Peningamál - 04.11.2015, Síða 34

Peningamál - 04.11.2015, Síða 34
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 34 INNLENT RAUNHAGKERFI framleiðslu lækka hins vegar á sama tíma samkvæmt frumvarpinu eins og jafnan á við í efnahagsbata (sjá nánar umfjöllun um fjárlaga- frumvarp ársins 2016 í rammagrein 3). Samkvæmt spá Seðlabankans verður raunvöxtur frumgjalda minni en hagvöxtur og því lækkar hlut- fall frumgjalda án óreglulegra liða um liðlega 1% af landsframleiðslu á tímabilinu. Um þessar forsendur er hins vegar nokkur óvissa, sér- staklega þegar horft er til mögulegs útgjaldaþrýstings í tengslum við auknar sértekjur ríkissjóðs samhliða haftalosun (sjá einnig umfjöllun um óvissuþætti í kafla I). Aðhald ríkisfjármála slaknar fram til ársins 2017 Aðhaldsstig ríkisfjármála endurspeglast í frumjöfnuði leiðréttum fyrir áhrifum hagsveiflunnar (sjá umfjöllun um framleiðsluspennu síðar í þessum kafla). Mælt í breytingu á hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði versnar afkoma ríkissjóðs um samtals 1,6 prósentur á árabilinu 2015- 2018. Mest er tilslökunin í ár og á því næsta eða um 0,9 og 0,7 prósentur hvort ár (mynd IV-13). Þrátt fyrir bata á heildarjöfnuði minnkar því aðhaldsstig ríkisfjármála þar sem afgangur á frumjöfnuði eykst ekki samhliða því að vannýtt framleiðslugeta hverfur og fram- leiðsluspenna myndast. Þetta er einnig nokkru meiri slaki en gert var ráð fyrir í maíspá bankans þegar síðast var lagt mat á aðhaldsstig ríkisfjármála. Skuldir ríkissjóðs lækka hratt Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir hraðri niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs þótt ekki hafi verið tekið tillit til áhrifa af áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta á ríkisfjármálin að öðru leyti en því að skuldabréf Seðlabankans verður greitt upp af ríkissjóði á fyrri hluta næsta árs.2 Sú uppgreiðsla nemur um 6% af landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir annarri sérstakri niðurgreiðslu í tengslum við sölu á 30% hlut ríkissjóðs í Landsbankanum. Í lok síðasta árs var skulda- hlutfall ríkissjóðs 75% af landsframleiðslu en verður komið í 62% í lok þessa árs samkvæmt áætlun frumvarpsins. Með ofangreindum sérstökum niðurgreiðslum lækkar hlutfallið enn frekar niður í tæp 50% af landsframleiðslu í lok næsta árs en í spá Peningamála 2015/2 var áætlað að hlutfallið yrði 61%. Breytingin frá þeirri spá skýrist til helminga af uppgreiðslu Seðlabankabréfsins og uppkaupum ríkissjóðs á útistandandi skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjadölum sem gefin var út til að styrkja gjaldeyrisforðann árið 2011. Þau uppkaup lækkuðu vergar skuldir ríkissjóðs um 2,7% af landsframleiðslu en auk þeirra hefur Avens-skuldabréfið og lán sem tekin voru í tengslum við efna- hagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verið greidd upp.3 Fjármögnun ríkissjóðs á gjaldeyrisvaraforðanum hefur því minnkað. Í spánni er áætlað að vergar skuldir ríkissjóðs og hins opinbera nemi 45% og 53% af landsframleiðslu í lok árs 2018. Það myndi þýða að 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjársýsla ríkisins, Seðlabanki íslands. Prósentur Mynd IV-13 Breyting í hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði ríkissjóðs 2012-20181 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2018201720162015201420132012 Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabanki íslands. Mynd IV-14 Vergar skuldir hins opinbera Ísland 2010-2018 Skuldastaða 2018 % af VLF 0 50 100 150 200 250 20 14 20 16 20 18 20 12 20 10 Sv íþ jó ð D an m ör k Fi nn la nd H ol la nd Þý sk al an d K an ad a Br et la nd Fr ak kl an d Sp án n Ev ru sv æ ði ð Ba nd ar ík in Ír la nd K ýp ur Po rt úg al Ít al ía G rik kl an d Ja pa n 2. Stjórnvöld styrktu eiginfjárstöðu Seðlabankans með því að gefa út sérstakt skuldabréf. 3. Avens-skuldabréfið var tilkomið vegna kaupa ríkissjóðs á eignavörðum skuldabréfum Avens B.V. sem var félag í eigu gamla Landsbankans. Bankinn hafði sumarið 2008 fengið fyrirgreiðslu hjá Evrópska Seðlabankanum í Lúxemborg (ECB) gegn veði í skuldabréfum Avens B.V. Eignir Avens B.V. voru fyrst og fremst íslensk skuldabréf og varð félagið stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.