Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 24

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 24
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 24 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR síðustu mánuði, sem m.a. birtist í bættu lánshæfismati, og smitáhrifa magnaðgerða (e. quantitative easing) helstu seðlabanka heimsins. Magnaðgerðirnar hafa þrýst niður líftímaálagi í þeim löndum og ýtt fjárfestum langtímaskuldabréfa í þessum ríkjum til annarra ríkja í leit að betri ávöxtun (sjá frekari umfjöllun í rammagrein 1). Lækkun lengri skuldabréfavaxta endurspeglar því líklega ekki nema að litlu leyti lækkun verðbólguvæntinga og væntinga um lækkun vaxta Seðlabankans næstu misserin. Túlkun vaxtaferilsins verður erfiðari fyrir vikið. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækkað Undir lok síðasta árs og aftur um mitt þetta ár hækkaði áhættuálag á erlendar skuldbindingar ríkissjóðs á flesta mælikvarða (mynd III-7). Líklegt er að óróleiki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft áhrif á þessa þróun. Álagið lækkaði aftur í sumar sem má væntanlega rekja til væntinga um bætta stöðu ríkissjóðs í kjölfar kynningar á áætlun stjórnvalda um losun hafta sem endurspeglaðist í bættu lánshæfi ríkissjóðs hjá öllum þremur alþjóðlegu matsfyrirtækjunum sem meta lánshæfi ríkissjóðs. Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar ríkissjóðs er nú rúmlega 1,2% sem er lítillega lægra en í ágúst en ½ prósentu lægra en það var hæst um miðbik ársins. Þá hefur vaxta- munur á lengri erlendri útgáfu ríkissjóðs og sambærilegum ríkisbréfum Bandaríkjanna og Þýskalands einnig minnkað á sama tímabili og mælist nú um 1½ prósenta. Vaxtakjör í alþjóðlegum útgáfum innlendra viðskiptabanka hafa hins vegar hækkað lítillega frá því í sumar þrátt fyrir bætt lánshæfismat bankanna (mynd III-8). Tímabundinn óróleiki á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum um það leyti sem útgáfan fór fram, sem tengdist m.a. ótta við harða lendingu í Kína og vaxandi áhyggjur af nýmarkaðsríkjum (sjá nánar í kafla II), hefur þó líklega haft áhrif á kjörin. Þessi óróleiki leiddi jafnframt til hækkunar áhættuálags á innlendar skuldbindingar fyrirtækja og fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Gengi krónunnar Gengi krónunnar hækkar … Gengi krónunnar hefur hækkað um tæplega 4½% miðað við vísi- tölu meðalgengis frá útgáfu Peningamála í ágúst og er nú um 193 stig (mynd III-9). Yfir sama tímabil hefur gengi krónu hækkað um u.þ.b. 3½% gagnvart evru og Bandaríkjadal og ríflega 5½% gagnvart bresku pundi. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum, m.a. vegna batnandi viðskiptakjara, hefur stutt við gengi krónunnar ásamt auknu gjaldeyrisinnflæði vegna nýfjárfestingar erlendra aðila. Hagvöxtur hefur einnig verið meiri hér á landi en í nágrannaríkjum og horfur á að svo verði áfram um sinn. Gengishækkunin skýrist því líklega að miklu leyti af hagfelldari þróun efnahagslegra grunnþátta (e. economic fundamentals) og væntingum um að vextir haldist þar með hærri hér á landi en í öðrum iðnríkjum. Hækkunin endurspeglar því bæði aðlögun gengisins að sterkari grunnþáttum og um leið miðlun harðara taum- halds innlendrar peningastefnu um gengisfarveginn á sama tíma og hnökrar hafa myndast í miðlun hennar í gegnum innlenda vexti eins og fjallað er um hér að framan. Mynd III-9 Gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 30. október 2015 Kr./EUR, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng (h. ás) Vísitala 50 90 130 170 210 250 50 100 150 200 250 300 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 Prósentur Mynd III-8 Áhættuálag á skuldbindingar fyrirtækja og fjármálastofnana í Bandaríkjunum og íslenskra banka1 Daglegar tölur 2. janúar 2013 - 30. október 2015 1. Vaxtaálag á skuldabréf útgefin í Bandaríkjadölum fyrir fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum. Fyrir íslensku bankana er miðað við vaxtaálag við útgáfu skuldabréfa í erlendum gjaldmiðli. Heimildir: Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Macrobond, Seðlabanki Bandaríkjanna í St. Louis. Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunn BBB Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunn BB Fyrirtæki og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum með lánshæfiseinkunn B Íslenskir viðskiptabankar Arion banki til 3 ára í NOK Íslandsbanki til 4 ára í SEK Íslandsbanki (4 yr, SEK) Arion banki til 3 ára í EUR 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Íslandsbanki til 3 ára í EUR Landsbankinn til 3 ára í EUR 2013 2014 2015 Arion banki til 5 ára í NOK Íslandsbanki til 4 ára í SEK Íslandsbanki til 2 ára í EUR % Prósentur Mynd III-7 Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 30. október 2015 Heimild: Bloomberg. Skuldatryggingarálag ríkisins (v. ás) Vaxtamunur á íslensku og bandarísku ríkisskuldabréfi útgefnu í Bandaríkjadölum á gjalddaga árið 2022 (h. ás) Vaxtamunur á íslensku og þýsku ríkisskuldabréfi útgefnu í evrum á gjalddaga árið 2020 (h. ás) 0 1 2 3 4 5 0 1 2 3 4 5 2011 2012 2013 2014 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.