Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 211
Skírnir
Ritfregnir
209
Jón Rúgmann, íslenzkur stúdent, sem dvaldist í Svíþjóð um og
eftir miðja 17. öld við handritasöfnun og fornfræðastörf, hafði
með höndum gamalt handrit af háttalykli eða háttatali. Hann skrif-
aði upp handritið, sennilega í Kaupmannahöfn. Uppskrift hans er
nú í bókasafni háskólans í Uppsölum, en skinnhandritið er glatað
fyrir löngu, og er gizkað á, að það hafi farizt í brunanum 1728.
Rúgmann telur kvæði þetta vera hinn forna háttalykil Rögnvalds
og Halls. Hefur kvæðið verið gefið út eftir þessari uppskrift, og
hafa menn haft fyrir satt, að þetta sé hinn forni háttalykill. Þó
hefur nokkur vafi þótt á því geta leikið, þar sem líkur eru til, að í
Orkneyinga sögu hafi upphaflega staðið, að erindin vferu 3 undir
hverjum bragarhætti, en ekki 2, eins og segir í texta Flateyjarbókar
og er í þessu kvæði.
Fyrir nokkrum árum tók Jón prófessor Helgason eftir því, að í
íslenzku pappírshandriti í bókhlöðu konungs í Stokkhólmi er önnur
uppskrift með hendi Jóns Rúgmanns af þessu kvæði. Uppskriftin
ber því vitni, að hún er gerð eftir mjög fornu handriti, sem víða
hefur verið máð og slitið og ólæsilegt á köflum. Virðist Jón Rúg-
mann hafa skrifað kvæðið upp eins nákvæmlega og auðið var, en
uppskriftin í Uppsalahandritinu mun gerð síðar eftir þessari. Þótti
Jóni prófessor einsætt að taka kvæðið til nýrrar rannsóknar og
gefa það út eftir Stokkhólmshandritinu.
Útgáfu þessa hafa leyst af hendi Jón prófessor Helgason og Anne
Holtsmark, dósent við háskólann í Osló. Hefur Jón gefið út text-
ann, gert grein fyrir handritum og ritað skýringar (bls. 5—99), en
frk. Holtsmark ritað um málið á kvæðinu og um höfund þess (bls.
99—142). Niðurstaða þeirrar rannsóknar er í stuttu máli sú, að Jón
Rúgmann hafi skrifað eftir handriti, er ritað var um 1200 eða jafn-
vel fyrr; handritið hafi ekki verið íslenzkt, heldur að líkindum
norskt eða ef til vill úr Orkneyjum. Ymislegt bendi til þess, að
kvæðið kunni að vera ort af norskum manni fyrir vestan haf, og
jafnvel, að höfundarnir hafi verið tveir. Er því líklegt, að kvæðið
sé með réttu talið vera „Háttalykill hinn forni“, er Orkneyinga
saga greinir frá.
Það kann að þykja lcynlegt, að jafngóð uppskrift af merkilegu
fornkvæði skuli geta leynzt í safni, sem er eins vel kannað af fræði-
mönnum og bókasafnið í Stokkhólmi. Til þess er sú ástæða, að af
vangá er ekki getið um hana í hinum prentuðu handritaskrám.
AnnaS bindi. Anders Bæksted: Islands runemindesmærksr. Kbh.
1942. 261 bls. 8°, ásamt uppdrætti af Islandi og 146 myndum á
24 blöðum.
Það er hvort tveggja, að lítið er varðveitt á Islandi af rúnarist-
um úr fornöld, enda hafa íslenzkir fræðimenn lítt látið rúnarann-
sóknir til sín taka. Þó fékkst Björn M. Ólsen talsvert við rúnarann-
14