Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 119
Skírnir
Eiríks sag'a rauða
117
skildust þeir vinir, en bóndi þá gjöf af Þorgilsi (247. k.
Sturl.). Nú segir ekki af Þorgiisi í sambandi við konur
fyrr en haustið 1256, er hann var orðinn höfðingi yfir
Skagafirði og konungur hafði skipað hann yfir Eyjafjörð
og héröðin norður þaðan. Höfundur Þorgils sögu segir
þannig frá: „Þetta haust kom heim í Ás Guðrún Gunn-
arsdóttir; tók Þorgils hana frillutaki; áttu þau dóttur, er
Steinunn hét. Gerðisk þá Illugi bróðir hennar heimamaðr
Þorgils" (304. k. Sturl.).
Frásögn þessi er köld og hin skemmsta, sem komist varð
af með, úr því að atburðanna var getið á annað borð. Guð-
rún var stórbóndadóttir frá Geitaskarði í Langadal í Húna-
vatnssýslu. Ef eitthvað lofsamlegt hefði verið til frásagn-
ar um Þorgils í sambandi við konu þessa, mundi því vissu-
lega ekki hafa verið skotið undan í sögu hans. En Ijóst er
það, að dóttirin hefur andazt ung, því að hún er látin, þeg-
ar sagan er rituð. Engin skýring er á því gefin, hvers
vegna Illugi gerist heimamaður Þorgils. Er ekki fjarri að
ætla, að það hafi verið fyrir bænarstað systur hans, henni
til trausts og halds. Þetta er hulið. En til er órækur vitnis-
burður frá þessum tíma um það, að þær konur voru til,
er báru þungan hug til Þorgils. Mærin Jóreiður í Miðjum-
dal spyr draumkonu sína: „Hvernig er þér til Þorgils
skarða?“ Draumkonan, sem kvaðst vera Guðrún Gjúka-
dóttir, svarar: „Illir þykki mér allir fuglar, er í sitt hreiðr
skíta.“ I sama sinn fer hún lofsorðum um Þorvarð Þórar-
insson (Sturl. II, bls. 221).
Geta verður einnig draums Þorgils sjálfs haustið 1257.
Var það ári síðar en Guðrún kom í Ás. Þorgils náttaði
með mönnum sínum í sæluhúsi í Hvinverjadal. Lét hann
búa um sig til svefns á hurð í dyrum hússins. Er hann
hafði sofið skamma stund, dreymdi hann, „at honum þótti
kona ganga at húsdurunum mikil, ok hafði barnsskikkju
á herðum; heldr var hon daprleg. Hon mælti: „Þar liggr
þú, Þorgils, ok muntu eitt sinn á hurðu liggja síðarr.“ Um
morguninn sagði Þorgils draum þenna Sveinbirni presti,
er var í fylgd hans, „ok þótti presti sem auðfynt, at Þor-