Peningamál - 04.11.2015, Side 49

Peningamál - 04.11.2015, Side 49
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 49 RAMMAGREINAR fram erlendan.2 Samkvæmt stikamatinu í töflu 1 leiðir það til 3,5% lækkunar innflutningsverðs en 1,3% hækkunar útflutningsverðs í er- lendum gjaldmiðli. Í krónum talið lækkar útflutningsverð hins vegar um 1,2% og viðskiptakjör batna því um 2,3%. Raungengishækk- unin veldur því hins vegar að útflutningur dregst saman um 1,2% en innflutningur eykst um 4,9%. Þótt viðskiptakjör batni verða utan- ríkisviðskiptin því nokkru óhagstæðari og versnar vöru- og þjónustu- jöfnuður um sem nemur 1,5 prósentum af landsframleiðslu. Áhrifin á hreinan útflutning (magn útflutnings umfram magn innflutnings) eru meiri og versnar hann um sem nemur 2 prósentum af landsfram- leiðslu á föstu verði.3 Þetta eru hins vegar langtímaáhrif raungengisbreytingarinnar. Til skemmri tíma geta þau verið meiri eða minni. Til að meta skamm- tímaáhrifin og þann tíma sem það tekur langtímaáhrifin að koma fram er hægt að meta jöfnukerfið á svokölluðu villuleiðréttingarformi (e. error correction form).4 Mynd 1 sýnir áhrif raungengishækkunar- innar yfir fimmtán ára tímabil. Eins og sjá má eru langtímaáhrifin að stærstu leyti komin fram tveimur árum eftir hækkunina. Einnig sjást vísbendingar um yfirskot í áhrifum á útflutningsmagn og verð í erlendum gjaldmiðli og í viðskiptakjörum. Hefur útflutningur þróast í takt við það sem vænta mátti í kjölfar fjármálakreppunnar? Miklar sviptingar urðu í innlendum og alþjóðlegum efnahagsmálum í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst árið 2007 en brast á hér á landi af fullum krafti ári síðar. Í kjölfarið drógust alþjóða- viðskipti verulega saman: þannig minnkaði viðskiptavegin eftirspurn helstu viðskiptalanda Íslands um 14% frá miðju ári 2008 til miðs árs 2009 og á sama tíma lækkaði hlutfallslegt verð útflutnings Íslend- inga um ríflega 20%. Þessi mikla raungengislækkun dró verulega úr neikvæðum áhrifum minni alþjóðlegrar eftirspurnar fyrir íslensk út- flutningsfyrirtæki með því að gera innlendan útflutning samkeppnis- hæfari og draga þannig úr samdráttaráhrifum efnahagskreppunnar, auk þess sem hún studdi við afkomu þeirra og vó á móti áhrifum verðlækkunar sem varð á erlendum mörkuðum. Þrátt fyrir þessar miklu sviptingar og mikinn samdrátt alþjóða- viðskipta hélt útflutningur frá Íslandi áfram að vaxa. Það er hins vegar áhugavert að skoða hvort vöxturinn hafi verið í takt við það 2. Hér er eingöngu fjallað um bein áhrif gengisbreytingar á utanríkisviðskipti og því eru ekki tekin með möguleg óbein áhrif hennar á innlenda eftirspurn og tekjur. 3. Hægt er að sýna fram á að áhrif gengisbreytingar á vöru- og þjónustujöfnuð eru [–1 + β(1 + f)]hx – α(1 + γ)hm þar sem hx og hm eru hlutföll verðmætis út- og innflutnings í nafnvirði vergrar landsframleiðslu (notast er við meðaltal áranna 1990-2014). Áhrif á framlag utanríkisviðskipta fást með sama hætti þar sem hlutföllin endurspegla raun- í stað nafnstærðir. Út frá þessu má einnig leiða Marshall-Lerner-skilyrðið sem lýsir því hvaða skilyrði teygnistikar inn- og útflutnings þurfi að uppfylla þannig að gengishækkun leiði til minni viðskiptaafgangs, þ.e. að β(1 + f) – α(1 + γ) – 1 < 0 (sem gerir ráð fyrir að í jafnvægi séu verðmætahlutföllin u.þ.b. þau sömu). Miðað við stikamatið í töflu 1 fæst gildið -0,38 og því er Marshall-Lerner-skilyrðið uppfyllt. Ef gert er ráð fyrir fullum gengisleka í inn- og útflutningsverð (β = 1 og α = – 1) fæst skilyrðið í sinni einföldu og betur þekktu útgáfu: f + γ + 1 < 0. 4. Á sem einfaldastan hátt má lýsa villuleiðréttingarlíkaninu sem (Δ táknar breytingu stærða) Δyt = r0 + r1Δyt-1 + ... + rnΔyt-n + κ1Δzt + ... + κmΔzt-m – l(yt-1 – πzt-1) þar sem y er innri stærðin sem á að skýra (verð eða magn inn- eða útflutnings) og z eru skýristærð- irnar í jöfnum (1)-(4). Síðasti liður jöfnunnar inniheldur því frávikið frá langtímajafn- væginu sem jöfnur (1)-(4) lýsa og l lýsir því hversu mikið af þessu fráviki er „leiðrétt“ á hverjum ársfjórðungi. Jafna á þessu formi er metin fyrir verð og magn inn- og útflutnings með sömu skýristærðum og langtímasamböndin auk árstíðargervibreyta. Jöfnurnar fyrir útflutningsverð og innflutningsmagn innihalda einnig gervibreytu sem tekur gildið 1 á fjórða ársfjórðungi 2008 en 0 annars. Innflutningsverðjafnan inniheldur sambærilega gervibreytu fyrir fyrsta ársfjórðung 2009. Þessar jöfnur skýra frá 65% (útflutningsverð) til 95% (innflutningsverð) af breytileika verðstærðanna og frá 75% (útflutningsmagn) til 83% (innflutningsmagn) af breytileika magnstærðanna.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.