Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 10
8
SigurSui' Nordal
Skírnir'
Sannarlega hefur Sveinbjörn notið bæði lærdóms síns og
skarpleiks, þegar hann ritaði íslenzkt mál. En það var
samt smekkvísi hans og listnæmi, sem gerðu honum þetta
arðbært. til snilldarverka. Honum auðnaðist á sínu sviði
hið sama sem Jóni Sigurðssyni á sínu: að slá lífsins vatn
úr hellu lærdómsins, skapa framtíð með fortíðina að bak-
hjalli.
Hvað er hlutverk lærðra skóla eða menntaskóla? Ekki
að búa menn „undir lífið“ í þeim skilningi, að þeir verði
undirlægjur hverrar tízku, sem lýsir því yfir í þann og
þann svipinn, að hún sé eina lífið, — heldur að gefa þeim
jafnvægi vits, smekks, þekkingar og skapfestu til að kjósa
og hafna rétt, þegar þeir koma út í iðu samtíðarinnar. Til
þessa á meðal annars að kenna þeim humaniora, sagn-
fræði og klassiskar menntir, hvort sem eru suðrænar eða
norrænar, frá fyrri eða síðari öldum. Það á að vera aðals-
mark stúdenta að vita um hið dýrmætasta í menningar-
arfi liðinna tíma og varðveita samhengið við það með allri
þjóðinni. Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum,
hver kynslóð reisir að einhverju leyti nýtt hús á eldra
grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera
í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrar-
magn, — að reisa hús sitt á bjargi, en ekki sandi, og úr
ósviknum efniviði, sem kemur framtíðinni að notum.
Ræktarsemi og frumleikur þurfa að haldast í hendur, —
svo að ræktarsemin verði ekki að andlegum dofa, frum-
leikurinn ekki sinueldur og hégómafálm. Það virðist vera
meira en tilviljun, það hlýtur jafnan að setja Revkja-
víkurskóla mark, að fyrsti rektor hans skyldi vera svo
skýrt dæmi um heillaríka ávexti klassiskrar menntunar
í gróandi þjóðlífi. Sveinbjörn verður alltaf ljómandi tákn
uppeldis af því tagi, sem skólinn á að kosta kapps um.
Þegar slíks manns er minnzt, verður það líka eggjun. Það
var lærisveinn hans, sem kvað: