Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 49

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 49
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 49 RAMMAGREINAR fram erlendan.2 Samkvæmt stikamatinu í töflu 1 leiðir það til 3,5% lækkunar innflutningsverðs en 1,3% hækkunar útflutningsverðs í er- lendum gjaldmiðli. Í krónum talið lækkar útflutningsverð hins vegar um 1,2% og viðskiptakjör batna því um 2,3%. Raungengishækk- unin veldur því hins vegar að útflutningur dregst saman um 1,2% en innflutningur eykst um 4,9%. Þótt viðskiptakjör batni verða utan- ríkisviðskiptin því nokkru óhagstæðari og versnar vöru- og þjónustu- jöfnuður um sem nemur 1,5 prósentum af landsframleiðslu. Áhrifin á hreinan útflutning (magn útflutnings umfram magn innflutnings) eru meiri og versnar hann um sem nemur 2 prósentum af landsfram- leiðslu á föstu verði.3 Þetta eru hins vegar langtímaáhrif raungengisbreytingarinnar. Til skemmri tíma geta þau verið meiri eða minni. Til að meta skamm- tímaáhrifin og þann tíma sem það tekur langtímaáhrifin að koma fram er hægt að meta jöfnukerfið á svokölluðu villuleiðréttingarformi (e. error correction form).4 Mynd 1 sýnir áhrif raungengishækkunar- innar yfir fimmtán ára tímabil. Eins og sjá má eru langtímaáhrifin að stærstu leyti komin fram tveimur árum eftir hækkunina. Einnig sjást vísbendingar um yfirskot í áhrifum á útflutningsmagn og verð í erlendum gjaldmiðli og í viðskiptakjörum. Hefur útflutningur þróast í takt við það sem vænta mátti í kjölfar fjármálakreppunnar? Miklar sviptingar urðu í innlendum og alþjóðlegum efnahagsmálum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst árið 2007 en brast á hér á landi af fullum krafti ári síðar. Í kjölfarið drógust alþjóða- viðskipti verulega saman: þannig minnkaði viðskiptavegin eftirspurn helstu viðskiptalanda Íslands um 14% frá miðju ári 2008 til miðs árs 2009 og á sama tíma lækkaði hlutfallslegt verð útflutnings Íslend- inga um ríflega 20%. Þessi mikla raungengislækkun dró verulega úr neikvæðum áhrifum minni alþjóðlegrar eftirspurnar fyrir íslensk út- flutningsfyrirtæki með því að gera innlendan útflutning samkeppnis- hæfari og draga þannig úr samdráttaráhrifum efnahagskreppunnar, auk þess sem hún studdi við afkomu þeirra og vó á móti áhrifum verðlækkunar sem varð á erlendum mörkuðum. Þrátt fyrir þessar miklu sviptingar og mikinn samdrátt alþjóða- viðskipta hélt útflutningur frá Íslandi áfram að vaxa. Það er hins vegar áhugavert að skoða hvort vöxturinn hafi verið í takt við það 2. Hér er eingöngu fjallað um bein áhrif gengisbreytingar á utanríkisviðskipti og því eru ekki tekin með möguleg óbein áhrif hennar á innlenda eftirspurn og tekjur. 3. Hægt er að sýna fram á að áhrif gengisbreytingar á vöru- og þjónustujöfnuð eru [–1 + β(1 + f)]hx – α(1 + γ)hm þar sem hx og hm eru hlutföll verðmætis út- og innflutnings í nafnvirði vergrar landsframleiðslu (notast er við meðaltal áranna 1990-2014). Áhrif á framlag utanríkisviðskipta fást með sama hætti þar sem hlutföllin endurspegla raun- í stað nafnstærðir. Út frá þessu má einnig leiða Marshall-Lerner-skilyrðið sem lýsir því hvaða skilyrði teygnistikar inn- og útflutnings þurfi að uppfylla þannig að gengishækkun leiði til minni viðskiptaafgangs, þ.e. að β(1 + f) – α(1 + γ) – 1 < 0 (sem gerir ráð fyrir að í jafnvægi séu verðmætahlutföllin u.þ.b. þau sömu). Miðað við stikamatið í töflu 1 fæst gildið -0,38 og því er Marshall-Lerner-skilyrðið uppfyllt. Ef gert er ráð fyrir fullum gengisleka í inn- og útflutningsverð (β = 1 og α = – 1) fæst skilyrðið í sinni einföldu og betur þekktu útgáfu: f + γ + 1 < 0. 4. Á sem einfaldastan hátt má lýsa villuleiðréttingarlíkaninu sem (Δ táknar breytingu stærða) Δyt = r0 + r1Δyt-1 + ... + rnΔyt-n + κ1Δzt + ... + κmΔzt-m – l(yt-1 – πzt-1) þar sem y er innri stærðin sem á að skýra (verð eða magn inn- eða útflutnings) og z eru skýristærð- irnar í jöfnum (1)-(4). Síðasti liður jöfnunnar inniheldur því frávikið frá langtímajafn- væginu sem jöfnur (1)-(4) lýsa og l lýsir því hversu mikið af þessu fráviki er „leiðrétt“ á hverjum ársfjórðungi. Jafna á þessu formi er metin fyrir verð og magn inn- og útflutnings með sömu skýristærðum og langtímasamböndin auk árstíðargervibreyta. Jöfnurnar fyrir útflutningsverð og innflutningsmagn innihalda einnig gervibreytu sem tekur gildið 1 á fjórða ársfjórðungi 2008 en 0 annars. Innflutningsverðjafnan inniheldur sambærilega gervibreytu fyrir fyrsta ársfjórðung 2009. Þessar jöfnur skýra frá 65% (útflutningsverð) til 95% (innflutningsverð) af breytileika verðstærðanna og frá 75% (útflutningsmagn) til 83% (innflutningsmagn) af breytileika magnstærðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.