Peningamál - 04.11.2015, Síða 24

Peningamál - 04.11.2015, Síða 24
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 24 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR síðustu mánuði, sem m.a. birtist í bættu lánshæfismati, og smitáhrifa magnaðgerða (e. quantitative easing) helstu seðlabanka heimsins. Magnaðgerðirnar hafa þrýst niður líftímaálagi í þeim löndum og ýtt fjárfestum langtímaskuldabréfa í þessum ríkjum til annarra ríkja í leit að betri ávöxtun (sjá frekari umfjöllun í rammagrein 1). Lækkun lengri skuldabréfavaxta endurspeglar því líklega ekki nema að litlu leyti lækkun verðbólguvæntinga og væntinga um lækkun vaxta Seðlabankans næstu misserin. Túlkun vaxtaferilsins verður erfiðari fyrir vikið. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað Undir lok síðasta árs og aftur um mitt þetta ár hækkaði áhættuálag á erlendar skuldbindingar ríkissjóðs á flesta mælikvarða (mynd III-7). Líklegt er að óróleiki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft áhrif á þessa þróun. Álagið lækkaði aftur í sumar sem má væntanlega rekja til væntinga um bætta stöðu ríkissjóðs í kjölfar kynningar á áætlun stjórnvalda um losun hafta sem endurspeglaðist í bættu lánshæfi ríkissjóðs hjá öllum þremur alþjóðlegu matsfyrirtækjunum sem meta lánshæfi ríkissjóðs. Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar ríkissjóðs er nú rúmlega 1,2% sem er lítillega lægra en í ágúst en ½ prósentu lægra en það var hæst um miðbik ársins. Þá hefur vaxta- munur á lengri erlendri útgáfu ríkissjóðs og sambærilegum ríkisbréfum Bandaríkjanna og Þýskalands einnig minnkað á sama tímabili og mælist nú um 1½ prósenta. Vaxtakjör í alþjóðlegum útgáfum innlendra viðskiptabanka hafa hins vegar hækkað lítillega frá því í sumar þrátt fyrir bætt lánshæfismat bankanna (mynd III-8). Tímabundinn óróleiki á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum um það leyti sem útgáfan fór fram, sem tengdist m.a. ótta við harða lendingu í Kína og vaxandi áhyggjur af nýmarkaðsríkjum (sjá nánar í kafla II), hefur þó líklega haft áhrif á kjörin. Þessi óróleiki leiddi jafnframt til hækkunar áhættuálags á innlendar skuldbindingar fyrirtækja og fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Gengi krónunnar Gengi krónunnar hækkar … Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega 4½% miðað við vísi- tölu meðalgengis frá útgáfu Peningamála í ágúst og er nú um 193 stig (mynd III-9). Yfir sama tímabil hefur gengi krónu hækkað um u.þ.b. 3½% gagnvart evru og Bandaríkjadal og ríflega 5½% gagnvart bresku pundi. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum, m.a. vegna batnandi viðskiptakjara, hefur stutt við gengi krónunnar ásamt auknu gjaldeyrisinnflæði vegna nýfjárfestingar erlendra aðila. Hagvöxtur hefur einnig verið meiri hér á landi en í nágrannaríkjum og horfur á að svo verði áfram um sinn. Gengishækkunin skýrist því líklega að miklu leyti af hagfelldari þróun efnahagslegra grunnþátta (e. economic fundamentals) og væntingum um að vextir haldist þar með hærri hér á landi en í öðrum iðnríkjum. Hækkunin endurspeglar því bæði aðlögun gengisins að sterkari grunnþáttum og um leið miðlun harðara taum- halds innlendrar peningastefnu um gengisfarveginn á sama tíma og hnökrar hafa myndast í miðlun hennar í gegnum innlenda vexti eins og fjallað er um hér að framan. Mynd III-9 Gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 30. október 2015 Kr./EUR, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás) Vísitala 50 90 130 170 210 250 50 100 150 200 250 300 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 Prósentur Mynd III-8 Áhættuálag á skuldbindingar fyrirtækja og fjármálastofnana í Bandaríkjunum og íslenskra banka1 Daglegar tölur 2. janúar 2013 - 30. október 2015 1. Vaxtaálag á skuldabréf útgefin í Bandaríkjadölum fyrir fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum. Fyrir íslensku bankana er miðað við vaxtaálag við útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðli. Heimildir: Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Macrobond, Seðlabanki Bandaríkjanna í St. Louis. Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunn BBB Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunn BB Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunn B Íslenskir viðskiptabankar Arion banki til 3 ára í NOK Íslandsbanki til 4 ára í SEK Íslandsbanki (4 yr, SEK) Arion banki til 3 ára í EUR 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Íslandsbanki til 3 ára í EUR Landsbankinn til 3 ára í EUR 2013 2014 2015 Arion banki til 5 ára í NOK Íslandsbanki til 4 ára í SEK Íslandsbanki til 2 ára í EUR % Prósentur Mynd III-7 Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 30. október 2015 Heimild: Bloomberg. Skuldatryggingarálag ríkisins (v. ás) Vaxtamunur á íslensku og bandarísku ríkisskuldabréfi útgefnu í Bandaríkjadölum á gjalddaga árið 2022 (h. ás) Vaxtamunur á íslensku og þýsku ríkisskuldabréfi útgefnu í evrum á gjalddaga árið 2020 (h. ás) 0 1 2 3 4 5 0 1 2 3 4 5 2011 2012 2013 2014 2015

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.