Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 235
Skírnir
Ritfregnir
233
skjannahvitur, bjartur. Þetta hefur á íslenzkunni orðið Birtingur,
sem er bæði ásjálegt og munntamt, hvernig sem það er nú hugsað.
Ymis önnur nöfn hefur þýðandi orðið að glima við. Gerir hann
nokkra grein fyrir þessu í formála, og skal ekki út í það farið hér.
Einkarvel finnst mér honum hafa tekizt, er hann nefnir Pangloss
Altungu. Þýðingin er yfirleitt allnákvæm, óvíða nokkru sleppt eða
dregið saman. Einhverjar smávillur hafa slæðzt inn, og er það ekki
tiltökumál. I 23. kapítula talar þýðandi um bandamenn, en þar er
á frönskunni gens á lier og þýðir bandóðir menn. Sjaldgæft mun
íslenzka orðið bandamaður í þeirri merkingu. Með þýðingunni á
Candide var H. K. L. annars ekki að vinna neitt nostursverk fræði-
manns fremur en Yoltaire, er hann ritaði söguna. Voltaire vildi
hnekkja heimspekistefnu með skemmtilegri sögu, H. K. L. vildi
gefa Candide þann búning, að hann gæti lifað á íslandi. Eg hygg,
að honum hafi tekizt þetta ágætlega.
Það er annar blær á Birtingi en Candide, að vonum. Islenzkan
er frönskunni ólík. í stíl er H. K. L. ólíkur Voltaire. Hjá Voltaire
er orðið sjálft litlítið tákn merkingarinnar. Hugurinn staldrar ekki
við orðið, en gengur beina leið að merkingunni. Þetta er nú eitt
aðaleinkenni mikils hluta fransks máls á átjándu öld. Annars mun
franskan einstök um þetta hnökralausa gagnsæi orðanna. Hjá
H. K. L. er þetta á allt annan veg. Orðin eru honum, auk sjálfrar
naktrar merkingarinnar, mikið og margt. Málið og stíllinn eru lit-
auðugri. Bitingur er blóðríkari en Candide, en lika dálitlu grófari,
ótignari.
Ég var ekki kominn langt aftur í Birting í lestri mínum, þegar
ég var farinn að óska þess með sjálfum mér, að H. K. L. gæfi Is-
lendingum, af auðlegð máls síns og stíls, aðra gjöf, höfuðrit Spán-
verja, Don Quijote eftir Cervantes. Mér kom að vísu í hug, að ef
til vill væri tunga Spánverja honum framandi, en hugsaði sem svo,
að honum væri þá ekki vandara um en spánska rithöfundinum Una-
muno. Hann verð þegar við fyrstu kynni svo heillaður af Kierke-
gaard, að hann vílaði ekki fyrir sér að læra dönsku. H. K. L. gæti
þá eins lagt á sig að nema tungu Cervantesar.
Magnús G. Jónsson.
Vísnabókin. Vísurnar valdi Símon Jóh. Agústsson. Teikningar
eftir Halldór Pétursson. Hlaðbúð. Reylcjavík 1946.
Barna- og unglingabækur hafa undanfarið verið prýðilega selj-
anlegar, enda hefur komið mikið út af slíku. Mjög hefur þetta ver-
ið sundurleitt og misjafnt að gæðum. Ætli það sé rangt að segja,
að ábatavonin hafi tíðum ráðið nokkuð miklu? Einkanlega þykist
ég sjá, að það hafi verið harla algengt, að menn rykju til að þýða
— misjafnlega vel — úr erlendum málum ritsmíðar, sem ekki höfðu
mikið annað til síns ágætis en að þær voru ekki tormeltar, frekar