegar spurt var um fjárfestingaráform 99 fyrirtækja fyrir árin 2014-2015 (Peningamál 2015/2). Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla IV-1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja (án skipa og flugvéla)1

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.