Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 34

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 34
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 34 INNLENT RAUNHAGKERFI framleiðslu lækka hins vegar á sama tíma samkvæmt frumvarpinu eins og jafnan á við í efnahagsbata (sjá nánar umfjöllun um fjárlaga- frumvarp ársins 2016 í rammagrein 3). Samkvæmt spá Seðlabankans verður raunvöxtur frumgjalda minni en hagvöxtur og því lækkar hlut- fall frumgjalda án óreglulegra liða um liðlega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu. Um þessar forsendur er hins vegar nokkur óvissa, sér- staklega þegar horft er til mögulegs útgjaldaþrýstings í tengslum við auknar sértekjur ríkissjóðs samhliða haftalosun (sjá einnig umfjöllun um óvissuþætti í kafla I). Aðhald ríkisfjármála slaknar fram til ársins 2017 Aðhaldsstig ríkisfjármála endurspeglast í frumjöfnuði leiðréttum fyrir áhrifum hagsveiflunnar (sjá umfjöllun um framleiðsluspennu síðar í þessum kafla). Mælt í breytingu á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði versnar afkoma ríkissjóðs um samtals 1,6 prósentur á árabilinu 2015- 2018. Mest er tilslökunin í ár og á því næsta eða um 0,9 og 0,7 prósentur hvort ár (mynd IV-13). Þrátt fyrir bata á heildarjöfnuði minnkar því aðhaldsstig ríkisfjármála þar sem afgangur á frumjöfnuði eykst ekki samhliða því að vannýtt framleiðslugeta hverfur og fram- leiðsluspenna myndast. Þetta er einnig nokkru meiri slaki en gert var ráð fyrir í maíspá bankans þegar síðast var lagt mat á aðhaldsstig ríkisfjármála. Skuldir ríkissjóðs lækka hratt Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir hraðri niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs þótt ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa af áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta á ríkisfjármálin að öðru leyti en því að skuldabréf Seðlabankans verður greitt upp af ríkissjóði á fyrri hluta næsta árs.2 Sú uppgreiðsla nemur um 6% af landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir annarri sérstakri niðurgreiðslu í tengslum við sölu á 30% hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Í lok síðasta árs var skulda- hlutfall ríkissjóðs 75% af landsframleiðslu en verður komið í 62% í lok þessa árs samkvæmt áætlun frumvarpsins. Með ofangreindum sérstökum niðurgreiðslum lækkar hlutfallið enn frekar niður í tæp 50% af landsframleiðslu í lok næsta árs en í spá Peningamála 2015/2 var áætlað að hlutfallið yrði 61%. Breytingin frá þeirri spá skýrist til helminga af uppgreiðslu Seðlabankabréfsins og uppkaupum ríkissjóðs á útistandandi skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjadölum sem gefin var út til að styrkja gjaldeyrisforðann árið 2011. Þau uppkaup lækkuðu vergar skuldir ríkissjóðs um 2,7% af landsframleiðslu en auk þeirra hefur Avens-skuldabréfið og lán sem tekin voru í tengslum við efna- hagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verið greidd upp.3 Fjármögnun ríkissjóðs á gjaldeyrisvaraforðanum hefur því minnkað. Í spánni er áætlað að vergar skuldir ríkissjóðs og hins opinbera nemi 45% og 53% af landsframleiðslu í lok árs 2018. Það myndi þýða að 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjársýsla ríkisins, Seðlabanki íslands. Prósentur Mynd IV-13 Breyting í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2012-20181 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2018201720162015201420132012 Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabanki íslands. Mynd IV-14 Vergar skuldir hins opinbera Ísland 2010-2018 Skuldastaða 2018 % af VLF 0 50 100 150 200 250 20 14 20 16 20 18 20 12 20 10 Sv íþ jó ð D an m ör k Fi nn la nd H ol la nd Þý sk al an d K an ad a Br et la nd Fr ak kl an d Sp án n Ev ru sv æ ði ð Ba nd ar ík in Ír la nd K ýp ur Po rt úg al Ít al ía G rik kl an d Ja pa n 2. Stjórnvöld styrktu eiginfjárstöðu Seðlabankans með því að gefa út sérstakt skuldabréf. 3. Avens-skuldabréfið var tilkomið vegna kaupa ríkissjóðs á eignavörðum skuldabréfum Avens B.V. sem var félag í eigu gamla Landsbankans. Bankinn hafði sumarið 2008 fengið fyrirgreiðslu hjá Evrópska Seðlabankanum í Lúxemborg (ECB) gegn veði í skuldabréfum Avens B.V. Eignir Avens B.V. voru fyrst og fremst íslensk skuldabréf og varð félagið stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.