Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 37

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 37
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 37 INNLENT RAUNHAGKERFI hefur meðalvinnustundum þó fjölgað hægt frá árinu 2011 og var enn nokkuð í land á þriðja fjórðungi ársins að fjöldinn næði meðaltali fjórð- ungsins á árunum 2003-2015 og enn lengra í meðaltal fjórðungsins á tímabilinu fyrir fjármálakreppuna. Samkvæmt VMK jókst atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi einn- ig nokkuð á milli ára og fólki utan vinnumarkaðar hélt áfram að fækka. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi mældist 4% á þriðja fjórðungi ársins og minnkaði um 0,2 prósentur milli fjórðunga.4 Það minnkaði þó minna en sem nemur hækkun hlutfalls starfandi þar sem töluverð aukning varð á atvinnuþátttöku (mynd IV-18). Aukin bjartsýni um atvinnuhorfur Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups, sem var framkvæmd í ágúst og september meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins, eru þau töluvert bjartsýnni á nýráðningar en í þeirri könnun sem gerð var um það leyti sem lokið var við gerð kjarasamninga í vor (mynd IV-19). Samkvæmt haustkönnuninni vildu rúmlega 17 prósentum fleiri fyrirtæki fjölga starfsfólki frekar en fækka á næstu sex mánuðum. Samkvæmt könnuninni nú vilja bæði fleiri fyrirtæki fjölga starfs- fólki og færri vilja fækka en í sumarkönnuninni. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum nema ferðaþjónustu voru bjartsýnni á ráðningar en í sumarkönnuninni. Almenningur virðist einnig vera nokkuð bjartsýnn varðandi atvinnuhorfur og hafa væntingar til atvinnuástandsins sam- kvæmt væntingavísitölu Gallups í október ekki mælst hærri frá því í sama mánuði árið 2007. Aukin vinnuaflsnotkun frekar en framleiðniaukning í efnahagsbatanum Eins og segir hér að ofan hefur fjölgun heildarvinnustunda verið mikil á árinu. Á fyrri hluta ársins var hagvöxtur þó meiri en sem nemur fjölgun heildarvinnustunda og því mælist aukning í framleiðni vinnuafls sem er umfram það sem sést hefur á síðustu misserum en framleiðni vinnu- afls hefur nánast staðið í stað sl. fimm ár. Núverandi bataskeið er því töluvert ólíkt fyrri bataskeiðum varðandi hægan bata í framleiðni (mynd IV-20). Þessi þróun er að vísu í takt við það sem víða má sjá á meðal þróaðra hagkerfa á undanförnum árum (sjá umfjöllun í kafla IV í Peningamálum 2015/2). Í ár er spáð liðlega 1% framleiðniaukningu milli ára og gangi spáin eftir verður þróun næstu ára áþekk því. Það er lítillega meiri framleiðniaukning en í síðustu spá þar sem spáð er meiri hagvexti, en umtalsvert minni aukning en sl. þrjátíu ár, þegar fram- leiðni jókst að jafnaði um hátt í 2% á ári. Vísbendingar um nýtingu framleiðsluþátta Fyrirtækjum sem telja vera skort á starfsfólki hefur fjölgað töluvert Slaki á vinnumarkaði virðist hafa verið töluvert minni á þriðja árs- fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra sökum kröftugrar eftirspurnar eftir vinnuafli á fyrri helmingi ársins (mynd IV-21). Á mælikvarða 4. Atvinnuleysi eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun (VMST) mældist minna eða 3% á þriðja fjórðungi ársins að teknu tilliti til árstíðar og minnkaði óverulega milli fjórðunga en um rúmlega ½ prósentu milli ára. Mynd IV-20 Framleiðni vinnuafls í kjölfar efnahagssamdráttar1 Vísitala, síðasta ár fyrir efnahagsbata = 100 Bati frá 2011 (ár 0 = 2010) Bati frá 1993 (ár 0 = 1992) Bati frá 1984 (ár 0 = 1983) Bati frá 1969 (ár 0 = 1968) 1. Verg landsframleiðsla í hlutfalli af heildarvinnustundum frá árinu 1991 en í hlutfalli af unnu ársverki fyrir þann tíma. Gögn fyrir 2015 eru byggð á spá Peningamála 2015/4. Samdráttarskeiðin fjögur eru tímabil þar sem marktækur samdráttur mælist í VLF. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 96 100 104 108 112 116 120 124 543210 Fjöldi ára í kjölfar efnahagsbata 1. Fjöldi þeirra sem eru í hlutastarfi en vilja vinna meira í hlutfalli af mannfjölda. 2. Margfaldað með -1 til að neikvætt frávik frá meðaltali sýni spennu. 3. Árið sem bati hófst á vinnumarkaði. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd IV-21 Mælikvarðar fyrir spennu á vinnumarkaði á þriðja fjórðungi ársins Frávik frá meðaltali þriðja ársfjórðungs áranna 2003-2015 mælt í fjölda staðalfrávika 2015 2014 20103 Hlutfall starfandi Vinnulitlir1,2 Atvinnuleysi (VMK)2 Meðalvinnustundir Atvinnu- þátttaka -2 -1 0 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.