Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 60
58
Andrés Björnsson
Skírnir
í Hauksbók, þar sem frásögn um Heming er ofið inn í
Tostaþátt. Eldri útgáfur af þættinum eru því fremur ófull-
komnar og nokkuð sundurleitar, því að sumir útgefend-
urnir hafa ekki þekkt Hauksbók. Flestar helztu útgáfur
þáttarins verða taldar hér og reynt að benda á, hverjar
Grímur Thomsen muni helzt hafa lesið eða haft í huga, er
hann orti kvæði sitt. Hemingsþáttur er prentaður í þess-
um ritum:
1. Noregssaga Þormóðs Torfasonar, Historia rerum
Norvegicarum, útg. 1711. (Latnesk þýðing.)
2. P. E. Miiller, Sagabibliothek III. b., 1820. (Útdrátt-
ur á dönsku.)
3. Jón Þorkelsson, Sex söguþættir, 1855.
4. Th. Möbius, Analecta norræna, 1859.
5. Flateyjarbók, III. b., 1868.
Aðrar útgáfur, Icelandic Sagas, sem Guðbrandur Yig-
fússon gaf út 1887, og Hauksbók, sem kom út á árunum
1892-1896, eru yngri en svo, að Grímur hafi þekkt þær,
þegar hann orti kvæði sitt um Heming.
Grímur vitnar í rit Torfæusar í kvæði sínu, svo að víst
er, að hann hefur þekkt það. Um hinar útgáfurnar er erf-
iðara að segja, hverjar þeirra Grímur hefur þekkt. Svo
mikið er þó hægt að fullyrða, að hann hefur lesið Hem-
ingsþátt á íslenzku. Það er augljóst af orðavali hans í
kvæðinu.
í Analecta norræna er þátturinn prentaður eftir út-
gáfu Jóns Þorkelssonar, svo að um þá útgáfu þarf ekki
að fjölyrða.
Tímans vegna hefur Grímur bæði getað lesið Sex sögu-
þætti og Flateyjarbók. Þeir Grímur og Jón Þorkelsson
voru vinir, og er líklegt, að Grímur hafi átt útgáfu hans
af þættinum. Tilvísun Gríms í Torfæus í niðurlagi kvæð-
isins gæti þó bent á, að hann hefði ekki haft aðra heimild
um örlög Hemings eftir skilnað þeirra Haralds konungs.
Hjá Jóni Þorkelssyni er niðurlag þáttarins mjög stutt, því
að hann hafði ekki Hauksbókarhandritið. Hjá honum
segir svo: