Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 21
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
21
III Peningastefnan og innlendir fjármálamarkaðir
Meginvextir Seðlabankans hafa hækkað og taumhald peningastefn-
unnar styrkst frá Peningamálum í ágúst. Raunvextir á markaði hafa
hins vegar ekki fylgt eftir sem bendir til þess að brestir séu komnir í
miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið. Í staðinn virðist miðlunin í
auknum mæli eiga sér stað um gengisfarveginn en gengi krónunnar
hefur hækkað nokkuð frá því í ágúst. Markaðsaðilar virðast vænta
minni vaxtahækkana til loka þessa árs en þeir gerðu í ágúst. Þótt lík-
lega hafi dregið eitthvað úr svartsýni þeirra um verðbólguhorfur er
líklegt að meginástæða mikillar lækkunar lengri skuldabréfavaxta sé
aukið innflæði fjármagns tengt nýfjárfestingu erlendra aðila. Það er
um leið ein meginástæða þess að brestir eru komnir í miðlunina um
vaxtafarveginn. Vöxtur peningamagns hefur tekið að aukast á ný eftir
að það hægði tímabundið á vextinum í fyrra og í upphafi þessa árs og
aukning er í útlánum til heimila og atvinnufyrirtækja. Eignaverð hefur
hækkað og skuldahlutföll lækkað. Þá hefur aðgengi að lánsfé aukist
og vextir íbúðalána hluta lífeyrissjóða lækkað. Fjármálaleg skilyrði
einkageirans hafa því batnað.
Peningastefnan
Nafnvextir Seðlabanka Íslands hafa hækkað
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í ágúst
sl. að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur en að halda þeim
óbreyttum á fundi sínum í september sl. Meginvextir Seðlabankans,
þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum fjármálafyrirtækja hjá bank-
anum, voru því 5,5% fyrir útgáfu þessa heftis Peningamála og hafa
hækkað um 1 prósentu frá því um miðjan júní. Á septemberfundinum
ákvað nefndin einnig að hækka bindiskylduhlutfall innlánsstofnana úr
2% í 4% frá og með bindiskyldutímabilinu sem hófst hinn 21. október
sl. Tilgangur aðgerðarinnar var ekki að hafa áhrif á aðhaldsstig pen-
ingastefnunnar heldur að auðvelda Seðlabankanum stýringu á lausu
fé í umferð vegna mikilla gjaldeyriskaupa bankans að undanförnu
og að treysta lausafjárstöðu fjármálastofnana í aðdraganda uppgjörs
slitabúa og áformaðs útboðs svokallaðra aflandskróna.
Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði með krónur hafa
hækkað í takt við meginvexti bankans og sem fyrr haldist í neðri
hluta vaxtagangsins nálægt meginvöxtum bankans (mynd III-1).
Samþykktir vextir í víxlaútboðum viðskiptabanka hafa einnig hækkað
í takt við meginvexti bankans ólíkt vöxtum í útboðum ríkisvíxla sem
eru nú allt að 2 prósentum undir gólfi vaxtagangsins. Skýrist það að
öllum líkindum af aukinni eftirspurn aflandskrónueigenda í kjölfar þess
að fjárfestingarkostir þeirra urðu einskorðaðir við ríkisvíxla í mars sl. til
að undirbúa losun fjármagnshafta.
Raunvextir bankans hafa einnig hækkað …
Taumhald peningastefnunnar, mælt með raunvöxtum Seðlabankans,
hefur styrkst frá Peningamálum í ágúst. Raunvextir bankans hafa
hækkað um ½ prósentu miðað við liðna verðbólgu, í um 3½%, og
um tæpa prósentu miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á
Mynd III-1
Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma-
markaðsvextir
Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 30. október 2015
%
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Daglánavextir
Vextir á veðlánum
Vextir til einnar nætur á millibankamarkaði
Vextir á 7 daga bundnum innlánum
Vextir á 1 mánaðar bundnum innlánum
Hámarksvextir 28 daga innstæðubréfa
Vextir á viðskiptareikningum
3
4
5
6
7
8
20122011 2013 2014 2015