Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Page 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 V ladimír Pútín, forseta Rúss- lands, var lýst sem „venju- legum glæpamanni í gervi þjóðhöfðingja“ af lög- manni fjölskyldu rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko sem myrtur var haustið 2006. Opin- ber réttarrannsókn stendur nú yfir í Bretlandi vegna dauða Litvinenkos en hann lést eftir að hafa verið byrlað geislavirka efnið pólon-210. Að sögn lögmannsins var Litvinenko myrtur því hann bjó yfir upplýsingum um tengsl Pútíns við skipulögð glæpa- samtök. Fékk hæli í Bretlandi Mál njósnarans vakti mikla athygli þegar það kom upp í nóvember 2006. Litvinenko, sem var 44 ára þegar hann lést, starfaði áður sem ofursti í rússnesku leyniþjónustunni FSB þar sem starf hans var meðal annars að kortleggja skipulagða glæpastarf- semi í Rússlandi. Í nóvember 1998 sögðu Litvinen- ko og nokkrir samstarfsmenn hans hjá FSB að yfirmenn hjá leyniþjón- ustunni hefðu fyrirskipað morðið á rússneska viðskiptajöfrinum Bor- is Berezovsky. Nokkrum mánuðum síðar, eða í mars 1999, var Litvinenko handtekinn og hann ákærður fyrir að fara út fyrir valdsvið sitt í störfum sínum hjá FSB. Hann var sýknaður af ákærunni síðar sama ár. Litvinenko taldi að hag sínum væri best borgið utan Rússlands og hann fór til Bret- lands árið 2000 þar sem honum var veitt hæli. Í Bretlandi starfaði hann að mestu sem rithöfundur en hann veitti einnig bresku leyniþjónust- unni ráðgjöf. Gagnrýninn á Pútín Eftir að Litvinenko flutti til Bret- lands var hann mjög gagnrýn- inn á rússnesk yfirvöld og þá einna helst Vladi mír Pútín. Sakaði hann, mánuði fyrir dauða sinn, Pútín meðal annars um að hafa fyrirskip- að morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaya í október 2006. Til að gera langa sögu stutta var Litvinenko lagður inn á sjúkrahús þann 1. nóv- ember 2006 vegna alvarlegra veik- inda. Í ljós kom að honum hafði verið byrlað eitur, nánar tiltekið pól- on-210 sem er geislavirkt og mjög banvænt efni. Hann lést þann 23. sama mánaðar. Fyrir andlát sitt skrif- aði Litvinenko bréf þar sem hann fullyrti að títtnefndur Vladimír Pútín hefði fyrirskipað að eitrað skyldi fyrir sér. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að líklega hefði verið eitrað fyrir Litvinenko á Millenium-hótelinu í Lundúnum og beindust spjótin fljót- lega að rússneskum leyniþjónustu- starfsmanni, Andrei Lugovoy. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur honum og fóru fram á að rússnesk yfirvöld framseldu hann. Rússar hafa ítrekað hafnað beiðnum Breta en Lugovoy þessi á í dag sæti í neðri deild rússneska þingsins. „Vægðarlaus og hættulegur“ Ben Emmerson er lögmaður fjöl- skyldu Litvinenkos og fór hann mik- inn þegar dauði Litvinenkos var ræddur í vikunni. Áætlað er að vitna- leiðslur muni standa í allt að tíu vik- ur. Emmerson sagði að Litvinenko hefði verið myrtur vegna þess að markmið hans hefði verið að afhjúpa Vladimír Pútín og tengsl hans við skipulögð glæpasamtök. Sagði hann að hægt væri að rekja slóðina vegna morðsins á Litvinenko beint til Pútíns. Bætti hann við að Rússland væri „mafíuríki“ þar sem engin mörk væru á milli yfirvalda í Kreml og skipulagðra glæpahópa. „Niðurstaða þessarar réttarrannsóknar ætti að vera sú að Vladimír Pútín er ekkert annað en venjulegur glæpamaður í gervi þjóðhöfðingja,“ sagði Emmer- son í opnunarræðu sinni. Pútín væri „vægðarlaus og hættulegur“ óvinur – fingraför hans væru augljós í málinu. Emmerson sagðist að auki ekki vera í nokkrum vafa um að Litvinen- ko hefði verið ráðinn bani af And- rei Lugovoy og samverkamanni hans, Dmitry Kovtun, að skipun Pútíns. „Hann varð að fara – ekki af því að hann var óvinur rússneska ríkisins eða rússneska fólksins – heldur vegna þess að hann var óvin- ur glæpamannanna sem eru nánir Pútín.“ Óviðeigandi morð Að sögn lögmannsins Peters Dam, sem sagður er ráðgjafi réttarins í umfjöllun Guardian, hófst óvildin milli Pútíns og Litvinenkos árið 1997 þegar Litvinenko var gefin skipun um að drepa Boris Berezovsky. Lit- vinenko þótti hugmyndin „óviðeig- andi“ og árið 1998 fór hann á fund með Pútín, sem þá var yfirmaður FSB, til að fá hann ofan af þeirri hug- mynd að ráða Berezovsky af dögum. Í kjölfarið kom Litvinenko fram í sjón- varpi þar sem hann sakaði FSB um að hafa ætlað að leggja á ráðin um morðið. Ekkert varð þó af morðinu og lést Berezovsky árið 2013 af völd- um hengingar. