Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 172
170
Trausti Einarsson
Skírnir
eða hálffallnir stuðlar eða sjór er búinn að velta þeim til
og kljúfa þá í smærri steina. En af mestum hluta hólm-
anna hefur sjórinn sópað burt þessu stórgrýti. Þannig er
alveg ótvírætt, að hinn fasti berggrunnur á mestum hluta
hólmanna hefur lækkað af völdum hinna eyðandi afla um
1,5—2 m frá því jarðvegur var á hólmunum, þ. e. á hér um
bil þremur öldum, ef treysta má skoðun Klemens Jóns-
sonar.
Þetta brot landsins er alveg fullnægjandi skýring á
þeim breytingum, sem þarna hafa orðið, og hitt verður að
minnsta kosti að telja fráleitt að draga af þessum breyt-
ingum þá ályktun, að almennt landsig hafi átt sér stað.
Menn hafa stundum svipast um eftir leifum einhverra
mannvirkja á hólmunum. Virðist slík leit þýðingarlaus.
Hitt væri líklegra, að í mölinni í Hólmagrandanum mætti
grafa upp einhver brot úr mannvirkjum, því að þangað
berst lausagrjótið úr hólmunum.
í Örfirisey og víðar hér við ströndina eru merki niður-
rifsins í grágrýtinu augljós, líkt og í hólmunum. Grágrýt-
ið eyðist ekki að neinu ráði á þann hátt, að brimið aki
mölinni fram og aftur yfir það og sverfi það niður. Fjöru-
klappirnar eru þvert á móti mjög ósléttar, alsettar hvöss-
um brúnum, og yfirborðið rifið og tætt. Hér er það vafa-
laust frostið, sem er fyrst og fremst að verki. ísöldin skildi
eftir flatar, heflaðar klappir, og má sums staðar sjá parta
af yfirborði þeirra í fjörunni. En víðast hvar í sjávarmál-
inu blasir við hið upptætta yfirborð, er síðar hefur mynd-
azt. Má af þessu víða fá nokkra hugmynd um það, hve
mikið hefur étizt ofan af klöppum. frá því að sjór fór að
herja á þær. Sjaldnast hagar þó eins vel til og í Granda-
hólmunum, að hægt sé að áætla, hve sker og klappir lækki
ört, enda er það undir mörgu komið. En af breytingunum
í hólmunum virðist mega draga þá ályktun, að sprungin
sker eða stuðlabergssker geti breytzt og lækkað svo ört
af völdum niðurrifs, að munur sjáist á einni mannsævi. —
Ég er raunar heldur vantrúaður á, að verzlunarhús hafi
áður staðið í Grandahólmunum. Landspillingin, sem þarna