Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 41

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 41
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 41 VERÐBÓLGA þann undirliggjandi verðbólguþrýsting sem er fyrir hendi. Horfur eru því á að verðbólga aukist á ný þegar áhrif lækkunar alþjóðlegs vöru- verðs fjara út (sjá umfjöllun um áhættumat verðbólgu í kafla I). Launakostnaðar líklega vanmetinn Hagstofa Íslands birti í september sl. endurskoðaðar tölur um launa- kostnað á grundvelli þjóðhagsreikninga fyrir árin 2007-2014. Tölur þjóðhagsreikninga fyrir laun og launatengd gjöld breytast gjarnan nokkuð við hverja endurskoðun (mynd V-8). Endurskoðunin nú sýnir að laun á ársverk voru að meðaltali heldur hærri á þessum árum en áður var talið, en áhrif endurskoðunarinnar eru nokkuð misjöfn eftir árum. Hlutfall launakostnaðar (þ.e. launa og launatengdra gjalda) af vergum þáttatekjum var 62,2% í fyrra og hafði hækkað um ríflega 2 prósentur milli ára (mynd V-9). Hlutfallið var þá orðið 1,3 prósentum hærra en tuttugu ára sögulegt meðaltal og gangi grunnspáin eftir verður það orðið álíka hátt árið 2018 og það var hæst árin 2006-2007 í aðdraganda fjármálakreppunnar. Launahækkanir sem kveðið er á um í nýgerðum kjarasamningum hafa komið fram í launavísitölunni í takt við það sem gert var ráð fyrir í síðustu spá og launaskrið verið svipað (sjá nánari umfjöllum um hvernig launaþróun er metin í rammagrein 4). Launavísitalan hækkaði um 3,5% milli fjórðunga á þriðja fjórðungi ársins og nam hækkun hennar frá þriðja fjórðungi síðasta árs 7,9%. Úrskurður gerðardóms vegna bróðurparts félaga í Bandalagi há- skóla manna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kvað á um töluvert meiri launahækkanir en voru í þeim samningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði á undanförnum mánuðum sem þó gerðu ráð fyrir verulegum launahækkunum. Kostnaðarauki vegna samninga sem gerðir voru við stór félög opinberra starfsmanna í lok október er svip- aður og úrskurður gerðardóms. Það reynir því á endurskoðunarákvæði kjarasamninganna á almennum vinnumarkaði en ein af forsendum þeirra samninga var að launastefna þeirra yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Viðræður hafa því verið í gangi meðal forsvars- manna á almennum og opinberum vinnumarkaði þar sem reynt hefur verið að komast að samkomulagi um breytingar á launum og réttindum og leitast þannig við að koma í veg fyrir að samningum verði sagt upp í febrúar nk. en þá reynir á endurskoðunarákvæði samninganna. Skrifað hefur verið undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjara- samninga en ekki hefur náðst endanleg niðurstaða um hvað gert verður í tengslum við endurskoðun kjarasamninga í febrúar á næsta ári. Allar hugmyndir sem ræddar hafa verið á þessum vettvangi hafa í för með sér meiri hækkun launakostnaðar en gert var ráð fyrir í ágústspánni og hefur í forsendum núverandi spár að hluta verið tekið mið af þessum hugmyndum. Einnig eru hækkanir í samningum opinberra starfsmanna meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá vegna úrskurðar gerðardóms og þeirra samninga sem gerðir voru við félög ríkisstarfsmanna í lok október. Eins og í síðustu spá er gert ráð fyrir að hækkunin verði aftur- virk frá byrjun maí sl. Laun munu því hækka meira á samningstíma- bilinu en spáð var í ágúst. Náist hins vegar endanlegt samkomulag á vinnumarkaði í þá veru sem þar hefur verið á borðinu munu laun hækka meira en nú er spáð. Miðað við þá spennu sem virðist vera Mynd V-7 Væntingar fyrirtækja um aðfanga- og afurðaverð á næstu sex mánuðum 2002-20151 Hlutfall stjórnenda (%) Hlutfall stjórnenda sem býst við að verð vöru og þjónustu á innlendum markaði hækki Hlutfall stjórnenda sem býst við að aðfangaverð hækki 1. Brotalínur sýna meðaltöl frá 2002. Heimild: Gallup. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 ‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02 Mynd V-8 Laun á ársverk Breyting frá fyrra ári (%) September 2015 Mars 2015 Bil sem tölur Hagstofu Íslands hafa legið á Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 2014201320122011201020092008 1. 20 ára meðaltal er 60,9% (1997 grunnur). Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd V-9 Hlutfall launa og launatengdra gjalda af vergum þáttatekjum 1995-20181 % af vergum þáttatekjum Frávik frá 20 ára meðaltali (prósentur) Frávik frá 20 ára meðaltali (h. ás) Launahlutfall (v. ás) 50 52 54 56 58 60 62 64 66 68 70 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘13‘11 ‘17‘15‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.