Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 166
164
Trausti Einarsson
Skírnir
en 5 m frá því mórinn varð til, og hafa aðrir, mér vitan-
lega, ekki véfengt þá ályktun. Um aldur mósins er ekki
vitað með vissu, en sennilega er hann eitthvað 4-6 þús-
und ára gamall.
í annan stað koma svo þær breytingar, sem orðið hafa
á ströndum landsins og við þær síðustu aldirnar eða jafn-
vel áratugina; þær breytingar hafa verið túlkaðar svo, að
landið væri hér enn að lækka, jafnvel mjög ört, 1 metra
á öld segja sumir, aðrir gizka á 2 metra.
Annars staðar á landinu ætla menn svo, að ströndin rísi,
einkum á Norður- og Vesturlandi.
Þessar skoðanir um afstöðubreytingar láðs og lagar eru
engin séreign náttúrufræðinga. Fjöldamargir sjómenn og
aðrir, sem taka eftir stöðu sjávarins við ströndina, þykj-
ast sjá þess greinileg merki, að landið hafi ýmist sigið eða
risið á síðari áratugum. Klettar, sem menn minnir, að ekki
hafi kaffærzt á flóði áður fyrr, standa nú varla upp úr
hálfföllnum sjó eða öfugt. Siglingaleiðir hafa sums staðar
grynnkað, segja menn, sjór gengur nú hærra eða lægra
upp í kjallara við ströndina en áður o. s. frv.
Fljótt á litið virðist þannig margt benda til mikilla
hreyfinga á landinu, ýmist upp eða niður, eftir landshlut-
um. Og frá almennu fræðilegu sjónarmiði er ekkert ósenni-
legt við það. Það er vitað, að lönd geta sigið og risið, og
á það ekki sízt við um eldfjallalönd.
En þótt líkur virðist mæla með hækkun og lækkun vissra
landshluta, þá hafa þó engar nákvæmar mælingar farið
fram þeim til staðfestingar, og því síður mælingar, er
sýni, hve breytingarnar séu örar.
Fyrir nokkrum árum velti ég því stundum fyrir mér,
hvaða örugg ráð mætti finna til að afla upplýsinga, sem
lýstu breytingunum í tölum, en ég verð að játa, að áhug-
inn dvínaði, er ég þóttist sjá, hve málið yrði illt viður-
eignar og tímafrekt, og ég var alveg búinn að leggja það
á hilluna, þegar ég fékk óvænt áhuga fyrir því að nýju.
Ég hafði farið margar gönguferðir meðfram strönd-
inni í nágrenni Reykjavíkur og veitt athygli hinum marg-