Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 179
Skírnir Afstaða láðs og' lagar á síðustu árþúsundum 177
við standbjörg, því að auk þess sem hann eyðir, byggir
hann einnig upp. Eyðingin er í því fólgin, að sjórinn
sverfur mölina og ber svarfið burt eða hann flytur hana
eftir ströndinni. Uppbyggingin felst í því, að sjórinn rótar
sandi og möl upp á land og hleður úr garða eða kampa.
Aðflutningur nýs efnis meðal annars sker þá úr um það,
hvort ströndin færist fram eða aftur.
Þegar alda veður inn yfir grunnsævi, brotnar hún, áður
en landi er náð. Við brotið þyrlar hún upp möl og sandi,
sem hún fleytir að meira eða minna leyti upp í fjöruna.
Við útsogið dregur hún þetta niður aftur, og er álitið, að
það standi í sambandi við bylgjulengdina, þ. e. fjarlægð-
ina milli tveggja öldutoppa, hvort betur geri, útsog eða
aðfall. Langar öldur róta upp á land, en hinar smærri
draga mölina út frá ströndinni.
Af þessu er sýnt, að aðdragandi aldnanna hefur þýðingu.
Vindur, sem blési yfir mjótt sund, gæti ekki reist stórar
öldur, þótt hvass væri. Kemur þetta atriði skýrt í Ijós við
aflöng vötn, eins og t. d. Kleifarvatn. Vindur, sem blæs
langs eftir vatninu, getur komið af stað stórum öldum og
valdið upphleðslu malareyra til enda vatnsins, þar sem
þvervindar geta verið alveg áhrifalausir í því tilliti eða
unnið gagnstætt. Aðdragandi aldnanna kemur ennfremur
til greina við vogskorna strönd, og hefur því talsverða
þýðingu hér við land.
Auk færslu strandarinnar fram eða aftur eftir atvik-
um, á sér ævinlega stað upphleðsla til bráðabirgða, eins
og áður var sagt, þar sem eru malarkambarnir, sem brim-
ið rótar upp. En þeir eru að því leyti stöðugt fyrirbrigði,
að þeir sitja sem garður fremst á hverri (sandorpinni)
lágri strönd og flytjast til með henni, ef hún tekur breyt-
ingum, þó að vitanlega geti þá skipt um efnið í kömp-
unum.
Stundum er upplendið lægra en sjávarkampurinn, og
er þá oft mjög blautt eða jafnvel að mestu leyti undir
vatni. Ljóst dæmi um þetta eru sandarnir á Suðaustur-
landi.
12