Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 31
Umræða Stjórnmál 31Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 „Hrunið bjargaði okkur!“ Hálfgert fávitahæli Rétt eftir þennan fund í Háskólanum sá ég í Sjónvarpinu heimildamynd um Kjartan í Sægreifanum. Eins og flestir vita er Sægreifinn til húsa fisk- vinnsluhúsum eða verbúðum niðri við Suðurbugt Reykjavíkurhafnar, sem höfðu um hríð staðið niðurnídd og að miklu leyti tóm þegar Kjartan hóf þar að matreiða ódýra og góða humarsúpu fyrir gesti og gangandi. Með þeim árangri að smám saman kviknaði líf í öllum húsunum, og nú er þar skemmtilegt þorp eða sam- félag með fjölda veitingastaða og verslana og allt í lífrænu samhengi við aðra starfsemi í kringum Reykja- víkurhöfn – hjarta borgarinnar. Kjartan var spurður í myndinni hvort ekki hefði verið á döfinni að rífa þar öll þessi hús þegar hann hóf þar sinn veitingarekstur og byggja í staðinn stórhýsi, og þá svaraði hann: „Jú, en hrunið bjargaði okkur!“ En þannig er það einmitt með ýmislegt: Þetta hrun í október 2008 bjargaði á margan hátt þjóðfélaginu frá hörm- ungum og mátti í raun varla koma degi seinna. Samfélagið var að verða að hálfgerðu fávitahæli; Ísland væri nú fyrir löngu orðið að einhvers kon- ar apaplánetu ef þetta hrun hefði ekki bjargað okkur á síðustu stundu. Afi allrar þjóðarinnar Hér var allt vaðandi í peningum árin fyrir hrun, og það var út- breidd skoðun, básúnuð af mektarmönnum, að ástæðan væri sú að Íslendingar væru öllum öðrum fremri þegar kæmi að hugkvæmni, áræði og dirfsku, og það sökum hetjulegs uppruna okkar og sögu. Á landinu snerist allt um fáeina auð- menn sem smám saman voru að sölsa undir sig öll völd; í bönkum, fyrirtækjum, fjölmiðlum og jafnvel skipulagsmálum. Auðmönnum sem í hina röndina blasti við að væru hinir verstu plebbar; illa máli farn- ir, áhugalausir um allt nema rándýrt smekkleysi. Fljúgandi um á einka- þotum og þyrlum og siglandi lúxus- snekkjum og gerandi allt bjánalegt og dýrt eins og þeim sýndist, undir gunnfána kjörorðsins „ég á það, og ég má það!“ Og allt þjóðlífið snerist um þessa menn. Eitt sinn hringdi farsíminn hjá mér og blaðamaður var á línunni; hann var að gera athugun hjá völdum hópi Íslendinga á því hvaða auðmaður þeim þætti flottastur og áhugaverðastur. Mig langaði mest til að skella á hann með formælingum, en þar sem þetta var ungur og geðslegur blaðamaður og eflaust bara að vinna sitt starf sam- kvæmt fyrirmælum yfirmanna sagð- ist ég alúðlega ekki vilja vera með í þessu. Hann spurði kurteislega hvort ég hefði ekkert að segja um einhvern helstu auðjöfranna. Ég sagði: „Jú, það er svolítið fyndið hvað Björgólfur Guðmundsson er að verða svona jólasveinn og afi allrar þjóðarinnar.“ En þá var orðið svo að varla leið dag- ur án þess hann væri í fjölmiðlum að afhenda listamönnum eða öðrum þurfalingum ávísun sem var yfirleitt svo stór að varla sást í þiggjandann þarna bak við tékkann við hlið Björg- ólfs. Lengra varð samtal okkar blaða- mannsins ekki, en svo kom úttekt- in á opnu í næsta helgarblaði, þar var mín setning um afann og jóla- sveininn, ekki tengd við mig, en ég hins vegar talinn upp í einhverri tíu- fimmtán manna álitsgjafa-akadem- íu um það hvaða auðjöfur landsins væri flottastur! Maður hefur sjaldan skammast sín jafn mikið, og dugði lítt að reyna að fá þetta leiðrétt. Guðlast um auðkýfinga Snobb fyrir peningum og merkja- vöru var þá að verða óþolandi á landinu; ég man ég heyrði að í einum af „fínni“ framhaldsskólum í Reykja- vík væri hæðst að þeim nemend- um sem ekki kæmu í það minnsta akandi á BMW í