Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 45

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 45
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 45 RAMMAGREINAR Ein helsta birtingarmynd aukinnar ásóknar erlendra fjárfesta í ríkisbréf og væntinga um minna framboð á þeim er því lækkun líf- tímaálags á óverðtryggða skuldabréfamarkaðnum sem veldur því að vaxtaferillinn flest út og verður jafnvel niðurhallandi þrátt fyrir að al- mennt sé vænst frekari hækkunar skammtímavaxta á komandi miss- erum. Þessi þróun torveldar miðlun peningastefnunnar um vaxta- farveginn og beinir henni í auknum mæli um gengisfarveginn. Hann er að mörgu leyti skrykkjóttari en vaxtafarvegurinn þar sem gengið hefur tilhneigingu til að ofrísa með tilheyrandi hættu á snarpri leið- réttingu. Sú þróun getur síðan átt neikvætt samspil við áhættu í fjár- málakerfinu eins og gerðist hér á árunum fyrir fjármálakreppuna.3 Veikari miðlun í gegnum vaxtafarveginn torveldar einnig mat á verð- bólguvæntingum meðal markaðsaðila út frá þróun vaxta á skulda- bréfamarkaði. … sem líklega endurspeglar smitáhrif alþjóðlegrar þróunar Þróunin er þó ekki einskorðuð við Ísland og hefur líftímaálag á alþjóð legum skuldabréfamörkuðum verið í metlægðum undanfarin misseri, m.a. vegna umfangsmikilla skuldabréfakaupa seðlabanka (e. quantitative easing) helstu iðnríkja til að lækka markaðsvexti til miðlungs- og langs tíma eftir að skammtímavextir hafa verið lækk- aðir að áætluðum þolmörkum.4 Þótt ástæður lækkunar líftímaálags- ins séu aðrar en hér á landi er líklegt að áhrif þessara alþjóðlegu aðgerða hafi tekið að smitast inn á innlendan skuldabréfamarkað þegar innlendar aðstæður tóku að batna, eins og þær birtust t.d. í batnandi skuldastöðu ríkissjóðs og hærra lánshæfismati, þar sem erlendir fagfjárfestar í langtímaskuldabréfum leita hingað til að finna betri ávöxtun en í boði er í öðrum iðnríkjum.5 Af þessari ástæðu er Seðlabankinn að skoða möguleikann á að beita einnig öðrum stjórn- tækjum en vaxtatækinu til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og verðbólgu í samræmi við verðbólgumarkmið bankans.6 3. Sjá Már Guðmundsson (2015), „Financial integration and central bank policies in small, open economies: what are the lessons from the crisis?“, ræða flutt á ráðstefnu Singapore Economic Review, ágúst 2015. Nánari fræðilegan bakgrunn og tölfræðirannsóknir er að finna í Már Guðmundsson (2008), „Financial globalisation: key trends and implications for the transmission mechanism of monetary policy“, BIS Papers, nr. 39. 4. Lækkun líftímaálags í þessum ríkjum leggst því á sveif með peningastefnunni við að ýta undir efnahagsbata og koma verðbólgu upp í markmið þótt aðlögun álagsins geti reynst erfið viðureignar síðar meir. Eins og hér á landi verður mat á verðbólguvæntingum erfiðara (sjá Ciccarelli, M., og J. A. Garcia, 2015, „International spillovers in inflation expectations“, ECB Working Paper Series, nr. 1857). 5. Sjá t.d. umfjöllun um áhrif aðgerða helstu seðlabanka á lítil þróuð ríki og nýmarkaðsríki í Hofmann, B., og E. Takáts (2015), „International monetary spillovers“, BIS Quarterly Review, september 2015, 105-118. 6. Sjá t.d. Seðlabanki Íslands (2010), „Peningastefnan eftir höft“, Sérrit nr. 4, Seðlabanki Íslands (2012), „Varúðarreglur eftir fjármagnshöft“, Sérrit nr. 6 og ræðu Más Guðmundssonar sem vísað er í hér að ofan. Mynd 6 Breyting á eignarhaldi ríkisverðbréfa 31. maí 2015 - 30. september 2015 Nafnverð í ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. Erlendir aðilar Aðrir Lífeyrissjóðir Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir Bankar í slitameðferð Bankar og sparisjóðir Samtals Víxlar RIKS 21 RIKB 31 RIKB 25 RIKB 22 RIKB 20 RIKB 19 RIKB 17 RIKB 16 -10 -5 0 5 10 15 Mynd 7 Áhættuleiðréttur vaxtamunur Íslands auk nokkurra annarra hávaxtagjaldmiðla gagnvart evrusvæðinu1 Daglegar tölur 1. janúar 2004 - 30. október 2015 Prósentur Ísland Miðgildi (fyrir utan Ísland)2 Bil 1. og 3. fjórðungs Bil hæsta og lægsta gildis 1. Hlutfall vaxtamunar 3 mánaða millibankavaxta og 3 mánaða staðal- fráviks daglegra gengisbreytinga. 2. Brasilía, Nýja-Sjáland, Suður-Afríka og Tyrkland. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. ‘05‘04 ‘06 ‘08‘07 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.