Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 41
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
39
Apynjurnar dansa dátt
dúðaðar upp með silkið smátt;
þær neita skarti og synja seim,
nær sýnd eru fögur epli þeim.
Þó náttúran sé lamin með lurk, hún leitar heim.
Leikurinn hefst á því, að Sigríður, dóttir Þórketils, ríks
bónda á Hörgslandi, og Steinvarar konu hans, lýsir ásta-
raunum sínum og kvíða út af fyrirætlunum foreldra sinna,
sem ætla henni ríka giftingu. Unnusti hennar er Björn,
bóndasonur frá Geirlandi, og er hún þunguð af hans völd-
um. Það verður uppvíst, og í stað þess að neyða Sigríði til
að eiga ríkan frænda hennar í Mörtungu, er hún send í
klaustrið í Kirkjubæ og gefnar jarðir með. I klaustrinu er
hinn mesti ólifnaður (2. atriði). Björn kemur þar að nóttu
og rænir Sigríði, og þau flýja til f jalla. Þeim er veitt eftir-
för, en nást ekki. Munkur færir foreldrum Sigríðar frétt-
irnar, og una þau hið versta við sinn hlut. Hér lýkur
fyrsta þætti.
í byrjun annars þáttar er Björn einn í útilegumanna-
fylgsni uppi á fjöllum. Fylgja nákvæmar teikningar af
leiksviðinu eins og raunar áður klausturatriðinu í Kirkju-
bæ. 18-20 ár eru liðin frá atburðunum í fyrsta þætti. Sig-
ríður er dáin, en Grímur sonur hennar og Björns hefur
vaxið upp með föður sínum og öðrum útilegumönnum,
þeim Eldjárni og Hrólfi. Hann hefur aldrei haft kynni af
konum, naumast séð stúlku, og Eldjárn fóstri hans elur
óspart á því við hann, að allt kvenfólk séu djöflar í engla-
líki. „Eru þær þá allar fallegar?“ spyr Grímsi.
Eldjám: Þeg'iðu. Hafi þær aðeins einu sinni séð sjálfar sig' í foi'ai'-
polli, jú, þá fer fyrir þeim aiveg eins og þeim garnla. Jú, jú,
þær elska alveg eins og ungir kettir elska mýs, sem þeir hafa
veitt eða malað út úr einhverri holu. Þegar þær hafa deyft okk-
ur og eitrað með sínum krókódílsaugum og náð á okkur tökum,
þá fara þær fljótt að nota klærnar, trúðu mér. Já, og hafa yndi
af að læsa þeim í okkur, þar sem okkur er sárast.00)
Grímur: Rífa þær eins og kettir?
Eldjárn: Þegiðu strákur, meðan ég tala. 0. s. fr.
Björn ber blak af kvenfólkinu eftir beztu getu. M. a.