skólann. Fáeinir auðmenn voru farnir að ráðskast með skipulagsmál Reykjavíkur svo að stefndi í hörmungar, og sömu auðmenn voru farnir að fjármagna menningarlíf landsmanna á þann hátt að listamenn máttu passa sig á hvað þeir segðu eða gerðu með sín- um verkum ef þeir vildu ekki eiga á hættu að verða útskúfaðir; frægt er dæmið um Snorra í Klink og Bank sem varð uppvís að einhverju þannig guðlasti um auðkýfinga að honum var hent á dyr. Enn má nefna tón- listarhúsið Hörpu, en eins og sumir muna var einkahlutafélag að byggja það hús, og sama hlutafélag hefði síðan átt húsið. Og eigendur þess, auðmennirnir, gerðu ráð fyrir mikl- um eigendasvítum í húsinu, með sána og lúxusvistarverum ( meðal annars þar sem nú eru Björtuloft.) En eftir hrun og með nýjum stjórn- endum breyttist það allt; húsið varð að eign almennings og hefur orðið félagsheimili allrar þjóðarinn- ar – í stað þess að fólk kæmi þang- að inn með lotningarsvip gesta sem er hleypt um stundarsakir inn í dýrð aðalsins. Hrunið var auðvitað skelfilegt þegar það gekk yfir og setti mik- inn óhug að þjóðinni, eins og sást á fjöldamótmælum og óeirðum og öllum móral í samfélaginu; vetur- inn 2008–9 hitti maður næstum engan sem ekki trúði öðru en að efnahagslífið væri á síðustu bensín- dropunum, keyrði í rauninni á því sem var fyrir í tanknum og ekki síð- ar en næsta haust yrði allt stopp og lamað í þjóðfélaginu. Þá var líka heimskreppa og allir töldu víst að eignir þrotabúa föllnu bankanna væru næstum einskis virði; hlutafé og inneignir í fyrirtækjum og sjóð- um á heljarþröm. Síðan hefur margt gerst og það furðu hratt, og í framtíð- inni munu menn eflaust deila hart hverjum það sé helst að þakka – póli- tíkusum og öðrum stjórnendum. Ég hitti um daginn vin minn sem starfar og hrærist í alþjóðlegu viðskiptalífi og spurði hann hverjum við ættum batann helst að þakka? Hann sagði að það mætti fyrst og fremst þakka þeim útlendu seðlabönkum sem brugðust við heimskreppunni með botnlausri peningaprentun og lækkun stýri- vaxta niður í núll eða neikvæða – kannski fyrst og fremst banda- ríska seðlabankanum og svo þeim evrópska. Með því tókst að halda efnahagslífinu gangandi og fyrir- tækjunum lifandi. Og þess vegna væru þær eignir þrotabúanna sem fyrir fáum árum voru taldar verð- lausar núna kannski meira en tvö þúsund milljarða virði. Þetta væru hinar frægu eignir „hrægammasjóðanna“ sem margir vilja komast með krumlurnar í, til að bæta hag ríkissjóðs, okkar Íslendinga almennt. Og kannski bara gott um það að segja. Það fer þá kannski svo við stórgræðum á endanum á hrun- inu? Blessuðu hruninu? n Björgólfur Guðmundsson En þá var orðið svo að varla leið dagur án þess hann væri í fjöl- miðlum að afhenda listamönnum eða öðrum þurfalingum ávísun sem var yfirleitt svo stór að varla sást í þiggjandann þarna bak við tékkann við hlið Björgólfs. „Þetta hrun í október 2008 bjargaði á margan hátt þjóðfélaginu frá hörm- ungum og mátti í raun varla koma degi seinna. Samfélagið var að verða að hálfgerðu fávitahæli; Ísland væri nú fyrir löngu orðið að einhverskonar apaplánetu ef þetta hrun hefði ekki bjargað okkur á síðustu stundu. Hannes Hólmsteinn Margir láta Hannes H. Gissurarson fara óstjórnlega í taugarnar á sér og þá vegna skoðana hans, en sjálfur hef ég oft haft gaman af honum. Kjartan sægreifi Kjartan var spurður í myndinni hvort ekki hefði verið á döfinni að rífa þar öll þessi hús þegar hann hóf þar sinn veitinga- rekstur og byggja í staðinn stórhýsi, og þá svaraði hann: „Jú, en hrunið bjargaði okkur!