Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 50
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201550 Menning Metsölulisti Eymundsson 14.–23. janúar 2015 Allar bækur 1 AfturganganJo Nesbø 2 Heilsubók Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir 3 DNAYrsa Sigurðardóttir 4 Bjór - Umhverfis jörðina á 120 teg. Stefán Pálsson 5 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 6 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 7 Veislan endalausaRagnar Freyr Ingvarsson 8 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 9 Dagbók Kidda klaufa 6 - Kaldur vetur Jeff Kinney 10 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 3 Bonita AvenuePeter Buwalda 4 UndurR.J. Palacio 5 ÓróiJesper Stein 6 ÖngstrætiLouise Doughty 7 Hinumegin við fal-legt að eilífu Katherine Boo 8 Maður sem heitir Ove Fredrik Backman 9 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 10 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg GrafalvarlEG vErk fyrir dótapíanó Tinna Þorsteinsdóttir rannsakar samhengi píanós og dótapíanós á Myrkum músíkdögum t ónlistarhátíðin Myrkir mús­ íkdagar fer fram í Hörpu um helgina. Þar verður boðið upp á margt af því besta og mest spennandi sem er að gerast í íslenskri samtímatón­ list, ásamt því að nokkrir erlendir tónlistarmenn koma fram. „Það er eins og jólin séu að ganga í garð,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanó­ leikari sem mun á sunnudag rann­ saka tengsl píanós og dótapíanós – tveggja útlitslega áþekkra en ólíkra hljóðfæra – í nýjum verkum eftir sex ung íslensk tónskáld. Eins og Schroeder í Smáfólkinu Á tónleikunum Píanó vs. Dóta­ píanó verður hljóðheimum hins hefðbundna píanós og smágerðs dótapíanós att saman. Tinna hefur fengið sex ung íslensk tónskáld til að semja verk fyrir hvort sitt hljóð­ færið og ætlar þannig að skapa samtal á milli þessara tveggja hljóð­ gjafa. „Þau líta eins út – annað er stórt, flygillinn, en hitt er lítið, dóta­ píanóið sem lítur út eins og flygill. En þetta eru mjög ólík hljóðfæri. Það er bara einn litur á nótunum í dótapíanóinu og það gefur frá sér hljóð sem eru virkilega eins og í leikfangi. Það er ásláttarhljóðfæri eins og sílófónn eða eitthvað svo­ leiðis. Ég heyri þetta aðallega notað í popplögum í dag, ekki jafn mik­ ið í klassík en það er að breytast og dótapíanóið kannski að skjótast upp á stjörnuhimininn,“ segir Tinna og brosir. Leikfangapíanóið er þó alls ekki ný uppfinning og hefur verið notað í alvarlegum tónsmíðum í meira en hálfa öld. „John Cage var frum­ kvöðull í þessu eins og svo mörgu öðru. Hann var fyrstur til að semja alvarlega tónsmíð fyrir dótapíanó – það var svítan fyrir dótapíanó árið 1948. Þar með var þetta orðið hljóð­ færi sem fólk tók alvarlega. Það er einmitt til rosalega falleg ljós­ mynd af honum þar sem hann situr renglulegur við dótapíanó. Þetta er náttúrlega dálítið skrýtin staða, maður situr á pinkulitlum kolli og þarf að krumpa sig einhvern veg­ inn saman. Mér líður alltaf eins og Schroeder í Smáfólkinu þegar ég spila á það.“ Grafalvarleg verk fyrir dótapíanó Nú tengja margir svona leikfanga­ hljóð sérstaklega við barnslegar til­ finningar sem til dæmis hin svokall­ aða krúttkynslóð – Sigur Rós, Múm og fleiri – hefur unnið með í verk­ um sínum. „Ég get alveg ímyndað mér að hljómurinn kveiki á þeim bjöllum, en ég nálgast það engan veginn þannig. Fyrir mér er þetta bara mjög áhugaverður hljóðgjafi. Það eru til alveg grafalvarleg verk fyrir dótapíanó, sjúklega erfið og tæknilega flókin,“ segir Tinna. Í nokkurn tíma hefur Tinna dundað sér við dótapíanóið sam­ hliða hinum hefðundna píanóleik og fengið þó nokkur tónskáld til að skrifa verk fyrir hljóðfærið. „Það er svolítið langt síðan ég byrjaði að panta verk og prófa mig áfram með það. Það er að verða til dálítið bókasafn af verkum á Íslandi.“ Tónskáldin sem eiga verk á tón­ leikunum eru Einar Torfi Einars­ son, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir. „Mér fannst gaman að fá fólk til að hugsa um hljóðfærin í samhengi og sjá hvort það fyndi sameiginlegan flöt á þeim eða einhvern gjörólík­ an. Það er það sem gerðist, fólk fór ótrúlega ólíkar leiðir.“ Í nýju verki eftir Pál Ragnar fær Tinna svo aðstoð frá Frank Aarnink sem mun spila inn í flygilinn með sleglum og rafmagnsboga (e. ebow). „Hljóðsvið píanósins stækk­ ar enn þá meira. Það er sniðugt að láta marga spila á píanó í einu því þá á sér stað ákveðin útvíkkun. Það er svo heillandi að fara út úr þessu píanóhljóði og breyta því í eitt­ hvað allt annað. Þetta svolítið eins og það sem fólk er að gera í raf­ tónlist, nema mjög áþreifanlegt og akústískt. Maður er allt í einu far­ inn að spila á slagverk með píanó­ inu. Þá fer maður að hugsa öðruvísi hvernig maður spilar á hljóðfærið. Það er mjög heilsusamlegt, það víkkar út hljóðheiminn og heila­ starfsemina,“ segir Tinna. Áþreifanleg sínusbylgja En eru yfirhöfuð einhverjir möguleikar eftir með píanóið sem menn eins og John Cage voru ekki búnir að prófa? „Það er búið að gera rosalega margt. En ef maður segir að það sé allt búið þá er list­ greininni náttúrlega sjálfhætt. Það er eitthvað eftir sem við sjáum ekki nákvæmlega núna. Útvíkkanirnar með elektróník eru gígantískar.“ Hin skýru mörk milli klassískr­ ar samtímatónlistar og tilrauna­ kenndrar raftónlistar virðast einmitt smám saman vera að mást út. Þetta telur Tinna vera góðs viti. „Svo er svo skrýtið að þegar maður hlustar á píanóhljóminn þá er hann svo ná­ tengdur elektróníkinni. Maður situr við hljóðfærið og svo kemur hljóð­ ið upp úr hljómbotninum og það er svolítið lengi að dreifa sér og mað­ ur finnur hljóðbylgjurnar. Þannig að stundum þegar ég spila þá upplifi ég: „Vá, þetta er bara hrein sínusbylgja.“ Hljóðið er alveg áþreifanlegt.“ n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Frumkvöðull Uppfinningamaðurinn, heimspekingurinn og tónskáldið John Cage var líklega fyrstur til að taka dótapíanóið alvarlega og samdi svítu fyrir hljóðfærið árið 1948. Umbreytir flyglinum Tinna Þorsteinsdóttir leikur sér inni í flyglinum og víkkar þannig út hljóðræna möguleika píanósins. Mynd SiGTryGGUr Ari Áþekk en ólík Hljóðheimum píanós og dótapíanós verður att saman á tónleikum Tinnu Þorsteinsdóttur í Hörpu á sunnudag. Mynd SKjÁSKoT rÚV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.