Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 116
114
Björn Þórðarson
Skírnir
IV.
Vegna þess, sem leitt hefur verið í ljós á undan, vaknar
hvöt til að hyggja að því, hvort unnt muni að leita skýr-
inga í ljósi umsagna og atburða, sem Þorgils saga greinir,
á nokkrum atriðum, og sumum þeirra kynlegum og óljós-
um, í Eir. s. r. Hér er vitanlega ekki fast undir fótum, en
lítið er í hættu, þótt komið sé inn á svið, er ekki hefur
verið kannað áður, og því síður með því leiðarljósi, sem
hér er notað til leiðbeiningar.
Hin augljósustu einkenni skapgerðar Þorgils skarða
fyrir utan umvitnaðan þráa hans, eru stórlæti og metn-
aður. Þá er einnig í þessari sögu hið athyglisverða dæmi
um ættarmetnað, er ríkjandi hefur verið á 13. öld meðal
hinna fornu höfðingjaætta, er Brandur ábóti segir: „hart
er þat, at vér skulum bera frændr vára göfga bótalausa
fyrir bóndasonum, ok svá mundi þykkja Ormi bróður mín-
um, ef hann lifði“ (283. k. Sturh). Hér átti þó í hlut ásamt
Eyjólfi Þorsteinssyni ekki miður ættaður maður en Hrafn
Oddsson.
Lesandi Eir. s. r. saknar rökstuddari greinargerðar og
haldbetri undirstöðu en þar er að finna fyrir gífuryrðum
Þorbjarnar Vífilssonar, þegar vinur hans ber upp við
hann bónorð til dóttur hans af hendi hins efnilegasta
manns, sem var sonur vellauðugs bónda. Við þetta bætist
ennfremur, að Þorbjörn telur sig ekki geta haldið uppi
sæmd ættarinnar sökum skorts á lausafé, og tekur upp
það ráð, að hverfa úr landi. Ef þetta tvennt er nú athug-
að í sambandi við Þorgils sögu, þá kemur það á daginn,
að í fari Þorbjarnar kemur allt hið sama fram, stórlæti,
metnaður og ættardramb, sem eru mjög áberandi ein-
kenni þeirra höfðingja, sem nefndir voru.
Þá er það í öðru atriði, svo að fylgt sé atburðaröð Eir.
s. r., sem hugurinn hvarflar til Þorgils sögu. Hinn góði
bóndi, sem tók á móti Þorbirni og reyndist honum og
mönnum hans vinur í raun, er hann loks náði landi á
Grænlandi, er nefndur Þorkell og „var nytjumaðr ok hinn