Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 127
Skíinir
Um söguna af Jóni Hreg’gviðssyni
125
með alþýðlegri kímni og slyngni, stundum — frammi fyrir
þeim stóru — með hæðni og uppgerðarauðmýkt í senn.
Tal hans ber ósjaldan keim af málsháttum, og sum tilsvör
hans eiga ef til vill eftir að lifa í íslenzkri tungu. Þegar
hann var á flótta frá Þingvöllum og orðinn gagndrepa á
Tvídægru, ,,kvað hann vísu úr Pontusrímum eldri og bætti
við þegar hann var búinn með vísuna: nú krókna Bessa-
staðalýs á Hreggviðssyni í nótt“ (Klukkan 144). „Ég
drekk þegar borið er fyrir mig. Alt sem rennur er guðs
gjöf“ (Hið ljósa man 97), verður honum að svari, þegar
Snæfríður spyr, hvort hann vilji fá að drekka strax. Og
þegar kona Arnas Arnæuss gerðist svo lítillát að spyrja
Jón að líðan hans, svaraði hann því til, „að hann hefði
aldrei haft neina líðan til lífs né sálar, hvorki góða né illa,
heldur væri hann Íslendíngur“ (Eldur 136). Ekki þykir
honum ómaksins vert að skýra þessari útlendu kerlingu
frá endalykt frænda síns Gunnars á Hlíðarenda: „Það er
ég ekkert að rifja upp í öðrum sóknum, sagði hann.“ (Eld-
ur 138.) — I næturkyrrðinni á Þingvöllum talar Snæfríð-
ur við föður sinn sem duttlungafull og léttúðug stelpa, og
lesandinn þykist skilja athugasemd lögmannsins: „Til eru
úngar stúlkur sem gera alt jafn ótrvgt í kríngum sig, loft,
jörð og vatn“ (Klukkan 116). Hinum alvöruþrungna dóm-
kirkjupresti veitist erfitt að verjast skopi hennar. En við
sjáum einnig þessa stúlku verða að reyndri og vonsvikinni
konu og heyrum tal hennar breytast um leið og fá blæ
beiskju og kaldhæðni. Þegar maður hennar er búinn að
selja Bræðratungu, segir hún við ráðskonu sína: „Mig
hefur leingi lángað til að verða flökkukona. Það hlýtur að
vera gaman að sofa í lýngbrekkum hjá nýbornum ám“
(Hið ljósa man 28). Systur sinni biskupsfrúnni trúi.r hún
fyrir því, að Drottinn hafi gert sig „óbyrju, og það er
kannski mesta hamíngja, sem íslenskri konu getur fallið
í skaut“ (Hið ljósa man 42). — Arnas Arnæus er heims-
maðurinn, sem finnur orð við hvers manns hæfi. Hann
kann að tala „med bönder pá böndernas sátt men med
lárde mán pá latin“ — eins og sænska skáldið Karlfeldt