Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 43

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 43
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 43 Rammagrein 1 Nýlegar sviptingar á innlendum skuldabréfamarkaði: fjármagnsinnflæði og lækkun óverðtryggðra langtímavaxta Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hækkaði skarpt á fyrri hluta ársins sem virðist einkum hafa endurspeglað hækkandi verðbólgu- væntingar markaðsaðila og aukna óvissu um verðbólguáhrif þeirra kjarasamninga sem framundan voru (sjá rammagrein 2 í Peninga- málum 2015/2). Í upphafi sumars tók álagið hins vegar að lækka á ný (mynd 1). Kjarasamningar höfðu nýlega verið samþykktir fyrir meirihluta almenna vinnumarkaðarins þar sem samið var um umtals- verðar launahækkanir, sem þó voru minni en margir höfðu óttast í ljósi hárra launakrafna. Óvissa um verðbólguhorfur var því talin hafa minnkað og peningastefnunefnd Seðlabankans hafði þegar brugðist við auknum verðbólguþrýstingi með hækkun vaxta og skilaboðum um frekari hækkun þeirra. Undanfarnar vikur hefur það síðan lækkað enn frekar og er álagið á lengri bréf nú lægra en það var í upphafi árs og langtíma- vextir ríkisbréfa orðnir svipaðir og meginvextir Seðlabankans (mynd 2). Vaxtaferillinn er því orðinn niðurhallandi (myndir 3 og 4). Hvað skýrir þessa snörpu lækkun ávöxtunarkröfu óverðtryggðra bréfa og þar með lækkun verðbólguálags á markaði? Og hvaða áhrif getur þróun sem þessi haft á framkvæmd og miðlun peningastefnunnar? Áhrifaþættir ávöxtunarkröfu óverðtryggðra skuldabréfa Ávöxtunarkrafa óverðtryggðs ríkisbréfs samanstendur af þremur meginþáttum: væntingum um þróun skammtímaraunvaxta yfir líf- tíma bréfsins, verðbólguvæntingum á sama tímabili og áhættuálagi. Breytingar á ávöxtunarkröfunni geta því endurspeglað breytingar í einum eða fleirum þessara þátta. Það er ekki einhlítt að meta niður- brot ávöxtunarkröfunnar í þessa einstöku þætti né heldur að túlka breytingar á þeim. Þetta á ekki síst við um áhættuálagið þar sem það nær í reynd yfir ólíkar tegundir álags, þ.e. verðbólguáhættu- álag (e. inflation risk premium), skuldaraáhættuálag (e. credit risk premium) og seljanleikaálag (e. liquidity premium). Áhættuálagið getur jafnframt verið mismunandi eftir líftíma skuldabréfanna og er jafnan hærra á langtímaskuldabréfum vegna meiri óvissu um fram- tíðarþróun undirliggjandi áhrifaþátta, m.a. verðbólgu, efnahagsum- svifa og vaxta. Ávöxtunarkrafa lengri skuldabréfa inniheldur því svo- kallað líftímaálag (e. term premium), þ.e. þá viðbótarávöxtun sem fjárfestar krefjast til að fjárfesta í lengri skuldabréfum umfram það að fjárfesta í röð styttri bréfa sama útgefanda. Líftímaálagið er yfirleitt jákvætt og vaxtaferillinn því oftast upphallandi. Það getur hins vegar breyst, m.a. ef mat fjárfesta á áhættu lengri skuldabréfa breytist eða eftirspurn eftir lengri bréfum breytist að gefnu framboði þeirra. Verðbólguvæntingar hafa að öllum líkindum lækkað … Niðurhallandi vaxtaferill vegna áðurnefndrar lækkunar ávöxtunar- kröfu óverðtryggðra bréfa getur að einhverju leyti endurspeglað væntingar um að skammtímaraunvextir verði nokkru lægri á næstu árum en vænst var fyrr á árinu. Ólíklegt verður þó að teljast að sá þáttur vegi þungt í þessari lækkun kröfu lengri bréfa enda almennt áfram búist við kröftugum hagvexti og aukinni spennu í þjóðar- búskapnum þótt nýleg verðbólguþróun hafi reynst hagstæðari en vænst hafði verið. Þannig bendir nýleg könnun Seðlabankans á væntingum markaðsaðila ekki til þess að þeir vænti þess að skamm- tímaraunvextir verði mun lægri til lengri tíma litið en í fyrri könnun. Önnur skýring á lækkun ávöxtunarkröfu lengri skuldabréfa gæti verið lækkun verðbólguvæntinga markaðsaðila til lengri tíma enda virðist ótti fjárfesta um aukna verðbólgu í kjölfar kjarasamninga hafa minnkað þar sem verðbólga hefur reynst minni en spár, m.a. Seðlabankans, bentu til. Þess sjást einnig merki í könnun bankans á væntingum markaðsaðila sem bendir til þess að þeir vænti heldur minni verðbólgu á næstunni en þeir gerðu áður. Hins vegar gefur könnunin til kynna að þeir vænti meiri verðbólgu eftir tvö ár og Mynd 1 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði¹ Daglegar tölur 4. janúar 2010 - 30. október 2015 % Verðbólguálag eftir 2 ár Verðbólguálag eftir 5 ár Verðbólguálag eftir 10 ár 1. Framvirkt verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa. Álagið er vísbending um væntingar um ársverðbólgu eftir tvö, fimm og tíu ár. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 1 2 3 4 5 6 20112010 2012 20142013 2015 % Mynd 2 Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra og verðtryggðra skuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 30. október 2015 Heimild: Seðlabanki Íslands. 2016 2017 2019 2031 Óverðtryggð ríkisbréf á gjalddaga: 2021 2024 2044 Verðtryggð ríkis- eða íbúðabréf á gjalddaga: 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2012 2013 2014 20152011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.