“ U m þessar mundir eru sjö- tíu ár síðan Sovét herinn frelsaði Auschwitz úr klóm nasista. Dagur reiði, dagur sorgar. Auschwitz er í hug- um siðaðra manna tákn hinnar hreinræktuðu villimennsku. Samt áttu nasistar sér fylgissveina meðal hámenntaðra manna. Frægastur þeirra er líklega heimspekingurinn Martin Heidegger. Hann gekk í nasistaflokkinn vor- ið 1933 og varð rektor Freiborgarhá- skóla. Setningarræðuna endaði hann með „Heil Hitler!“ Samt töldu flestir að hann hefði varla verið hreinræktaður Hitlersinni. Hann var nemandi Gyðingsins Edmunds Husserl og margir af helstu nem- endum hans sjálfs voru af Gyðinga- ættum. Nægir að nefna heimspek- inginn fræga Hönnuh Arendt en við hana átti Heidegger vingott. Því héldu menn að Heidegger hefði alltént ekki verið Gyðingahat- ari, fremur meðreiðarsveinn nas- ista en eiginlegur nasisti. En nýlega voru dagbækur Heideggers birt- ar og kemur þar í ljós að hann var hreint ekki sneyddur Gyðingahatri. Hvort heimspeki hans hafi nasískan þátt skal ósagt látið, um það deila hinir lærðu. Meginverk hans, Sein und Zeit (Veran og tím- inn) er vissulega torskilið en ein- kennist að mínu mati af mikilli einstaklingshyggju og andúð á hóp- mennsku. Að svo miklu leyti sem nasistar höfðu eiginlega hugmynda- fræði þá var hún af hóphyggjutagi. Eitt af kjörorðum nasista var „þú ert ekkert, þjóð þín allt“ (Du bist nichts, dein Volk alles). Hvað þetta varðar var Heidegger alltént öðru- vísi þenkjandi en velflestir nasistar. Staðreyndin er sú að þýskir heimspekingar af ólíkasta tagi ánetjuðust nasismanum eða urðu meðreiðarsveinar hans. Sænski fræðimaðurinn Svante Nordin bendir á að í þeirra hópi hafi bæði verið Nietszche-sinnar og Kantverj- ar en Kant hefur yfirleitt verið frjáls- lyndur hugsuður. Þessa nasísku Kantverja var helst að finna í Þýska heimspekifé- laginu (Deutsche philosophische Gesellschaft). Á tólf ára afmæli félagsins árið 1933 voru nasista- söngvar sungnir og félagar brýnd- ir til baráttu fyrir þýskri hughyggju gegn efnishyggju og öðrum sóða- skap. Nicolai Hartmann var ekki Kantsinni en markaði heimspeki- stefnu sem gekk í þveröfuga átt við stefnu Heideggers. Enda þoldu þeir ekki hvor annan. Samt studdi Hart- mann Hitler. Nordin segir að nas- istum hafi verið nokk sama hvers lags heimspeki menn stunduðu svo fremi þeir væru af réttum kyn- þætti og andæfðu ekki stjórninni. Enda hafi þeir ekki trúað á klára, ríkisstudda heimspekikreddu (Nordin (2014): 240–244). Gagnstætt kommúnistum sem þoldu enga aðra heimspeki en þá sem var í samræmi við kreddur marx-lenínismans. En það gerir ekki ódrengi nasismans hótinu skárri. Víkur nú sögunni að einum af frumherjum greiningarspeki, rökfræðingnum Gottlob Frege. Ekki alls fyrir löngu birtust dag- bækur hans á prenti. Þar kemur í ljós andúð á Gyðing- um og lýðræði, mikil dýrkun á þýska keisaradæminu og lýðræðisóvinin- um Erich Ludendorff, herforingja (Frege (1994): 1067–1098). Eins gott að karlinn Frege skyldi hrökkva upp af átta árum fyrir valdatöku nasista. Heimspekikenn- ingar Heideggers og Freges eru eins ólíkar og svart og hvítt, samt voru þeir haldnir sömu andúð á Gyðing- um og lýðræði. Spurt er: Voru þessir heimspek- ingar sem studdu nasismann tæki- færissinnar og/eða meingallaðir einstaklingar sem haldnir voru stjórnlyndi og rasisma? Getur verið að heimspekikenningar þeirra séu nasistadekri þeirra óviðkomandi? Alla vega var Gyðinga- og lýðræðis- hatur jafn algengt og kvef í Þýska- landi millistríðsáranna. Um þetta má hugsa á degi reiði, degi sorgar. n Heimspekin og Auschwitz Stefán Snævarr skrifar Af blogginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.