Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 44
44 Lífsstíll Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015
S
æl, Ragga
Ég er svolítið rugluð í ríminu
núna. Ég er einstæð móð-
ir, 49 ára með tvö börn. Eft-
ir skilnað fyrir tveimur árum
er ég nýlega byrjuð að leita fyrir mér
í samskiptum við aðra menn. Ég er
búin að hitta nokkra á stefnumót-
um, en ekkert hefur endað í meiru
en smá daðri.
Nú er ég í erfiðri stöðu. Ég fór á
djammið og lenti á spjalli við fal-
legan „dreng“, sem sýndi mér mik-
inn áhuga. Hann er 26 ára og hefur
mikinn áhuga á að vera með eldri
konu. Síðan þá höfum við spjallað
heilmikið saman, bæði á netinu og í
síma. Hann er yndislegur, vel vaxinn
og gefandi karlmaður, en aldurs-
munurinn hræðir mig. Við höfum
sömu skoðanir á kynlífi, og lífinu
yfirhöfuð, en það truflar mig að ég
gæti verið móðir hans.
Vinkonum mínum finnst þetta
viðbjóðslegt og segja mig skrítna.
Mig langar svo að upplifa stund-
ir með honum og leyfa honum
að leika við mig eins og hann vill.
Eitthvað segir mér samt að það
sé ekki rétt vegna aldursmunar-
ins. Þetta yrði svo sem aldrei neitt
meira en freistandi leikur fyrir mig,
en hvar dregur maður mörkin?
Bestu kveðjur, Anna
Sæl, Anna
Til að byrja með langar mig að biðja
þig að snúa hlutunum við og hugsa
aldursmuninn upp á nýtt. Ég er viss
um að þú hefur oft heyrt um 49 ára
karlmenn sem hafa átt 26 ára ást-
konur eða kærustur. Kannski hef-
ur þú hugsað „einn að yngja upp“
eða „hann er aldeilis hress“, en ég er
nokkuð viss um að tilfinningar þínar
hafi ekki rist mikið dýpra.
Kynjamisrétti
Í samfélagsgerð okkar er rík hefð fyrir
því að sætta sig við talsverðan aldurs-
mun þegar karlinn er eldri, en for-
dómarnir eru skammt undan ef það er
á hinn veginn. Í amerískum sjónvarps-
þáttum eru konur sem kjósa að leggja
lag sitt við yngri menn kallaðar fjalla-
ljón (e. cougars), og iðulega sýndar í
níðþröngum hlébarðabuxum og mjög
efnislitlum og flegnum bolum. Ungu
mennirnir eru kallaðir bjarnarhún-
ar (e. cubs), og þrátt fyrir að vera
buffaðir mjög, virðast þeir varnar-
lausir gegn hinum sækjandi kvendýr-
um. Orðræðan og staðalmyndirnar
gefa til kynna að þessar konur séu að
gera eitthvað siðferðilega rangt og nýti
sér innbyggða greddu litlu loðbolt-
anna, sem þeir auðvitað geta ekkert
gert að. Ef þú aftur á móti leiðir hug-
ann að ímyndinni sem umlykur eldri
karlmenn með yngri konum, er ann-
að upp á teningnum. Þeir birtast okk-
ur sem fágaðir mentorar, ungir í anda,
leiðandi og sterkir. Í stóra samhenginu
er þetta auðvitað ekkert annað en
samfélagsleg birtingarmynd kynja-
misréttis – sem þarf að leiðrétta.
Vinkvennavandamál
En snúum okkur að „vandamálinu“
þínu. Reyndar mundi ég vilja kalla
þetta vandamál vinkvenna þinna, því
þær eru vælandi yfir þessu – ekki þú.
Vissulega getur verið munur á þroska
og fyrirætlunum hjá einstaklingum
sem 23 ár skilja að, en þið eruð bæði
fullorðin. Ef þig langar að vera með
manninum hvet ég þig til að láta verða
af því – þú ein getur tekið þá ákvörðun.
Ég ráðlegg þér að vera skýr um fyrirætl-
anir þínar frá upphafi, líkt og ég mundi
ráða fólki á hvaða aldri sem er. Ef hann
lætur sig dreyma um sameiginlegan
fjárhag og hversdagsferðir í Bónus, en
þú einblínir á nautnir holdsins, gæti
ráðahagurinn verið slæmur.
Að lokum vil ég vitna í orð Dans
Savage, kynlífsráðgjafa í Seattle, um
sambönd þar sem talsverður aldurs-
munur kemur við sögu. Hann kall-
ar þetta tjaldstæðisregluna: Ef þú átt í
sambandi við yngri einstakling, skildu
hann þá eftir í betra ástandi en þú
fannst hann. Gangi þér vel og góða
skemmtun, Ragga. n
Eldri kona girnist
mun yngri mann
n Er 23 ára aldursmunur í lagi? n Vinkonurnar yfir sig hneykslaðar
Cougartown
Ameríska
þáttaserían þar
sem Courtney
Cox Arquette
lék hlutverk
fjallaljónsins.
