Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 63
Skírnir
Um Hemings flokk Áslákssonar
61
— Eigi villde eg sia þa hud er þu ert einn hemingr af
segir konungr. —
Sex söguþættir bls. 53:
— Konungr mælti: eigi vilda ek flá þá öldungs húð,
sem þú ert af einum fæti hemingrinn. —
Það er að vísu auðséð, að Grímur fylgir hvorugri heim-
ildinni til fulls og fer eftir sínu höfði hér sem víðar. Því
virðist þó varlega treystandi, að hann hafi breytt orðun-
um í útgáfu Jóns Þorkelssonar svo í áttina til texta Flat-
eyjarbókar, að hann breytti flá í sjá, hefði hann ekki
kannazt við frásögn hennar. Þetta er þó ekki ómögulegt.
Það lítur út fyrir, að Grímur hafi fláninguna í huga, þeg-
ar hann notar orðið ristur í endi erindisins, og líklega hef-
ur hann litið yfir þáttinn hjá Torfæusi. Þar segir sem í
Flateyjarbók:
— Nolim, inqvit Rex, istum bovem videre,
cujus tu Hemingus es. —*)
Við samningu Hemingsflokks hefur Grímur notað enn-
þá eina sögu, sem nafn kvæðisins bendir ekki til, en þátt-
urinn er þó dálítið tengdur. Það er Haralds saga harð-
í’áða. I Flateyjarbók er þátturinn prentaður næst á eftir
þeirri sögu, en Grímur hefur sína þekkingu á sögu Har-
alds úr útgáfu hennar í Fornmannasögum. Er það auðséð
á mörgu. Hann hefur þaullesið Fornmannasögurnar á
unga aldri og þýtt úr þeim ýmsa kafla á dönsku. Sérstak-
lega hefur hann verið kunnugur Haralds sögu harðráða,
enda var þar að fá ágæta kafla til þýðinga, og hann orti
út af sumum þeirra síðar.
Loks má geta þess, að Grímur var ekki fyrsta skáldið,
sem valdi sér Hemingsþátt að yrkisefni. Rímur voru ort-
ar út af honum, en engin ástæða er til að ætla, að Grímur
hafi þekkt þær eða notað. Þær fylgja textanum nákvæm-
lega, en voru auk þess ekki prentaðar fyrr en löngu eftir
að Grímur orti kvæði sitt. Um Heming voru líka til norsk
1) Eigi vil ég’, segir konungur, sjá þann öldung (uxa), sem þú
ert hemingur af.