Peningamál - 04.11.2015, Side 7
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
7
EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR
vaxi um u.þ.b. 4% á ári næstu þrjú ár. Þótt það sé töluverður vöxtur
er það nokkuð undir vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna og því eykst
sparnaður heimila á spátímanum samkvæmt spánni.
Fjárfesting jókst einnig töluvert á fyrri hluta ársins. Fjárfesting alls
jókst um liðlega 21% frá sama tíma í fyrra og þar af jókst atvinnuvega-
fjárfesting um 38%. Þessar tölur litast nokkuð af mikilli fjárfestingu í
skipum og flugvélum en jafnvel þótt litið sé fram hjá þeirri fjárfestingu
mælist töluverður þróttur í fjárfestingarumsvifum og samkvæmt nýrri
fjárfestingarkönnun Seðlabankans eru horfur á að svo verði áfram.
Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting aukist um tæp 21% í ár og um
11½% á næsta ári og að hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu fari
úr 16,7% í fyrra í næstum 20% árið 2018.
Á heildina litið er talið að þjóðarútgjöld muni aukast um 7,2% í
ár og kemur þessi mikli vöxtur í kjölfar ríflega 5% vaxtar í fyrra (mynd
I-5). Líkt og spáð var í ágúst hægir heldur á vextinum á næstu árum
en hann verður samt sem áður töluverður. Nánari umfjöllun um inn-
lenda eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í kafla IV.
Mikill hagvöxtur í ár en horfur á að hann fari smám saman
minnkandi
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var 5,6% hagvöxtur á
öðrum ársfjórðungi. Er það mesti hagvöxtur sem mælst hefur á einum
fjórðungi frá ársbyrjun 2008. Hagstofan endurskoðaði einnig áður
birtar tölur og telur nú að hagvöxtur hafi verið 4,8% á fyrsta fjórðungi
en hafði áður metið hann 2,9%. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins er nú
talinn hafa verið 5,2% sem er nokkru meiri vöxtur en gert hafði verið
ráð fyrir í ágústspá Peningamála. Þar hafði verið spáð rúmlega 3%
vexti. Núverandi mat Hagstofunnar er hins vegar mun nær maíspá
bankans um 4,8% hagvöxt en hún var gerð áður en fyrstu bráða-
birgðatölur fyrir fyrsta fjórðung lágu fyrir. Þótt mikill hagvöxtur á
fyrri hluta ársins endurspegli að nokkru leyti fyrrnefnd einskiptisáhrif
kröftugs þjónustuútflutnings hafa hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild
verið endurskoðaðar upp á við frá ágústspánni og er nú gert ráð fyrir
4,6% hagvexti í ár. Það er 0,4 prósentum meiri hagvöxtur en spáð var
í ágúst en sami hagvöxtur og spáð var í maí. Betri horfur endurspegla
bæði kröftugri vöxt innlendrar eftirspurnar og lítillega jákvæðara fram-
lag utanríkisviðskipta til hagvaxtar.
Líkt og í ágústspánni er gert ráð fyrir að heldur hægi á hagvexti
á næstu árum, þótt áfram sé spáð hagvexti umfram langtímameðaltal
á meginhluta spátímans. Gert er ráð fyrir 3,2% hagvexti á næsta ári
en um 3% árið 2017 og um 2½% árið 2018. Mikill hagvöxtur í ár
endurspeglar að nokkru leyti óvenju mikinn vöxt í ferðaþjónustu en
ekki síður tímabundin áhrif mikilla launahækkana og eftirspurnar-
hvetjandi aðgerða stjórnvalda, eins og tilfærslu til lækkunar skulda
heimila, sem auka við einkaneyslu. Þegar líður á spátímann taka áhrif
þessara þátta að fjara út og minnkandi vöxtur útflutnings og hægur
framleiðnivöxtur vega þyngra. Nánari umfjöllun um þróun hagvaxtar
er að finna í kafla IV.
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-5
Þjóðarútgjöld 2008-20181
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2015/4
PM 2015/3
-20
-15
-10
-5
0
5
10
‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-6
Hagvöxtur á Íslandi og í viðskiptalöndum
2008-20181
Breyting frá fyrra ári (%)
Ísland PM 2015/4
Helstu viðskiptalönd PM 2015/4
-6
-4
-2
0
2
4
6
‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08