„Hann er yndisleg-
ur, vel vaxinn og
gefandi karlmaður, en
aldursmunurinn hræð-
ir mig. Við höfum sömu
skoðanir á kynlífi, og lífinu
yfirhöfuð, en það trufl-
ar mig að ég gæti verið
móðir hans.
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
V
ið höldum áfram að
fræðast um áhugaverð-
ar kynlífsstellingar sem
stellingafræðingur Kyn-
lífspressunnar er búinn
að prófa, af einskærri óeigingirni:
„Í þessari stellingu er lykil-
atriði að hafa kodda, sæng eða
eitthvað annað upprúllað und-
ir maganum. Ef ekki er hugað að
þessu geta mjaðmabeinin kramist
óþægilega. Þessi stelling er fín ef
karlmaðurinn er með langt typpi,
því hún lengir innganginn, ef svo
má að orði komast. Það er meira
hold sem örvar og nuddar liminn.
Fyrir mig er þessi stelling frekar
heftandi, ég get hvorki hreyft mig
né horft í augu hans, en ef ég er í
undirgefnu skapi virkar hún vel. Í
þannig aðstæðum vil ég að að mér
sé þrengt. Kannski má líkja stell-
ingunnni við fjötra, án þess að
bönd eða ólar séu til staðar.“
Kynlífspressan bendir á að
stellingin virkar að sjálfsögðu líka
fyrir tvo karlmenn sem njótast. n
Stelling vikunnar
Hraðahindrunin
Um stellinga-
sérfræðinginn
Hún er gagnkynhneigð kona sem á
einn eiginmann, einn kærasta og einn
elskhuga. Þeir vita allir hver af öðrum
og hafa hist. Hún er mikil nautnagyðja,
líkaminn er mjúkur og brosið blítt. Kynlíf
stundar hún að jafnaði þrisvar í viku með
ástmönnum sínum.
Líkt og fjötrar Góð
stelling ef karlmaðurinn
er með langt typpi.
Hugleiðingar
konu sem vill
drottna í kynlífi
Þar til nýlega hafði ég aldrei
kannað möguleikann á drottn-
un í kynlífi án samviskubits. Ég
hélt að þá þyrfti ég að fara í karl-
mannlegt kvenhlutverk sem
myndi ekki hæfa mér. Hægt og
rólega fór ég að skilja að það að
drottna er ekki að bara að sýna
karlmannlega frekju – heldur
snýst það um öryggi og sjálfs-
traust og næmi fyrir þörfum og
væntingum leikfélagans.
Dáist að mér
Uppskriftin
er þess vegna
einhvern veginn
svona: Karlmað-
ur sem þráir að
láta sterka konu
segja sér fyrir verkum og stjórna
sér. Hann heillar mig og dáist að
mér fyrir útlit mitt og hegðun.
Hann kann að meta hvernig
ég ber mig í eggjandi klæðnaði
og hlýðir að auki þeim óskum
sem ég legg fram á þokkafullan,
ögrandi og skemmtilegan hátt.
Fyrir mér eru þetta formerkin
fyrir farsælt samband drottnandi
konu og undirgefins manns
(D/u-samband).
Dónalegir karlmenn
Það hafði lengi truflað mig
hversu margir karlkyns drottnar-
ar eru grófir og dónalegir
gagnvart kvenkyns,
undirgefnum leik-
félögum sínum.
Ég áttaði mig
svo á að þessir
grófu einstak-
lingar gefa alls
ekki góða mynd af
því hvernig D/u-samband getur
litið út. Að mínu mati ætti sú
drottnandi að leggja rækt og orku
í að komast að því hvað hinn
undirgefni vill í raun og veru og
hvetja viðkomandi til að prófa
nýja hluti og upplifa fantasíur á
öruggan hátt. Þannig samband
finnst mér fallegt – eins og að
vera með kynferðislegan og and-
legan einkaþjálfara. En það krefst
mikils trausts og virðingar.
Mýkt, húmor og hlýja
Ég þarf að kanna
betur hvar mörk-
in liggja. Mig
grunar að ég
velji mjúka leiki
en ekki harða,
í það minnsta á
þessu stigi. Ég er tilbúin að skipa
og láta dást að mér, en langar
ekki að niðurlægja eða meiða.
Það er í lagi að leikfélaginn komi
með óskir um klæðnað eða það
sem er gert, en endanlega er það
ég sem ræð. Ég vil halda í húmor
og hlýju í leiknum. Allt þetta verð
ÉG að vera viss um áður en ég set
mig í aðstæður með undirgefn-
um karlmanni.
Aston Kutcher og Demi Moore Á
meðan allt lék í lyndi.