Peningamál - 04.11.2015, Side 37

Peningamál - 04.11.2015, Side 37
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 37 INNLENT RAUNHAGKERFI hefur meðalvinnustundum þó fjölgað hægt frá árinu 2011 og var enn nokkuð í land á þriðja fjórðungi ársins að fjöldinn næði meðaltali fjórð- ungsins á árunum 2003-2015 og enn lengra í meðaltal fjórðungsins á tímabilinu fyrir fjármálakreppuna. Samkvæmt VMK jókst atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi einn- ig nokkuð á milli ára og fólki utan vinnumarkaðar hélt áfram að fækka. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi mældist 4% á þriðja fjórðungi ársins og minnkaði um 0,2 prósentur milli fjórðunga.4 Það minnkaði þó minna en sem nemur hækkun hlutfalls starfandi þar sem töluverð aukning varð á atvinnuþátttöku (mynd IV-18). Aukin bjartsýni um atvinnuhorfur Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups, sem var framkvæmd í ágúst og september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, eru þau töluvert bjartsýnni á nýráðningar en í þeirri könnun sem gerð var um það leyti sem lokið var við gerð kjarasamninga í vor (mynd IV-19). Samkvæmt haustkönnuninni vildu rúmlega 17 prósentum fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki frekar en fækka á næstu sex mánuðum. Samkvæmt könnuninni nú vilja bæði fleiri fyrirtæki fjölga starfs- fólki og færri vilja fækka en í sumarkönnuninni. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum nema ferðaþjónustu voru bjartsýnni á ráðningar en í sumarkönnuninni. Almenningur virðist einnig vera nokkuð bjartsýnn varðandi atvinnuhorfur og hafa væntingar til atvinnuástandsins sam- kvæmt væntingavísitölu Gallups í október ekki mælst hærri frá því í sama mánuði árið 2007. Aukin vinnuaflsnotkun frekar en framleiðniaukning í efnahagsbatanum Eins og segir hér að ofan hefur fjölgun heildarvinnustunda verið mikil á árinu. Á fyrri hluta ársins var hagvöxtur þó meiri en sem nemur fjölgun heildarvinnustunda og því mælist aukning í framleiðni vinnuafls sem er umfram það sem sést hefur á síðustu misserum en framleiðni vinnu- afls hefur nánast staðið í stað sl. fimm ár. Núverandi bataskeið er því töluvert ólíkt fyrri bataskeiðum varðandi hægan bata í framleiðni (mynd IV-20). Þessi þróun er að vísu í takt við það sem víða má sjá á meðal þróaðra hagkerfa á undanförnum árum (sjá umfjöllun í kafla IV í Peningamálum 2015/2). Í ár er spáð liðlega 1% framleiðniaukningu milli ára og gangi spáin eftir verður þróun næstu ára áþekk því. Það er lítillega meiri framleiðniaukning en í síðustu spá þar sem spáð er meiri hagvexti, en umtalsvert minni aukning en sl. þrjátíu ár, þegar fram- leiðni jókst að jafnaði um hátt í 2% á ári. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Fyrirtækjum sem telja vera skort á starfsfólki hefur fjölgað töluvert Slaki á vinnumarkaði virðist hafa verið töluvert minni á þriðja árs- fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra sökum kröftugrar eftirspurnar eftir vinnuafli á fyrri helmingi ársins (mynd IV-21). Á mælikvarða 4. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun (VMST) mældist minna eða 3% á þriðja fjórðungi ársins að teknu tilliti til árstíðar og minnkaði óverulega milli fjórðunga en um rúmlega ½ prósentu milli ára. Mynd IV-20 Framleiðni vinnuafls í kjölfar efnahagssamdráttar1 Vísitala, síðasta ár fyrir efnahagsbata = 100 Bati frá 2011 (ár 0 = 2010) Bati frá 1993 (ár 0 = 1992) Bati frá 1984 (ár 0 = 1983) Bati frá 1969 (ár 0 = 1968) 1. Verg landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnustundum frá árinu 1991 en í hlutfalli af unnu ársverki fyrir þann tíma. Gögn fyrir 2015 eru byggð á spá Peningamála 2015/4. Samdráttarskeiðin fjögur eru tímabil þar sem marktækur samdráttur mælist í VLF. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 96 100 104 108 112 116 120 124 543210 Fjöldi ára í kjölfar efnahagsbata 1. Fjöldi þeirra sem eru í hlutastarfi en vilja vinna meira í hlutfalli af mannfjölda. 2. Margfaldað með -1 til að neikvætt frávik frá meðaltali sýni spennu. 3. Árið sem bati hófst á vinnumarkaði. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-21 Mælikvarðar fyrir spennu á vinnumarkaði á þriðja fjórðungi ársins Frávik frá meðaltali þriðja ársfjórðungs áranna 2003-2015 mælt í fjölda staðalfrávika 2015 2014 20103 Hlutfall starfandi Vinnulitlir1,2 Atvinnuleysi (VMK)2 Meðalvinnustundir Atvinnu- þátttaka -2 -1 0 1

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.