Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 62

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 62
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 62 RAMMAGREINAR hafa í huga að núverandi þjóðhagslíkan var ekki tekið í notkun fyrr en í ársbyrjun 2006 og að bankinn gerði ekki spár um þróun gengis krónunnar og vaxta bankans fyrr en á árinu 2007.3 Síðustu ár hafa þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans byggst á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldist nær óbreytt út spátímann. Reynslan sýnir að stórar skekkjur í verðbólguspám á Íslandi eru yfirleitt tengdar sveiflum í gengi krónunnar, líkt og sjá má á mynd 2, en fylgni milli tölugilda spáskekkja í verðbólgu og gengi er 0,64. Að síðustu eru spár bankans á undanförnum árum bornar saman á mynd 3. Staðalfrávik spáskekkja var að meðaltali 0,5% árið 2014 sem er heldur slakari árangur en árin 2012 og 2013 þar sem staðalfrávik spáskekkja var 0,4%. Spáskekkjurnar voru töluvert meiri þegar spáð var þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann árið 2014 en undanfarin tvö ár. Litast sá munur af ófyrirséðum lækkunum olíu- verðs undir lok árs 2014. Spáskekkjurnar eru áberandi meiri fyrir spár um síðasta ársfjórðung ársins 2014 og fyrsta ársfjórðung ársins 2015 en þá komu áhrif lækkunar olíuverðs inn í verðlag og verðbólga því ofmetin. Samanburður á nokkrum aðferðum við að spá verðbólgu Einföld tímaraðalíkön sem spá verðbólgu eru einnig notuð við spá- gerðina. Til að meta árangur verðbólguspáa Seðlabankans er hægt að bera saman spáskekkjur í spám bankans og spáskekkjur þessara einföldu tímaraðalíkana (mynd 4).4 Til viðmiðunar eru þrjú ARIMA- líkön, einfalt kostnaðarlíkan, ráfferill og VEC-líkan.5 Þegar litið er yfir árið 2014 sést að spár bankans reyndust bestar þrjá og fjóra ársfjórð- unga fram í tímann. Einfalt kostnaðarlíkan og VEC-líkan eru hins vegar með minni spáskekkjur þegar spáð er einn ársfjórðung fram í tímann en einfalt kostnaðarlíkan nær bestum árangri þegar spáð er tvo ársfjórðunga fram í tímann. Þegar spáskekkjur til mislangs tíma eru bornar saman sést að spáskekkja í spá bankans er minnst einn ársfjórðung fram í tímann en svipuð tvo til fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Fyrir hin spálíkönin eykst spáskekkjan hins vegar þegar spáð er lengra fram á veginn. Einnig getur verið upplýsandi að bera spárnar saman við spá þar sem gert er ráð fyrir sömu verðbólgu og á síðasta ársfjórðungi út spátímabilið. Slík spá hefði lægstu spáskekkjuna ef breytingar í verð- bólgu væru slembistærð með vænt gildi núll, þ.e. ef verðbólga fylgdi ráfferli (e. random walk). Einfaldar spáaðferðir af þessu tagi eru oft notaðar til viðmiðunar þegar verið er að meta gæði spáa. Góð spá ætti að vera nákvæmari en einfalda ráfferilsspáin. Þegar spáð var einn ársfjórðung fram í tímann kom í ljós að öll líkönin stóðu sig bet- ur en einfalda ráfferilsspáin. Ekki er sömu sögu að segja um spárnar 3. Sjá umfjöllun í grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar (2007), „Birting eigin stýrivaxtaspár eykur áhrifamátt peningastefnu seðlabanka“, Peningamál 2007/1, 71-86. 4. Í öllum líkönum er þess gætt að þau hafi sömu upplýsingar um verðbólgu þegar spá fer fram. Við samanburðinn verður að hafa í huga að ekki er um fyllilega óháðar spár að ræða því að endanleg spá bankans hverju sinni tekur oft tillit til niðurstaðna einföldu tíma raðalíkananna, einkum til skamms tíma. 5. Samkvæmt einfalda kostnaðarlíkaninu ræðst verðbólga af sögulegri þróun launakostn- aðar á framleidda einingu og innflutningsverðlags í innlendum gjaldmiðli. ARIMA-líkan 1 er byggt á spám fyrir helstu undirliði vísitölu neysluverðs og þeir eru síðan vegnir saman í eina heildarvísitölu. Tólf undirliðir vísitölu neysluverðs skiptast í búvörur án grænmetis, grænmeti, aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur, aðrar innlendar vörur, innfluttar mat- og drykkjarvörur, nýja bíla ásamt varahlutum, bensín, aðrar innfluttar vörur, áfengi og tóbak, húsnæði, opinbera þjónustu og að lokum aðra þjónustu. ARIMA-líkan 2 spáir vísitölu neysluverðs beint en ARIMA-líkan 3 spáir heildarvísitölunni án áhrifa óbeinna skatta og er metnum áhrifum af skattabreytingum bætt við. Umfjöllun um notkun ARIMA-líkana við verðbólguspár má t.d. finna í A. Meyler, G. Kenny og T. Quinn (1998), „Forecasting Irish inflation using ARIMA models“, Central Bank of Ireland, Technical Paper, nr. 3/RT/98. VEC-líkanið (e. vector error correction model) er margvítt tímaraða- líkan sem tekur mið af þróun innflutningsverðlags, framleiðsluspennu og launakostnaðar. Mynd 3 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum 2009-20141 Staðalfrávik (%) 1. Fyrsti ársfjórðungurinn sem er spáð er fjórðungurinn þegar Peningamál eru birt. Annar ársfjórðungurinn er næsti fjórðungur eftir birtingu Peningamála. Þriðji ársfjórðungurinn er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2009 2010 2011 2012 2013 2014 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 2,0 4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj. Mynd 4 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum og ýmsum einföldum líkönum árið 20141 Staðalfrávik (%) 1. Fyrsti ársfjórðungurinn sem er spáð er fjórðungurinn þegar Peningamál eru birt. Annar ársfjórðungurinn er næsti fjórðungur eftir birtingu Peninga- mála. Þriðji ársfjórðungurinn er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Peningamál Einfalt kostnaðarlíkan ARIMA-líkan 1 ARIMA-líkan 2 ARIMA-líkan 3 Ráfferilll VEC-líkan 0,0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0,9 1,0 4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj. Mynd 2 Spáskekkjur í verðbólguspám Seðlabankans og frávik meðalgengis frá spáðu gengi 2001-2014 Spár eitt ár fram í tímann Tölugildi spáskekkja í gengisspám (%) Heimild: Seðlabanki Íslands. Tölugildi spáskekkja í verðbólguspám (%) PM 2005/4 PM 2007/3PM 2008/1PM 2008/2 PM 2008/3 PM 2009/2 0 5 10 15 20 25 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.