Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Side 62
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201562 Fólk T ónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, sem er einnig þekkt undir lista- mannsnafninu DJ Flugvél og Geimskip, fór til Japan í nóvember á vegum Útflutnings- stofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, og STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar. Tilgangur ferðalagsins var að hitta tónlistar- fólk frá Norðurlöndunum, Japan og Kóreu og vinna með þeim að því að semja tónlist sem flokkast undir tónlistarstefnurnar J-pop og K-pop. Hvað ertu að gera í Japan? Steinunn varð undrandi á því að sjá mynd af sjálfri sér, skjáskot úr sjónvarpsþætti, hjá japönskum Twitter-notanda um daginn, og það kom henni enn meira á óvart að athugasemdir á japönsku hrúg- uðust inn á þráðinn og japönskum fylgjendum hennar á samfélags- miðlum fjölgaði skyndilega. Skýr- inguna var að finna í örstuttu viðtali sem tekið var fyrir sjónvarpsþáttinn „Hvað ertu að gera í Japan“: „Ég var búin að vera á ferðalagi í 20 klukku- tíma, var dauðþreytt og skítug og leið ömurlega. Ég var nýbúin að þvo mér í framan, var ekkert mál- uð og í skelfilega ljótum ferðalaga- fötum. Þegar ég gekk út af flugvell- inum hugsaði ég með mér að það væri eins gott að ég færi beint upp á hótel og léti engan sjá mig fyrr en ég væri búin að sofa, fara í sturtu, klæða mig og mála mig. Þá kemur allt í einu sjónvarpstökulið askvað- andi með risastóra upptökuvél og ýtir hljóðnema að nefinu á mér og spyr: „Hi, can we talk to you? What are you doing in Japan?““ Það sýndi sig svo að um var að ræða vin- sælan þátt í japönsku sjónvarpi og þátturinn með Steinunni var sýnd- ur síðustu helgi. Umsvifalaust byrj- uðu japanskar athugasemdirnar á Twitter og við Youtube-myndbönd Steinunnar að hrúgast inn. Kastað í djúpu laugina J-pop og K-pop eru eins og nöfnin gefa til kynna heiti yfir japanska og kóreska popptónlist. Höfundarnir eru yfirleitt ósýnilegir en flytj- endurnir njóta mikilla vinsælda: „Þessi tónlist er samin eftir ótrúlega ströngum reglum um takt og lengd og laglínur. Í Japan er ákveðin skil- greind aðferð sem höfundar verða að fara eftir ef lögin eiga að fá spilun. Það var mjög skemmtilegt að kynn- ast þessu og ég hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að búa til popptón- list áður en ég fór út. Mér var eigin- lega kastað út í djúpu laugina og ég lærði ótrúlega mikið á þessu.“ Ný tónlist með nýjum aðferðum Steinunn samdi nokkur lög í ferðinni og vonast til að þau verði gefin út „því þá fæ ég pening,“ segir hún og hlær dátt. Hún segist nú þegar hafa notað aðferðirnar sem hún lærði til að semja eigin tón- list, en hún vinnur að efni fyrir nýja plötu sem kemur út innan skamms: „Svo kynntist ég auðvitað fjölda fólks sem ferðast um heiminn og semur tónlist fyrir poppara. Það fannst mér gaman og ég vona að þau sambönd nýtist mér síðar.“ n Óvænt athygli frá Japan DJ Flugvél og Geimskip í japönsku sjónvarpi Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Í japönsku sjónvarpi Viðtal við ferðalanginn Steinunni. „Ég var búin að vera á ferðalagi í 20 klukku- tíma, var ógeðslega þreytt og skítug og leið ömurlega. Steinunn Eldflaug Litrík tónlistarkona. MyND SiGtRyGGuR ARi Þ að er alltaf erfitt að vera í burtu en þetta er áttunda árið sem ég er ekki heima svo ég er vön þessu,“ segir körfu- boltakonan og landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir sem býr í Pól- landi þar sem hún er atvinnumann- eskja í körfubolta. Helena, sem er 26 ára, var í námi í fjögur ár í Bandaríkjunum, keppti í tvö ár í Slóvakíu og eitt ár í Ungverja- landi. Hún hefur búið í Póllandi frá byrjun september og líkar vel. „Þessi bær er mjög lítill, bara um 20 þúsund íbúar. Hins vegar eru stór- ir bæir allt í kring og ég er bara tvo tíma að keyra til Berlínar. Við æfum tvisvar á dag en annars er ég bara hér heima að horfa á sjónvarpið eða púsla. Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera.“ Kærasti Helenu er körfubolta- maðurinn Finnur Atli Magnússon sem spilar með KR en þau hafa ver- ið saman í tæpt ár. Hún segir það kost að eiga kærasta sem sé einnig í sportinu. „Hann skilur eflaust bet- ur en aðrir það sem ég er að gera því hann þekkir þennan heim,“ segir hún en játar því að fjarlægðin á milli þeirra geti tekið á. „Það er oft erfitt að vera í fjarsambandi en við erum dugleg að hittast. Hann kom í heim- sókn október og svo fór ég heim um jólin og svo hittumst við í London um daginn. Svo kemur hann von- andi í heimsókn í lok febrúar og ég kem heim í sumar til að spila með landsliðinu.“ Leikmenn í körfubolta eru gjarn- an hærri en gengur og gerist og sjálf er Helena 184 sentimetrar á hæð sem hún segir ekki mikið í körfu- boltaheiminum. „Á Íslandi þyki ég hávaxin en í liðinu er ég bara í meðalhæð. Finnur er 208 svo ég get hæglega verið á hælum,“ segir hún brosandi og játar því að börn þeirra verði eflaust hávaxin. „Það er ekkert ólíklegt. Ég hef allavega heyrt þó nokkra brandara tengda því að ég yrði að ná mér í körfuboltamann svo við getum búið til framtíðar- landsliðsfólk.“ n indiana@dv.is Fann ástina í körfunni Helena Sverrisdóttir landsliðsfyrirliði æfir og keppir í Póllandi Körfuboltapar Helena og Finnur hafa verið saman í tæpt ár. Atvinnumaður Helena er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Hún býr í Póllandi. Saknar kærastans Helena og Finnur eru dugleg að heimsækja hvort annað. Upptekin ný- bökuð mamma Það er í nógu að snúast hjá textasmiðnum og listakonunni Bergrúnu Íris Sævarsdóttur. Berg- rún á textann í laginu Þú leitar líka að mér sem hljómsveitin Hinemoa flytur í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn. Bergrún Íris er nýbökuð móðir og mun því fylgjast með keppn- inni heima í sófa í félagsskaps litla nýfædda krílisins. Að auki verður Bergrún á Bessastöðum á föstudaginn þegar Íslensku bókmennta- verðlaunin verða afhent en hún myndskreytti bókina Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson. Ofan á allt saman mun svo hún svo halda nafnaveislu fyrir erfingjann á sunnudaginn. Frægir á skíðum Útvarpsmaðurinn vöðvastælti Ívar Guðmundsson nýtur þessa dagana lífsins í ítölsku Ölpunum. Ívar er staddur í Selva á Ítalíu þar sem hann er á skíðum ásamt fríðu föruneyti. Á meðal þeirra sem renna sér í brekkunum eru athafnamaður- inn Guðvarður Gíslason, betur þekktur sem Guffi, fyrrverandi forstjóri 365 veldisins, Ari Edward og hans kona, Gyða Dan Johan- sen, og hjónakornin Bjarni Ár- mannson og Helga Sverrisdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.