Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 27
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og- Smalastúlkan
25
langvarandi baráttu. Því ég er framsögumaður í þeim
málum, sem aldrei hafa verið borin upp fyrr og þess vegna
óþekkt hjá almenningi.“ Þetta segir hann í bréfi til vinar
síns og trúnaðarmanns, Steingríms Thorsteinssonar, í maí
1861. í haustbréfinu hafði hann hróðugur bent á fyrsta
sigur sinn: „Næst því að sjá sjálft landið hafa flestir út-
lendir ekki viljað sjá annað en búninginn, sem náttúrlegt
er, því hér er ekki annað að sjá, sem þjóðlegt er, fyrir ut-
an byggingarnar, sem má telja einskonar íslenzkt svínerí,
en ekki íslenzkan góðan og gamlan byggingarhátt.“ f þess-
um bréfum bregður fyrir gamansemi, hann segist geta
valið úr kvenfólkinu, og glímuskjálfta, hann ætlar „ef til
vill að drepa á það skáldlega í búningnum lauslega“. Hann
gerir það í grein í Þjóðólfi. Áður hafði hann ort Falda-
festi,31) sem er í senn lofgjörð um íslenzku konuna og
ástarjátning hans. Hann minnist vinsamlega á stúdent-
ana, sem „vilja fara að bera stúdentahúfur, og vona ég,
að ég komi bráðum hvítum silfurfálka fljúgandi á þeirra
húfur“. Honum semur augsýnilega vel við unga fólkið, og
hann hefur það álit á fslendingum, „að þeir séu framar
öllum vonum móttækilegir fyrir fögrum menntum“. Bréf-
ið er mestmegnis um söng og hljóðfæraslátt. Á því ári
(1861) gaf Bókmenntafélagið út Sálmasöngs- og messu-
bók Péturs Gudjohnsens. Sitt góða álit á íslendingum vill
hann sanna „með því, hvað vel þeir sóttu comedíuna, og
eins með því, hvað hindrunarlítið kvenbúningurinn hefur
rutt sér til rúms“.
Þarna var þá tvennt, sem hægt var að beita gegn smekk-
leysinu, sem var rót alls ills: búningsbót karla og kvenna
og gleðileikirnir.32) Fyrra málefnið varð honum til mik-
illar ánægju, þó að ekki væri það með öllu fyrirhafnar-
laust, því að hann var sýknt og heilagt að leiðbeina kven-
fólkinu um gerð búningsins og silfursmiðum um kven-
skrautið. Hálft í hvoru leit hann á þetta sem vísi að ís-
lenzkum iðnaði, enda fóru útlendir ferðamenn brátt að
sækjast eftir myndum af búningnum, einstökum silfur-
munum og brúðum í búningnum, sem stúlkur lögðu fyrir