Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 36
34
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
Og öll baráttan, sem á eftir fór, sýnir, að það voru verð-
mætin ,,í kofunum á íslandi“, sem hann vildi bjarga, en
um leið umskapa fólkið í kofunum og lyfta á hærra stig
listar og menningar.
Hann sá roða af nýjum degi, áður en hann hvarf af
heiminum. Þegar verzlunarfjötrarnir dönsku hrukku af
þjóðinni, færðist nýtt líf í frelsishreyfinguna. Það hafði
verið „skoðun hinnar dönsku þjóðar-------að halda lífinu
í Islandi, svo að Kaupmannahöfn geti sogið þar sinn „regle-
menteraða“ blóðsopa á hverju ári“, eins og Steingrímur
skrifar 1870, og höfðu Danir raunar ekki bannfært né
ofsótt íslenzk málefni, „en þeirra kúgun er innifalin í að
hindra framkvæmdir, og það er einhver hin lakasta kúg-
un og þeirra þjóðlund samlíkust, að dúsa eins og mara á
máttdregnum líkama, sem aðeins hjarir hálfsofandi með
veikri líftóru“, segir Steingrímur í sama bréfi til Sigurð-
ar. Með verzluninni og sjálfstjórn í fjármálum færðist
nýtt blóð í þjóðarlíkamann, sem tók nú að rísa á fætur og
hrista af sér möruna.
Úti í heimi gerðust líka tíðindi. Steingrímur skrifar
(í nóv. 1873) : „Við lifum á umbyltingaöld, og ýmist velt-
ur upp, en allt fer þó yfir höfuð að tala í frelsisstefnuna,
og hinar lægstu stéttirnar, sem lengi hafa verið bolaðar
frá ljósi upplýsingarinnar og frelsisins — þær vilja nú,
eins og Glámur, hafa mat sinn, en engar refjar, og munu
líklega ná honum, annaðhvort með illu eða góðu.“ Neist-
arnir frá la commune í París flugu víða. Ókyrrð var víða
í höfuðstöðum landanna. I Reykjavík gengu stúdentar
fylktu liði um göturnar og gerðu aðsúg að landshöfðingj-
anum. Fyrirliðinn bar reiddan korða um öxl. Tveimur
byssuskotum var skotið inn um skrifstofuglugga hjá kon-
ungkjörnum þingmanni og biskupi landsins, Pétri Péturs-
syni.54) Þetta voru unggæðingslegar æsingar, en þær sýndu
ólguna, sem var undir niðri. Það voru sinadrættir í mátt-
dregna líkamanum. Á öllu þessu hefur Sigurður vakandi
auga, og þegar hann lítur í kringum sig, finnst honum
eins og heldur sé að lifna við.