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. Réttarrannsókninni sem nú stendur yfir er ætlað að komast að opinberri niðurstöðu um hvað varð Litvinenko að bana. Öll spjót bein- ast að rússneskum yfirvöldum sem einhverra hluta vegna hafa reynst treg til að sýna breskum yfirvöldum samvinnu. Í huga Litvinenkos er þó enginn vafi um að Pútín hafi kom- ið að morðinu, eins og hann sagði í bréfi sem hann skrifaði á dánar- beðinum. „Mögulega tekst þér að þagga niður í einum manni en mót- mælaýlfrið um alla heimsbyggðina mun bergmála í eyrum þínum, herra Pútín, svo lengi sem þú lifir.“ n Sagður glæpamaður í gervi þjóðhöfðingja n Opinber rannsókn á dauða njósnarans Alexanders Litvinenko Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Mögulega tekst þér að þagga niður í einum manni en mótmælaýlfrið um alla heimsbyggðina mun bergmála í eyrum þínum, herra Pútín, svo lengi sem þú lifir. Sagður glæpa- maður Lögmaður fjölskyldu Litvinen- kos var ómyrkur í máli og sagði Vladimír Pútín vera glæpamann í gervi þjóðhöfðingja. Á dánarbeðinum Alexander Litvinenko lést af völdum geislavirka efnisins pólons. Hann hafði lengi horn í síðu Vladimírs Pútín og sagði hann hafa fyrirskipað eitrunina. Ebólaveiran stökkbreytist Ebólaveiran hefur tekið stöð- ugum breytingum frá því fyrsta manneskjan sýktist af henni í þeim faraldri sem nú hefur geisað í Vestur-Afríku. Faraldurinn hófst í desember árið 2013 en þá lést tveggja ára barn vegna veirunnar. Þetta segja vísindamenn frá Institut Pasteur, samtökum sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og einbeita sér að rannsóknum í lífeðlisfræði, sjúk- dómum og bóluefnum. Frétta- vefur BBC greindi frá þessu á fimmtudag. Vísindamennirnir rannsaka nú hundruð blóðsýna úr ebóla- sýktum sjúklingum í Gíneu og reyna að komast að því hvern- ig veiran er að stökkbreytast og hvort það sé auðveldara fyrir hana að dreifa sér manna á milli. „Við vitum að veiran er að breytast heilmikið,“ segir erfða- fræðingurinn Dr. Anavaj Sakun- tabhai við fréttavef BBC og bend- ir á hvers vegna rannsóknir af þessu tagi eru mikilvægar. „Þetta er mikilvægt svo hægt sé að bæði greina og meðhöndla ný tilfelli og til þess að halda í þennan óvin okkar þá verðum við að vita hvernig veiran er að breytast.“ Ebóla veiran er af flokki þráðveira (filoviridae), einstrengja RNA-veira líkt og HIV og in- flúensa en þessar veirur stökkbreytast reglulega. Það gerir veirunni auðveldara að aðlagast sem eykur líkurnar á smithættu manna á milli. „Við höfum séð fjölmörg dæmi um að sýkt fólk sýni engin einkenni,“ segir Anavaj Sakuntab- hai. „Þessir aðilar gætu verið þeir sem eiga auðveldara með að dreifa veirunni en við vitum það ekki enn. Veira af þessu tagi gæti stökkbreyst og orðið ekki eins banvæn en þess í stað meira smitandi og það er það sem við óttumst.“ Jonathan Ball, prófessor við háskólann í Nottingham og sér- fræðingur í veirum, segir það hins vegar óljóst hvort tilfell- um þeirra sem sýktir eru en sýna engin einkenni hafi fjölgað í þessum faraldri miðað við aðra. „Við vitum að þessi tilfelli koma upp en hvort við erum að sjá meira af þeim í þessum far- aldri er erfitt að segja til um,“ seg- ir hann. „Þetta gæti verið leikur að töl- um. Því víðar sem ebólaveiran dreifir sér því fleiri tilfelli sjáum við um einkennislausa sjúklinga.“ Þá hafa einnig margir áhyggj- ur af því að ebólaveiran komi til með að geta dreift sér í andrúms- loftinu en engar vísbendingar eru uppi um að það sé að gerast. Enn í dag sýkjast menn einkum með snertingu við líkamsvessa veiks fólks. Rannsóknirnar í París munu einnig gefa vísindamönnum vísbendingar um það af hverju sumir lifa af eftir að hafa sýkst af veirunni en aðrir ekki. Sam- kvæmt upplýsingum sem unnar eru úr þeim faraldri sem geis- ar nú þá eru lífslíkur þeirra sem sýkjast af ebóluvírusnum 40 pró- sent. Meira en 22 þúsund manns hafa sýkst af ebólaveirunni og tæplega níu þúsund manns hafa látið lífið vegna hennar í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.