Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 188
186
Trausti Einarsson
Skírnir
að löngu áður var þarna sund, sem bátar fóru jafnan um
við hálffallinn sjó, og loks bendir eyjarnafnið til hins
sama. Um Grandahöfuð er talað um 1500.l) En Granda-
höfuð hét á seinni tímum staðurinn, þar sem grandarnir
mættust, og hefur það sýnilega jafnan verið hæsti staður
grandanna. Þegar höfnin í Reykjavík var gerð, var
Grandahausinn 2 m yfir meðalsjó. — Meðan Hólmarnir
stóðu, er ekki ósennilegt, að malarrifin hafi verið mun
hærri en nú, og ef til vill hafa þau þá náð venjulegri
sjávarkampahæð, þ. e. 3-4 m yfir meðalsjó. Örfiriseyjar-
grandinn hefði þá komið í stað hafnargarðs og hið ákjós-
anlegasta skipalægi hefði verið í Reykjavík. Er hugsan-
legt, að þannig hafi verið umhorfs á dögum Ingólfs, þótt
ekkert verði hér fullyrt um það.
Nú eru Hólmarnir svo mjög eyddir af sjávargangi, að
sjór gengur yfir þá um flóð, og veita þeir Hólmagrandan-
um lítið skjól. En alvarlegasta áfallið fyrir grandana er
líklega efnisþurrðin. Nú hlýtur þeim að berast miklu
minna af efni en áður, er Hólmarnir voru stærri, og hlutu
þeir því að rýrna og lækka frá því sem áður var. Rýrnun
grandanna má þannig sjá í eðlilegum tengslum við land-
brotið, og gefur hún enga bendingu um almennt landsig
við Reykjavík.
Það er alls eigi ósennilegt, að á 16. og 17. öld hafi Ör-
firiseyjargrandinn verið mun hærri en nú eða rétt fyrir
hafnargerðina. Hefur þá verið ágætt skipalægi sunnan
undir eynni og lending ágæt. Hins vegar er erfitt að sjá,
hvernig skipalægi hefði átt að vera við Grandahólmana
á þessum sama tíma. Af þessu virðist sennilegast að ætla,
að Hólmakaupstaður hafi frá upphafi verið í Örfirisey,
þótt söguleg rök í gagnstæða átt, ef óyggjandi eru, verði
auðvitað að ráða.
Víða má sjá þess merki, hvernig malarkambar og malar-
rif hafa færzt til eða breytt um lögun. Getur sú breyting
stafað af landbroti.
1) Ólafur Lárusson, 108.