Peningamál - 04.11.2015, Page 22

Peningamál - 04.11.2015, Page 22
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 22 PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR verðbólgu og verðbólguvæntingar, í 2,2% (tafla III-1). Þetta meðaltal er hins vegar um ¼ úr prósentu lægra en í lok október í fyrra þar sem verðbólguvæntingar hafa hækkað meira en nafnvextir bankans. … en aðrir markaðsvextir hafa í sumum tilfellum lækkað Miðlun vaxta bankans út í aðra vexti hefur í meginatriðum verið hnökralaus á síðustu misserum. Nýleg hækkun raunvaxta virðist hins vegar ekki hafa miðlast að öllu leyti út í aðra markaðsvexti sem sumir hverjir hafa jafnvel lækkað (mynd III-2). Kann það að vera merki um bresti í miðlun peningastefnunnar um vaxtafarveginn. Ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hefur lækkað þrátt fyrir að peningastefnunefnd hafi hækkað vexti bankans og gefið vísbendingar um áframhaldandi hækkun þeirra. Þetta á einkum við um kröfu lengri óverðtryggðra ríkisbréfa sem hefur að undanförnu verið svipuð og meginvextir bankans (sjá umfjöllun hér á eftir). Þá hefur lækkun ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði haft áhrif til lækkunar vaxta húsnæðislána sem eru í boði hjá hluta lífeyrissjóða. Þrátt fyrir að vextir sambærilegra lána viðskiptabanka hafi í meginatriðum þróast í takt við meginvexti Seðlabankans eru merki um smitáhrif yfir í húsnæðislánavexti banka einnig farin að sjást. Raunvextir bankans eru enn hærri en í flestum öðrum iðnríkjum Raunvextir Seðlabankans eru hærri en í flestum öðrum iðnríkjum og er Ísland eina þróaða ríkið þar sem seðlabankavextir hafa verið að hækka að undanförnu (mynd III-3). Skýrist það sem fyrr af ólíkri stöðu og þróun efnahagsumsvifa hér á landi sem endurspeglast í mun minni framleiðsluslaka, meiri hagvexti, meiri verðbólgu og mun kröftugri vexti nafnútgjalda og launa. Þá virðist kjölfesta verðbólguvæntinga veikari hér á landi og ástæða til að hafa áhyggjur af því að verðbólgu- væntingar gætu hækkað hratt sem krefst enn aðhaldssamari peninga- stefnu en ella. Er það ólíkt aðstæðum í flestum öðrum iðnríkjum þar sem áhyggjur snúa fremur að því að verðbólguvæntingar fari of langt niður á við. Líkt og fjallað var um í Peningamálum í maí sl. eru vextir bankans nær vöxtum í nokkrum nýmarkaðsríkjum enda efnahagsað- stæður þar á margan hátt áþekkar. Núverandi Breyting frá Breyting frá aðhaldsstig PM 2015/3 PM 2014/4 Raunvextir miðað við:1 (30/10 ’15) (14/8 ’15) (31/10 ‘14) ársverðbólgu 3,6 0,5 0,4 verðbólguvæntingar fyrirtækja til eins árs 1,9 1,0 -0,3 verðbólguvæntingar heimila til eins árs 1,4 0,5 0,2 verðbólguv. markaðsaðila til eins árs2 1,6 0,6 -0,7 verðbólguv. á fjármálamarkaði til eins árs3 2,3 1,1 -0,8 verðbólguspá Seðlabankans4 2,1 1,6 -0,5 Meðaltal 2,2 0,9 -0,3 1. Miðað við vexti 7 daga bundinna innlána fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum sem meginvexti bankans. 2. Út frá könnun á væntingum markaðsaðila. 3. Verðbólguálag eftir eitt ár út frá mismun óverðtryggða og verðtryggða vaxtarófsins (5 daga hlaupandi meðaltal). 4. Spá Seðlabanka um ársverðbólgu eftir fjóra ársfjórðunga. Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla III-1 Taumhald peningastefnunnar (%) % Mynd III-2 Raunvextir Seðlabanka Íslands og raunvextir á markaði 1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 20151 1. Gögn til og með 30. október 2015. 2. 5 ára vextir út frá metnum nafn- og raunvaxtaferlum. 3. Einfalt meðaltal lægstu útlánavaxta þriggja stærstu viðskiptabankanna. Vextir verðtryggðra húsnæðislána eru fastir frá 5 árum og allt upp í allan lánstímann. Heimild: Seðlabanki Íslands. Raunvextir Seðlabankans Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfa2 Vextir verðtryggðra skuldabréfa2 Raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum3 Vextir verðtryggðra húsnæðislána3 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 201520142013201220112010 1. Miðað við núverandi ársverðbólgu. 2. Verðbólguvæntingar til 1 árs út frá könnunum meðal markaðsaðila og sérfræðinga. 3. Mat OECD fyrir önnur lönd en Ísland. Heimildir: Consensus forecasts, heimasíður viðkomandi seðlabanka, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. %, prósentur % af framleiðslugetu Mynd III-3 Raunvextir, framleiðsluspenna og frávik verðbólguvæntinga frá markmiði í nokkrum iðnríkjum Raunvextir1 Frávik verðbólguvæntinga frá markmiði2 Framleiðsluspenna 20153 Sv is s D an m ör k Ba nd ar ík in Sv íþ jó ð Ev ru sv æ ði ð K an ad a Br et la nd N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía N or eg ur Ja pa n Ís la nd -4 -3 -2 -1 0 1 -2 -1 0 1 2 3 4

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.