Peningamál - 04.11.2015, Page 58

Peningamál - 04.11.2015, Page 58
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 58 RAMMAGREINAR Fram til ársins 2014 hefur verið nánast regla að launahækk- anir tóku gildi í þeim mánuði sem samningurinn var undirritaður. Í samningum sem gerðir hafa verið síðan þá hefur reglan hins vegar verið að hækkanirnar taki gildi mun fyrr. Þær koma hins vegar ekki fram í launavísitölu Hagstofunnar fyrr en búið er að samþykkja kjara- samninginn og farið er að greiða eftir honum. Þegar launahækkanir á árinu eru metnar er hins vegar réttara að miða við þann tíma sem hækkanir taka gildi en ekki þann tíma sem þær koma fram í launa- vísitölunni og er það gert í mati bankans. Væri hins vegar miðað við hvenær hækkunin kemur fram í launavísitölunni yrði hækkunin milli ársmeðaltala 9% í stað 10,4%, en hækkunin milli ársmeðaltala á næsta ári yrði hins vegar meiri í staðinn eða 11,1% en ekki 9,1% eins og gert er ráð fyrir í spánni nú. Að lokum er rétt að hafa í huga að við mat á launahækkunum á árinu er ekki nóg að horfa á umsamdar prósentuhækkanir í nýj- um samningum heldur verður að horfa til þess að laun hafa þegar hækkað nokkuð á árinu, hvort sem það er vegna framkvæmdar eldri kjarasamninga eða launaskriðs. Þannig hafði launavísitalan t.d. þegar hækkað um 2,2% á árinu (frá desember 2014 til maí 2015) þegar fyrstu áhrif nýrra kjarasamninga komu fram í launavísitölunni í júní og um 4,6% ef miðað er við meðaltal ársins 2014.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.