Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 35
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og’ Smalastúlkan
33
hugsa um, aS íslendingar skuli nú fyrst vera farnir að
skinna sig upp með altaristöflur, þegar kristna trúin virð-
ist vera að fara á hausinn.“ Og hann kvittar fyrir glósur
Matthíasar Jochumssonar: „Matthías garmurinn er far-
inn að búa, en misjafnt mun það ganga. Varla verður hann
optimisti, þegar hann er búinn að búa nokkur ár, því spái
ég. Maður má ekki búast við heiminum betri en hann er,
það verður oftast fýluferð." 50)
En listamaðurinn lætur ekki fólkið hafa pata af því,
hve sárt honum er niðri fyrir. Hann lætur hart koma á
móti hörðu. Slöngvar ,,Aldahrolli“ framan í Dani og dönsk
leiguþý. Gengur fram af mönnum með stórkostlegum um-
bótatillögum eins og vatnsveitulagningu úr Kringlumýri
í vatnsgeymi á Skólavörðuholti og síðan inn í hvert hús í
bænum.'1) Hann kveður við raust rímnaerindi þar sem
hann er að dunda við forngripi sína á bak við bókaskáp-
ana í Stiftsbókasafninu, og aðrar vísur, heldur en ekki
klúrar, svo Jón Árnason bókavörður verður þá stundum,
þegar kvenfólk kemur til að fá bækur, að kalla til hans:
„Þegiðu Siggi.“52)
VII.
„Það þarf að laga alla þjóðina.“
Eftir 10 ára þrotlausa baráttu fyrir hugsjónamálum
sínum var Sigurður Guðmundsson loks kominn að þess-
ari niðurstöðu. Hjá sérhverjum öðrum manni hefði þessi
niðurstaða í rauninni þýtt fullkomna uppgjöf, að hann
legði árar í bát, biði þess, að byrlegar blési. Svo var ekki
um Sigurð. Hann var sjálfum sér trúr, og hann var trú1'
hugsjónum sínum til hinztu stundar. Hann missti aldrei
sjónar á „mörgu góðu, sem er í kofunum á íslandi, og enn
sem komið er, munu menn verða að sækja þangað máttar-
viðuna undir flest, sem gera á í norrænum anda, ef það á
að vera fullkomið“.53) Þessi orð skrifar hann Hafnar-
Islendingi til viðvörunar að líta ekki of smátt á þjóðina
heima, meðan enn lék allt í lyndi fyrir honum sjálfum.
3