Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 216
214
Ritfregnir
Skírnir
og sízt eru meiri brögð að þeirn torfærum i þýðingunni, hvað ensk-
an nútíðarlesanda snertir, heldur en í frumkvæðunum sjálfum,
borið saman við íslenzkt nútíðarmál. Eðlismunur íslenzks og ensks
máls, skortur beygingarendinga hins síðarnefnda, reynist þýðanda
á hinn bóginn ósjaldan þrándur í götu og gerir það að verkum, að
þýðingar hans verða eigi eins mjúkar og fágaðar eins og frum-
kvæðin.
Til þess að gera lesendum sínum léttara um vik að skilja og meta
skáldakvæðin, hefur prófessor Hollander ritað ýtarlegan og ágæt-
an inngang að þessu þýðingasafni sínu, þar sem hann víkur að
uppruna skáldakvæðanna, án þess þó að fara langt út í tilgáturnar
um það efni, og er það rétt gert eins og á stendur; lýsir síðan
höfuðeinkennum kvæðanna með samanburði við forn-germanskan
og forn-enskan skáldskap, því næst efni þeirra, og lýkur inngangs-
ritgerð sinni með gagnorðri lýsingu á Snorra Sturlusyni sem skáldi
og rithöfundi.
Kemur þá meginmál ritsins, og er þar um yfirgripsmikið úrval
að ræða úr kveðskap þrettán skálda, frá Braga enum gamla Bodda-
syni til Sneglu-Halla. I hópnum eru, eins og vera ber, þessi íslenzk
skáld: Egill Skallagrímsson, Kormákr Ogmundarson, Hallfreðr
vandræðaskáld, Gunnlaugr ormstunga, Sigvatr Þórðarson og Arn-
órr jarlaskáld. Fæ ég eigi betur séð en valið úr kvæðum þessara
og’ annarra þeirra skálda, sem hér koma við sögu, hafi vel tekizt.
Hér eru t. d. þýðingar á öllum höfuðkvæðum Egils, og virðist mér
þýðingin á ,,Höfuðlausn“ vera sérstaklega góð.
Þýðandi fylgir einnig úrvalinu úr kveðskap hvers skálds um sig
úr hlaði með gagnorðri lýsingu á skáldinu sjálfu, æviferli hans og
kveðskap, eftir þvi sem gögn eru fyrir hendi, og tekur upp þá kafla
úr íslendingasögum eða öðrum fornritum, sem vísurnar eða kvæðin
eru tengd við eða varpa að öðru leyti ljósi á ævi skáldsins eða skap-
gerð. Auka frásögukaflar þessir bæði á fróðleiksgildi og litbrigði
ritsins, gera það skemmtilegra aflestrar og um allt aðgengilegra.
Auk þess er fjöldi neðanmálsskýringa, sem mikið er á að græða.
Loks er skrá yfir valin rit um skáldakvæðin á ýmsum málum.
Þegar á allt er litið, verður eigi annað sagt en að prófessor Hol-
lander hafi leyst mjög sómasamlega af hendi það erfiða hlutverk,
sem hann valdi sér með þýðingu þessa úrvals úr skáldakvæðunum
á enska tungu. Eins og hann tekur fram í formála sínum, má fylli-
lega ætla það, að þýðingasafnið verði kærkominn lestur fræði-
mönnum í forn-germönskum bókmenntum, samanburðar-bókmennt-
um og fagurfræði, og hinn almenni lesandi ætti einnig að geta lesið
sér það til fulls gagns og ánægju, ekki sízt vegna hinna mörgu
skemmtilegu frásagna, sem þar er að finna, samhliða hinum forna
kveðskap.
Bók þessi, sem er bæði vönduð og falleg að ytra frágangi, er