Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 15
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Fréttir 15 mánuði í viðbót áður en hún gafst upp og flúði sjálf eigið heimili. Hafði hótað að senda myndböndin Föstudaginn fyrir jól fékk Julie símtal frá lögreglu þar sem henni var tilkynnt að maðurinn yrði loksins fjarlægður af heimilinu. Hún segist hins vegar hafa beðið lögregluna um að bíða þar til eft- ir jól. „Á þessum tímapunkti hafði ég greinilega enn einhverja sam- úð með honum, því mér fannst hræðilegt að henda honum út um jólin. Eftir á að hyggja velti ég fyrir mér hvort það hafi verið mis- tök, því eftir jól var einhverra hluta vegna ekki hægt að henda honum út,“ segir Julie. Stuttu eftir jól fór Julie í viðtal til lögreglu því þá hafði maðurinn byrjað að hóta því að senda nektar- myndböndin til vinnufélaga henn- ar. „Ég hafði samstundis samband við mannauðsstjóra fyrirtækisins og bað hann um að loka á tölvu- póstfangið hans. Laugardaginn eftir þetta sendi hann annan tölvupóst, frá öðru tölvupóstfangi sem hann hafði búið til, þar sem hann hótaði aftur að senda vinnu- félögum mínum myndböndin. Ég reyndi að láta loka á nýja tölvu- póstfangið líka en þar sem þetta var um helgi var það ekki hægt. Þegar ég vaknaði á mánudeginum hafði hann sent myndböndin til vinnufélaga minna og skjáskot úr myndböndunum til vina minna á Facebook,“ segir Julie. Sýndi iðrun Sama dag og maðurinn sendi vinnufélögum Julie kynlífsmynd- böndin átti hún fund með lög- reglunni vegna beiðni hennar um nálgunarbann og útburð. Hún lagði fram þessi nýju gögn og var fullvissuð um að málið færi fyrir héraðsdóm von bráðar. „Stuttu síðar var hann kall- aður í viðtal, örugglega í kring- um eittleytið, og að því loknu var ákveðið að fara ekki með mál- ið fyrir héraðsdóm. Mér var sagt að dómari myndi aldrei fallast á nálgunarbann,“ segir Julie og varð skiljanlega mjög brugðið við þessa niðurstöðu. „Hann var víst mjög afsakandi í viðtalinu og viður- kenndi að hafa sent myndböndin. Hins vegar stóð hann fastur á því að hafa ekki beitt mig ofbeldi. Hann sagðist hafa sent mynd- böndin því hann væri reiður út í mig og þetta hafi átt að vera hefnd fyrir að ljúga upp á hann í fjölmiðl- um. Lögfræðingurinn minn sagði að í málum sem þessum væri tek- ið til greina hversu mikla iðrun menn sýndu. Hann baðst sem sagt afsökunar á því að hafa, nokkrum klukkutímum fyrr, sent kynlífs- myndbönd af mér til samstarfsfé- laga minna.“ Eftir að viðtali mannsins hjá lög- reglunni lauk þennan umrædda mánudag hringdi lögfræðingur Julie í hana og var, að sögn Julie, afar hissa á að málið hefði farið í þennan farveg. Fyrr um morgun- inn hefði Julie verið fullvissuð um að málið færi fyrir héraðsdóm. „Um leið og hann gekk út af lög- reglustöðinni sendi hann vinkonu minni hins vegar SMS. Hann sagð- ist hafa verið í tveggja tíma við- tali á lögreglustöðinni og að eftir hálftíma hefðu lögregluþjónarnir verið komnir á hans band. Hann sagði sannleikann alltaf vinna og hló. Hann iðraðist ekki meira en þetta.“ Andlega ofbeldið verra Julie hringdi í lögfræðing sinn um leið og hún frétti af skilaboðun- um. Í kjölfarið ákvað ákæruvaldið að fara með málið fyrir héraðs- dóm og fara fram á nálgunarbann. Hinn 15. janúar staðfesti héraðs- dómur ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um nálg- unarbann en sem kunnugt er felldi Hæstiréttur nálgunarbannið úr gildi þann 22. janúar síðast- liðinn. Ákvörðun Hæstaréttar er, sem áður segir, byggð á þeirri stað- reynd að nokkur tími er liðinn frá því maðurinn beitti Julie síðast lík- amlegu ofbeldi. Ekki er tekið tillit til þess að fyrr í mánuðinum hafi hann sent kynlífsmyndbönd af Julie til samstarfsfélaga hennar og áreitt hana stöðugt með hótunum og skilaboðum. „Ég var gjörsamlega eyðilögð,” segir Julie um ákvörðun Hæsta- réttar. Í hennar huga hefur andlega ofbeldið alltaf vegið þyngra en lík- amlega ofbeldið. Þá segist hún líta á sendingu kynlífsmyndbandanna sem kynferðislegt ofbeldi. „Ég hef passað mig á því að fara aðeins með staðreyndir, bæði hjá lögreglu og í fjölmiðlum. Staðreyndir sem ég get fært sönnur fyrir. Ég er ekki að kvarta yfir einstaka rifrildi eða ósætti sem öll pör ganga í gegn- um. Þess vegna skil ég ekki þessa niðurstöðu.