Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 23
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og' Smalastúlkan
21
fornmanna, því aS allir vita, að þeir gengu ekki naktir, og
að allir söguviðburðir urðu að ske á sjó eða landi, inn í
húsum eða undir opnum himni, en ekki uppi í himninum.
Til þess að geta þetta, þurfa menn einmitt forngripa-
safn.“
Ekki þar fyrir, fyrst eftir að Sigurður var setztur að
í Reykjavík, var hann að mála andlitsmyndir af mönn-
um og altaristöflur, og tók þetta í fyrstu með allmiklu
kappi.19) f því efni fetaði hann í fótspor fyrsta íslenzka
lærða málarans, Þorsteins Guðmundssonar, sem þá var
raunar búinn að gefa frá sér listina og kominn í vinnu-
mennsku og söðlasmíði, þangað til hann fékk meinsemd í
bakið af bogrinu við söðla þeirra Rangæinga og dó á
Móeiðarhvoli 1864, ekki fimmtugur að aldri.20) Sigurður
hafði þann hátt, þegar hann málaði altaristöflur, að
mynda þær að nokkru leyti eftir altaristöflunni í Reykja-
víkurdómkirkju, en bregða þó nokkuð út af um Krists-
myndina og breyta smávegis öðru í myndinni. Altaristöfl-
ur og mannamyndir voru einustu málverk, sem hægt var
að koma í verð á íslandi í þá tíð, og mannamyndir þó ekki
að neinu gagni, þegar Sigfús Eymundsson var kominn til
sögunnar og fólk gat ,.setið fyrir“ hjá myndasmiðnum.
Altaristöflurnar borguðust seint og illa, eins og gengur,
og Sigurður gafst upp á þeim, varð tómlátur við málun
þeirra, svo að kirkjunnar menn urðu óþolinmóðir að bíða
og brugðu honum um leti.21)
En nú er að svipast um í bænum eins og hann var, þeg-
ar Sigurður kom til hans uppveðraður frá kóngsins Kaup-
inhöfn. Var hér þá ekkert verkefni fyrir listamann annað
en það, að mála altaristöflur? Samtíðarmenn sögðu nei.
Þorvaldur Thoroddsen sagði nei: „Þá var heldur ekki
nein atvinna fyrir listamenn í Reykjavík, enginn keypti
slíkt, og menn höfðu heldur ekki efni á að kaupa listaverk,
þó þeir hefðu viljað.“ Jón Sigurðsson sagði: „Menn eru
soddan nápínur á íslandi." Jón Guðmundsson sagði: „Oss
finnst upp á fátt vera fé kostanda nema það liggi fyrir í
lófa manns, eða menn geti gutlað því ofan í sig eins og