“ Vildi ekki verða þekkt andlit Stuttu eftir að Julie flutti út af heimilinu kærði hún manninn fyrir líkamlegt ofbeldi. Hún hefur nú einnig kært hann fyrir að senda kynlífsmyndböndin. Málin eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og því óvíst hvort hann verður ákærð- ur eða dæmdur fyrir brotin. „Ef Hæstiréttur felldi nálgunarbannið úr gildi vegna þess hve langur tími er liðinn frá því ofbeldið átti sér stað, hvað mun þá gerast þegar kæran verður loksins tekin til meðferðar og enn lengri tími verð- ur liðinn?“ spyr Julie og hefur aug- ljóslega litla trú á íslensku réttar- kerfi. „Það kom mér ekki á óvart þegar mér var sagt að Hæstiréttur hefði fellt nálgunarbannið úr gildi. Ég er orðin svo vön þessari framkomu í réttarkerfinu. Ég var gjörsamlega eyðilögð og grét í nokkrar klukkustundir. Innst inni vissi ég að þetta myndi gerast. Síð- ar um kvöldið ákvað ég að komið væri að næstu lotu. Ég ákvað að stíga fram og sýna andlit mitt. Ég veit ekki hvernig fólk sér almennt fyrir sér konu sem hefur orðið fyr- ir ofbeldi. Hún getur verið góð- ur samfélagsþegn, vel menntuð, vel máli farin og góð móðir. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að þetta getur hent hvern sem er.“ Julie viðurkennir að það hafi vissulega verið erfið ákvörðun að stíga fram undir nafni og mynd. Hún hafi ekki viljað verða þekkt andlit. Meðan á þessu viðtali stóð, sem tekið var á kaffihúsi í Reykja- vík, kom maður upp að Julie og sagðist þekkja hana úr fréttun- um. Hann sagðist styðja hana og bað hana að halda áfram að vera sterka. Julie tjáir blaðamanni að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst í vikunni. Getur ekki niðurlægt mig meir Julie segist sárust yfir því að hon- um hafi verið leyft að leika fórn- arlambið. Það sé hún sem sé brotaþoli í þessu máli. Þrátt fyr- ir að líkamlega ofbeldið hafi hætt þegar hún ákvað að flýja heim- ilið, þá hefur andlega ofbeldið haldið áfram. Julie segist alltaf vera að gera sér betur grein fyr- ir því hversu alvarlegt andlega of- beldið var þessi þrjú ár sem sam- bandið stóð yfir. „Á endanum var ég orðin vön þessu ástandi, and- legu ofbeldi á hverjum einasta degi. Þetta er sama tilfinning og ég finn nú gagnvart réttarkerfinu. Ég er orðin vön sársaukanum.“ Julie segir ekkert sem maður- inn geti gert úr þessu sem muni valda henni meiri sársauka en hann hefur þegar gert. Aðspurð hvort hún sé ekki hrædd um að hann setji myndböndin á netið svarar Julie: „Á þessari stundu er mér eiginlega alveg sama. Ég ein veit hvað ég hef gengið í gegnum og það er ekkert meira sem hann getur gert mér. Hann getur ekki niðurlægt mig meira. Ef hann set- ur myndböndin á netið núna yrði það verst fyrir hann sjálfan. Það yrði bara enn ein sönnunin fyrir því að hann er í eðli sínu ofbeldis- fullur maður. Ég hef ekkert að ótt- ast.“ Aldrei snúist um hefnd Enn býr maðurinn í íbúð Julie á meðan hún dvelur í Kvenna- athvarfinu. Síðast þegar DV ræddi við Julie hafði hún látið gera leigu- samning í von um að geta þannig hent honum út. „Lögreglan bað mig um að fara aðra leið. Vildu að hann yrði rekinn út vegna ofbeld- isins og á grundvelli austurrísku leiðarinnar,“ segir Julie, en eins og áður segir gekk þessi áætlun ekki eftir. „Nú ætla ég að fara þessa leið aftur. Ég ætla að leigja íbúðina út fyrir alvöru og leigja sjálf annars staðar. Ég er þegar byrjuð að leita mér að íbúð. Það er það eina sem ég get gert.“ Julie segist ekki vita hvað fram- tíðin ber í skauti sér fyrir hana. Rannsókn lögreglu vegna ofbeld- isins stendur enn yfir og bind- ur hún vonir við að henni muni lykta með ákæru. Á meðan muni hún halda áfram að berjast fyrir börnunum sínum. „Fyrir mér hef- ur þetta aldrei snúist um hefnd,“ segir hún. „Ég er að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vernda börnin mín og eitt af því er að komast á heimilið mitt að nýju. Ég þarf einnig að halda starf- inu mínu, en það er eitt af því sem hann er að reyna að taka af mér. Við búum ekki lengur saman en hann heldur áfram að kvelja mig. Ég hef ekki hugmynd um hvort, eða hvenær, hann mun hætta.“ Aðspurð hvenær maðurinn hafi síðast áreitt hana svarar Julie: „Í gærkvöldi.“ n n Maðurinn sendi kynlífsmyndbönd af Juliane n Vildi hefna fyrir umfjöllun n Var eyðilögð þegar Hæstiréttur felldi nálgunarbannið úr gildi „Á endanum var ég orðin vön þessu ástandi, and­ legu ofbeldi á hverjum einasta degi. Þetta er sama tilfinning og ég finn nú gagnvart réttar­ kerfinu. Bókamarkaður 2015 Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður 27. febrúar til 15. mars næstkomandi. Útgefendum sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 6. febrúar n.k., í síma 511 8020 eða á netfangið fibut@fibut.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.